Hugur og hönd - 2018, Page 25

Hugur og hönd - 2018, Page 25
48 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 49 Helga Áslaug Þórarinsdóttir fæddist 14. júlí 1927 og lést 23. apríl 2018. Faðir hennar var Þórarinn Magn- ússon skósmiður, móðir hennar Ingibjörg Guðmunds- dóttir húsmóðir, bæði úr Borgarfirðinum. Helga bjó mest alla ævina í Reykjavík og taldi sig Reykjavíkur- mær. Helga gekk í Austurbæjarskóla og Kvennaskólann í Reykjavík. Síðan tók við vinna hjá Ríkisútvarpinu og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. En 34 ára söðlaði hún um, fór í Kennaraskólann og útskrifaðist sem handa- vinnukennari 1963. Kennsla varð hennar ævistarf. Hún var handa- vinnukennari í Öldutúnsskóla í aldarfjórðung, kenndi líka í Kvennaskólanum og Hagaskóla. Helga kenndi líka dans, aðallega þjóðdansa. Hún var stofnfélagi í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og dansaði þar allt þar til hnén gáfu sig. Í Heimilisiðnaðarskólanum kenndi Helga um árabil að gera skó, sauðskinnskó. Helga var nákvæmur kennari og líka nokkuð kröfuhörð en sanngjörn þegar hún fann að nemendur lögðu sig fram. Áhugi Helgu fyrir handverki var mikill og fjöl- breyttur, knipl, útsaumur og þjóðbúningagerð svo nokkuð sé nefnt. Hún saumaði þjóðbúninga fram á síðasta dag, hefur nýlega kniplað á faldbúningspils, baldýrað og prjónað húfur. Helga tók virkan þátt í félagsstarfi HFÍ árum saman. Við minnumst Gorblótanna þegar hún dreif alla í Vef- aradansinn, við hin kunnum minnst, en henni tókst að koma okkur í gegnum allan dansinn og það sem var hlegið! Hún fór í margar dagsferðir með félaginu, hingað og þangað og gat oft frætt samferðafólk sitt um sögu og staðhætti. Hún tók þátt í öllum þeim þjóð- búningadögum sem haldnir voru ef hún mögulega gat, 17. júní var hennar uppáhaldsdagur. Helgu verður ekki síst minnst fyrir áhuga hennar á þjóðbúningum. Þar sameinaðist þjóðdansinn og handavinnukennarinn. Hún þekkti búninginn frá blautu barnsbeini, hún ólst upp með konum sem alla daga gengu í því sem við nú köllum þjóðbúning, „peysufötum til spari, upphlutnum hvundags“, sagði Helga. Hún var í hópi kvenna, upp úr 1960, sem fyrst höfðu áhuga á að endurvekja 19. aldar þjóðbúninga, í tengslum við þjóðdansinn. Helga gerði marga þjóð- búninga; kyrtla, peysuföt, upphluti og faldbúninga. Líka karlmannabúninga og barnabúninga. Þjóðbún- ingarnir eru þó aðeins hluti af því handverki sem eftir hana liggur. Helga hafði einlæga ást á íslenskum þjóðbúningum og klæddist þeim við öll tækifæri sem gáfust. Hún hafði sterka skoðun á því hvernig þeir ættu að vera og hvernig ætti að bera þá og hafði ekki alltaf mikla þolinmæði fyrir því sem henni fannst aflaga fara. Hún lagaði okkur hinar til og kenndi okkur þegar henni þótti þurfa. Með Helgu er gengin ótrúleg kona, laumuhúmoristi, safnari og heimshornaflakkari, handavinnukennari, dansari og handverkskona. Við kveðjum hana með þökk fyrir allt sem hún kenndi okkur og samveruna með henni. Minning Helga Áslaug Þórarinsdótt ir 1927-2018 H ö f u n d u r : Freyja Krist jánsdótt ir - L j ó s m y n d : Úr einkasafni Tækni: Samsett binding á sex sköft og sex skammel. Uppistaða: Bómull 24/2 í hvítu, svörtu og tveimur bláum litum. Fallegt er að nota bæði „merseriseraða“ og venjulega bómull í þennan dúk. Ívaf: Sama og í uppistöðu en litaröðinni er snúið við, sjá bindimunstur. Skeið: 80/10, einn þráður í hafald og tveir í tönn, 16 þr/cm. Breidd í skeið: 113,5 cm (tilbúið efni ca 110 cm). Þráðarfjöldi: 1818 þræðir. Slöngulengd: 6 metrar, dugar í ca 4 dúka eða um 5,3 metra af efni. Rakningsmunstur: Litur Hvítt 9 6 15 9 Svart 3 Dökk blátt 18 Ljós blátt 8 H. k. ------------- x 36 -------------- V. k. Endurtekið 36 sinnum og endað á 9 þráðum hvítum. Einnig er hægt að fjölga eða fækka raknings- munstrum til að stækka eða minnka dúkinn. Bómullartvistur barst hingað til lands um 1880 með Gunnari Ólafssyni (1859–1900) vefara frá Ási í Hegranesi. Tvisturinn var fljótur að riðja sér til rúms hér og var vinsælt að vefa allskyns bómullarefni og dúka. Bómullartvisturinn var kallaður tvistur vegna þess að þetta var tvinnuð bómull 16/2, 20/2, 24/2 og fínni þráður. Efnið barst hingað til lands í hespum sem þurfti að setja á balbínur áður en hægt var að rekja í vefinn og gjarnan var notaður rakningsspaði við að rekja í vefinn. Í dag er bómull seld á kónum eða í rúllum sem er mun þægilegra, en til þess að flýta fyrir rakningunni er hægt að nota rakningsspaðann góða. Bindimunstur og litamunstur þessa dúks er hægt að útfæra á ýmsa vegu og nýta sem efni, borð- dúk, gardínur eða annað nytsamlegt. Sumarlegur bómullardúkur H ö f u n d u r : Ragnheiður Björk Þórsdótt ir

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.