Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 24
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 4.2. grein skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er hér kynnt lýsing
að eftirfarandi endurskoðun aðalskipulags:
1. Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032. Lýsing verkefnis.
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum 23.3.2020 að kynna lýsingu fyrir nýtt endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps
2020-2032. Ásahreppur er vestasta sveitarfélagið í Rangárvallasýslu. Stærð skipulagssvæðis í byggð er um138 km2 og skipulagssvæði
á Holtamannaafrétti er um 2800 km2. Sveitarfélagið er fremur láglent með lágum holtum. Afrétturinn er fremur flatlendur með ávölum
bungum. Gróðursæld er á láglendi og má segja að þar sé nær algróið graslendi, mýrlendi og mólendi. Á afréttinum eru lítt gróin svæði
sem bera merki uppblásturs og nálægðar við eldfjöll. Ekkert þéttbýli er skilgreint í Ásahreppi. Leiðarljós hreppsnefndar Ásahrepps
í aðalskipulagsvinnunni er að skapa góð skilyrði fyrir mannlíf og atvinnulíf til framtíðar og gera búsetu eftirsóknarverða. Þetta verði
m.a. útfært með skynsamlegri landnýtingu þar sem stuðlað er að sjálfbærri nýtingu vistkerfa og bindingu kolefnis. Orkuframleiðsla sé
vistvæn og stuðlað að grænum samgöngum og útivistarmöguleikum.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
2. Deiliskipulagsbreyting. Spóastaðir. Samræming deiliskipulags. Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 5. mars 2020, breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis við Dynjandisveg í landi
Spóastaða í Bláskógabyggð. Breytingin nær til um 35ha svæðis og 40 lóða og tekur til breytinga á nýtingarhlutfalli og byggingarmagni
á lóðum. Nýtingarhlutfall lóða frá nr. 1-23 verður allt að 0.045 og á lóðum nr. 24-46,allt að 0.03. Heimilt verður að byggja allt að 40 m2
aukahús/gestahús og allt að 15m2 smáhýsi á lóðum.
Við gildistöku deiliskipulagsbreytingar fellur úr gildi núgildandi deiliskipulag við Dynjandisveg.
3. Deiliskipulag. Apavatn 2 L167621. Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19. Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti þann 27. febrúar 2020, deiliskipulagstillögu sem tekur til 27,25 ha lands norðan við og
samsíða Apá í Bláskógabyggð. Á svæðinu eru þegar stofnaðar lóðir og nokkur eldri frístundahús. Lóðamörk flestra lóða eru óbreytt
sem aðilar gerðu með sér og fékk endanlega afgreiðslu 4. júní 2015. Í tillögu að deiliskipulagi skiptast 2 lóðir upp í fleiri lóðir sem allar
eru á bilinu 5.000 til 5.909 fermetrar að stærð. Aðkoma að svæðinu er um tvo eldri aðkomuvegi sem tengjast inn á Laugarvatnsveg.
4. Deiliskipulag. Laugardælur 4 og 5. Flóahreppi
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti 5. nóvember 2019, tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja lóða fyrir íbúðarhús í landi
Laugardæla í Flóahreppi. Þær munu fá heitið Laugardælur 4. stærð 1345m2, og Laugardælur 5. stærð 1997m2. Heimilt verður að byggja
allt að 300m2 á hvorri lóð og á lóð 5 heimild til að byggja auk íbúðarhúss, véla- og útihús. Aðkoma að lóðunum er um Laugardælaveg
nr. 3020.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Niðurstaða sveitarstjórnar auglýst skv. 3.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kerið 1, L172724. Deiliskipulag bílastæða, gestastofu og þjónustubyggingar. Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagt fram á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps dags. 19.2.2020, til umfjöllunar bréf skipulagsstofnunar dags.
29. nóvember 2019, þar sem Skipulagsstofnun gerir athugasemdir í þá veru að deiliskipulagstillagan sé í ósamræmi við gildandi
aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Vitnað er í kafla 17 um hverfisverndarsvæði, í greinargerð aðalskipulags, að
öll mannvirkjagerð og jarðrask sé með öllu bannað í grennd við náttúruminjar. Í umsögn Skipulagsstofnunar dags, 29.11.2019, vegna
tillögu að deiliskipulagi Kersins er gerð athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild
Stjórnartíðinda vegna ósamræmis við aðalskipulag. Að mati Skipulagsstofnunar er deiliskipulagstillagan ekki í samræmi við ákvæði
sem gilda um hverfisverndarsvæði en þar segir: Kerið í Grímsnesi (H1), Kerhóll í Grímsnesi (H2) og ósnortið hraun í Öndverðarnesi II
(H3) verði vernduð sem einstakar landslagsgerðir og náttúrufyrirbæri. Öll mannvirkjagerð og jarðrask er með öllu bannað í grennd við
náttúruminjarnar.
Bókun/rökstuðningur: Á gildandi aðalskipulagsuppdrætti sveitarfélagsins eru mörk hverfisverndarsvæðisins ill greinanleg. Við vinnslu
deiliskipulagstillögunnar var því kallað eftir stafrænum gögnum frá skipulagshönnuði aðalskipulagsins til að ganga úr skugga um hvar
mörk hverfisverndarsvæðisins liggja og eru þau sýnd á deiliskipulagsuppdrætti. Orðalag aðalskipulagsins um hverfisverndarsvæði
H1, þ.e. að mannvirkjagerð og jarðrask sé með öllu bannað ?í grennd? við náttúruminjar er ónákvæmt. Við vinnslu deiliskipulag-
stillögunnar var ekki litið svo á að göngustígar með tilheyrandi útsýnispöllum teldust mannvirkjagerð eða jarðrask sem ógnað gæti
jarðminjunum. Þvert á móti væri um að ræða aðgerðir sem styddu við markmið hverfisverndarinnar um að standa vörð um ?einstakar
landslagsgerðir og náttúrufyrirbæri? . Til þess að fylgja þessu markmiði eftir voru í deiliskipulagstillögu settir ítarlegri skilmálar um
hverfisverndarsvæðið til verndunar þess. Uppbygging við Kerið skv. tillögu að deiliskipulagi er að öllu leyti utan hverfisverndarsvæði-
sins, að undanskildu viðhaldi á núverandi göngustígum og útsýnispalli, sem og nýjum útsýnispalli/-pöllum til að verjast ágangi. Þá er
aðkoma inn á svæðið færð austar, fjær Kerinu, ásamt bílastæðum og öðrum mannvirkjum. Í kafla 5.2. í greinargerð deiliskipulagstillö-
gunnar er gerð grein fyrir áhrifum tillögunnar á umhverfið og ásýnd m.t.t. staðsetningarkosta. Þar kemur m.a. fram að gestastofu og
bílastæði var valinn staður fjær Kerinu en núverandi bílastæði. Var það m.a annars unnið í samráði við Vegagerðina til að tryggja betra
umferðaröryggi, og þar með færslu á aðkomu inn á svæði. Núverandi aðkoma að Kerinu er á versta hugsanlega stað (efst uppi á hól)
þar sem iðulega hafa myndast umferðarteppur og oft legið við slysum. Nýju mannvirkin eru staðsett sem næst þjóðveginum, á svæði
sem þegar hefur verið raskað að talsverðu leyti. Handan Biskupstungnabrautar er sumarbústaðabyggð og uppbygging við Kerið því
í grennd við aðra byggð. Almennir skilmálar deiliskipulagstillögunnar s.s. um byggingar, efnisnotkun, frágang, lýsingu, lóðafrágang,
inniviði og gróður miða allir að því að vernda náttúrulegt umhverfi Kersins og tryggja vandaða uppbyggingu á svæðinu. Áframhaldandi
vönduð uppbygging við Kerið styður við stefnu aðalskipulagsins um verndun svæðisins ásamt því að gera fólki kleift að njóta þeirra
verðmæta sem Kerið er sbr. stefnu um náttúruverndarsvæði í kafla 15 aðalskipulags, en þar segir m.a.: Almennt verði stuðlað að vernd-
un helstu náttúrufyrirbæra í sveitarfélaginu en jafnframt verði fólki gert kleift að njóta þessara verðmæta. Ekki er stefnt að friðlýsingu
svæða á náttúruminjaskrá en lagt til að valin svæði og náttúrufyrirbæri falli undir hverfisvernd. Ekki er litið á svæði á náttúruminjaskrá
sem verndarsvæði í heild sinni en lagt til að valin svæði og náttúrufyrirbæri falli undir hverfisvernd. Á grunni ofangreinds þá er það
niðurstaða Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulag Kersins sé í samræmi við Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps
2008-2020 og þar með ákvæði sem þar eru um hverfisverndarsvæði. Ákvæði sem nefnd eru í umsögn Skipulagsstofnunar eiga ein-
göngu við hverfisvernduð svæði, sem deiliskipulagið uppfyllir. Grímsnes- og Grafningshreppur telur því að misskilnings hafi gætt í
umsögn Skipulagsstofnunar þegar segir að deiliskipulagstillagan sé ekki í samræmi við ákvæði sem gilda um hverfisverndarsvæði.
Þess er því farið á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin endurskoði umsögn sína á grunni ofangreinds og geri ekki athugasemd við
að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Ofangreindar skipulagslýsingar/skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á
skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast lýsingar og tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg
á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is; https://www.gogg.is; https://www.fludir.is;
https://skeidgnup.is; https://www.floahreppur.is; http://asahreppur.is/
Skipulagslýsing nr. 1 er í kynningu frá 16. apríl til 14. maí 2020, en tillögur nr. 2 - 4 eru í auglýsingu frá 16. apríl til 28. maí 2020.
Athugasemdir og ábendingar við lýsingu nr. 1, þurfa að berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. maí 2020, en fyrir tillögur nr. 2 - 4
eigi síðar en 28. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar og skulu vera skriflegar.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU
vigfus@utu.is
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun um matsskyldu
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdin
Ný flæðigryfja á hafnarsvæði við Grundar-
tanga í Hvalfjarðarsveit
skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106 /2000.
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykja-
vík og á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 18. maí 2020.
Við ráðum
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Stjórnendaleit
Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga
Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu
stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja.
Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga
Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára
löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar
á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið.
Almennar ráðningar á markaði
Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta
áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum
er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu
máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í
viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki
við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið.
Sveigjanleg nálgun
Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun
á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt
ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir
fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf
krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða
starfs tengdar æfingar.
Matstæki
Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta
hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt
sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við
banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem
er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum
mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að
greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður
en ráðning fer fram.
Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn
með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið
OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index)
skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og
staðfærð að íslenskum markaði.
Ráðgjöf við starfslok
Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir
höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að
starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við
ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um
atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs
ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði
varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl.
Ráðum býður upp á ráðgjöf
og ráðningar þjónustu sniðna
að þörfum viðskiptavinarins.