Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 2
Tveir af hverjum þremur safngestum árið 2018 voru erlendir ferðamenn. Veður Suðvestan 3-10 í dag. Bjart veður austan til, en skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 2 til 10 stig. SJÁ SÍÐU 20 Dagur Vigdísar Hópur einsöngvara og kór mættu á lóðina á Aragötunni hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og sungu fyrir hana afmælissönginn og þjóðsönginn á 90 ára afmælisdaginn. Margir f leiri gamlir vinir og kunningjar voru einnig mættir til að heiðra forsetann fyrrverandi. Vigdís sagðist ekkert sérstak- lega vera hrifin af afmælisdögum, eða þykja þeir merkilegir yfirleitt, en erfitt væri að verjast tárum yfir svo fallegum söng. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VERSLUN Borgarbúar tóku við sér eftir að Katrín Jakobsdóttir forsæt- isráðherra tilkynnti um tilslakanir á samkomubanninu og fóru í búðir. Í Kringlunni hefur viðskiptavinum fjölgað og í gær þegar Fréttablaðið leit við um hádegisbilið var þar létt yfir. Í Smáralindinni var góður dagur og í miðbænum minntu pásk- arnir á jólavertíðina. „Mér finnst meira líf í húsinu. Ég var að tala við sendibílstjór- ann okkar áðan og hann sagði að umferðin væri að taka við sér. Við skynjum að hér er að kvikna líf,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar. Miðað við talningar þar á bæ hefur gestum verið að fjölga frá mánaðamótum en aðeins um 4.000 manns heim- sóttu verslunarmiðstöðina 24.-31. mars. Á laugardeginum fyrir páska varð 33 prósenta fjölgun frá fyrri laugardegi. „Hann Eyjólfur er að hressast. Ég var reyndar að vona að það yrði aftur farið í 100 því þegar fækkað var niður í 20 þurftum við að loka setusvæðinu við Stjörnutorg. En það er að kvikna líf hér í húsinu og starfsemi sem hefur verið lokuð vegna boða og banna fer aftur í gang 4. maí því hér eru naglastofur, sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofur og annað sem má fara aftur af stað.“ Tinna Jóhannsdóttir, markaðs- stjóri Smáralindar, tekur í sama streng. Segir að umferðin á þriðju- dag hafi verið örlítið meiri en dag- ana á undan. „Það hefur reyndar verið fín umferð um húsið en ég heyri það á rekstraraðilum í hús- inu og þeim sem ég hef rætt við að undanförnu, að það er eins og það hafi rofað eitthvað til.“ Hún hefur sömu sögu að segja og Sigurjón. Laugardagurinn fyrir páska var sterkur. „Fólk var greini- lega að gera extra vel við sig þessa páskana með því að kaupa góðan mat, spil og f leira til að njóta með sínum. En klárlega eftir fundinn rof- aði aðeins til í hugsunarhætti og það var bros víða um Smáralindina.“ Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku situr í stjórn Miðborgarinnar okkar sem fundaði í gær. Guðrún hefur haft opið eins og venjulega í þessu ástandi, frá 10 til 18, og er ánægð með sína viðskiptavini. „Auðvitað er þetta skrýtið ástand. Það er spritt við innganginn og það byrja allir þar. Það var svolítið erfitt fyrst en mér fannst það vera vegna þess að fólk var að gleyma sér. En núna er fólk mjög meðvitað og sprittar sig og heldur fjarlægð. Enda skilar þetta þessum árangri sem allir geta verið stoltir af.“ Hún segir fólk ánægt með traff- íkina. Um páskana séu Íslendingar yfirleitt í útlöndum eða í bústað en nú hlýða allir Víði. Þegar kom að því að viðra sig voru mjög margir sem röltu Laugaveginn. „Laugardagurinn var nánast eins og laugardagur um jólin,“ segir hún. Þó að viðskiptavinir komi enn til hennar hefur netverslun aukist mikið. „Aukningin var um 600 pró- sent hjá okkur í mars og verður trú- lega svipuð í apríl.“ benediktboas@frettabladid.is Fólk tók við sér eftir tilkynningu stjórnar Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um tilslakanir á sam­ komubanni eftir 4. maí sáu landsmenn loks til sólar og verðlaunuðu sig með búðarferð. Verslunarmiðstöðvarnar fundu mun og miðborgarlífið blómstraði. Kringlan hefur verið að lifna við eftir erfiða tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Tveir af hverjum þremur safngestum á Íslandi árið 2018 voru erlendir ferðamenn. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands voru skráðar alls 2,6 milljónir heimsókna það ár. Hlutfallið á milli íslenskra og erlendra gesta er mismunandi eftir söfnum en erlendir sækja helst í sögusöfn. Ferðamannastraumur til Íslands í sumar mun minnka veru- lega vegna áhrifa COVID-19 farald- ursins. Ág úst a Hreinsdóttir, f ram- kvæmdastjóri Sögusafnsins, segir að safnið sé að íhuga alla möguleika til að halda starfseminni áfram í sumar. „Það er alveg í myndinni að reyna að láta starfsemina höfða meira til Íslendinga. Við ætlum að stytta opnunartímann og svo ætlum við að leita í kringum okkur, tala við samtök um sögutengda ferðaþjónustu um það hvort þau séu að fara í eitthvert markaðsátak.“ Úti á Granda eru fleiri söfn eins og Sjóminjasafnið. „Það var hugmynd að tala við hin söfnin á Granda og reyna að gera eitthvað saman. Það væri held ég alveg hægt að gera eitthvað skemmtilegt þarna,“ segir Ágústa. Sögusafnið verður opnað þann 4. maí þegar samkomubanni verður aflétt að hluta. „Við reynum að vera bjartsýn. Við stólum á það að Íslendingar verði spenntir fyrir því að heimsækja okkur.“ – así Vilja höfða til heimamanna Þjóðlega klæddar gínur í Sögusafni. VESTMANNAEYJAR Mjaldrarnir Litla- Hvít og Litla-Grá hafa ekki verið mikið í fréttum síðan COVID-19 kom upp. James Burleigh, markaðsstjóri Sea Life Trust, sendi umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja erindi þar sem hann óskar eftir fresti til að ljúka utanhússframkvæmdum við Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum sem ráðið samþykkti. Í húsinu verður griðastaður fyrir mjaldrana sem og nýtt safn með gestastofu, aðhlynn- ingaraðstöðu fyrir lunda, pysjur og ýmsa sjófugla og myndarlegt nátt- úrugripa- og sjávardýrasafn. – bb Sea Life frestar framkvæmdum Litla-Grá og Litla-Hvít komu frá Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Um páskana eru íslendingar yfirleitt í útlöndum eða í bústað. Guðrún Jóhannessdóttir 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.