Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 27
52 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 53 Frágangur Gangið frá öllum endum. Brjótið slétta kaflan sem fyrst var prjónaður, inn í húfuna og saumið fastan. Par Vettlingar Stærð Medium. Efni Kambgarn 50 gr dokkur. 2 dokkur af aðallit og um 1/3 dokka af hvorum auka- lit. Athugið að ef prjóna á bæði húfuna og vettlingana duga 3 dokkur af aðallit og 1 af hvorum aukalit. Prjónar nr 2 ½. Aðferð Fitja upp 60 lykkjur á prjóna númer 2 ½ með aðallit Prjóna slétt 20 umferðir. Nú er prjónuð ein brugðin umferð (brotlína). Prjóna munstur eftir teikningu. Rauða línan í 17. umferð táknar þumalinn. Þar eru 10 lykkjur prjónaðar á aukaband sem síðar verður rakið úr til að prjóna þumalinn. Þumallinn á vinstri vettlingi er staðsettur á 2.prjóni. Á hægri vettlingnum er þumallinn prjónaður á 3.prjóni. Úrtaka 1.prjónn: prjóna eina lykkju, prjóna tvær lykkjur saman hallandi til vinstri. Prjóna út prjóninn. 2.prjónn: prjóna þar til 3 lykkjur eru eftir, prjóna þá tvær lykkjur saman hallandi til hægri. Prjóna eina lykkju. 3.og 4.prjónn, eins og 1.og 2.prjónn. Eftir fyrstu úrtöku eru prjónaðar tvær umferðir slétt. Eftir aðra úrtöku er prjónuð ein umferð slétt. Eftir það er gerð úrtaka í hverri umferð þar til 8 lykkjur eru eftir. Þá er bandið slitið frá og dregið í gegn. Þumall Aukabandið er rakið úr og teknar upp 22 lykkjur. Prjónað í hring alls 21 umferð eftir teikningu. Eftir það er úrtaka samkvæmt teikningu þar til 6 lykkjur eru eftir. Frágangur Gangið frá öllum endum. Brjótið slétta kaflann sem fyrst var prjónaður, inn í vettlinginn og saumið fastan. © Ó l ö f E n g i l b e r t s d ó t t i r Par - Húfa Efni Kambgarn 50 gr dokkur 2 dokkur af aðallit og um 1/3 dokka af hvorum aukalit. Athugið að ef prjóna á bæði húfuna og vettlingana duga 3 dokkur af aðallit og 1 af hvorum aukalit. Prjónar nr 3 ½ Fitja upp 132 lykkjur og tengja í hring. Prjóna slétt 20 umferðir. Prjóna eina brugðna umferð (brotlína). Prjóna nú eftir teikningu. Prjóna áfram slétt þar til húfan mælist 25 cm frá brotlínu, þá hefst úrtaka. Úrtaka  Prjóna 2 lykkjur, prjóna 2 saman, endurtaka út umferð. 99 lykkjur eftir á prjónunum  Prjóna eina umferð slétt.  Prjóna 1 lykkju, prjóna tvær lykkjur saman, endurtaka út umferð. 66 lykkjur eftir á prjónunum.  Prjóna eina umferð slétt.  Prjóna tvær lykkjur saman, endurtaka út umferð.  Prjóna eina umferð slétt.  Prjónið eina lykkju, svo tvær lykkjur saman út umferðina. 17 lykkjur eftir á prjónunum  Prjónið eina lykkju, svo tvær lykkjur saman út umferðina. 8 lykkjur eftir á prjónunum  D ag bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Frágangur Gangið frá öllum endum. Brjótið slétta kaflan sem fyrst var prjónaður, inn í húfu a og saumið fastan. Peysa og húfa á káta krakka H ö f u n d u r : Herborg Sigtryggsdóttir - L j ó s m y n d i r : Guðmundur Ingólfsson

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.