Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 13
Andsvar við einangrunarhyggju Þorsteinn Pálsson AF KÖGUNARHÓLI Hugtakið vestræn ríki hefur ekki aðeins land-fræðilega skírskotun. Það felur enn fremur í sér vísun til lýðræðis, mannréttinda, frjálsra viðskipta og jafnræðis. Og það geymir skýra almenna vitund um formbundið fjölþjóðlegt samstarf um slík gildi. Tvær hliðar á sama peningi Evrópusambandið og Atlantshafs- bandalagið eru tvær meginstoðir vestræns samstarfs. Bandaríkin lögðu hornstein að þeim báðum eftir síðari heimstyrjöld. Segja má að þessar fjölþjóðastofn- anir séu tvær hliðar á sama peningi. Efnahags- og viðskiptasamstarf Evrópusambandsins er forsenda þess friðar, sem Atlantshafsbandalaginu er ætlað að verja. Að uppistöðu til eiga sömu þjóðir hlut að máli. Af sjálfu leiðir að sprungur á annarri hlið sam- starfsins eru veikleiki á hinni. Sameiginlegar varnir og stór heimamarkaður Ísland hefur átt aðild að varnarsam- starfinu frá upphafi og nýtur réttinda og ber skyldur samkvæmt grund- vallarreglu þess um að árás á eitt ríki er árás á þau öll. Í meir en aldarfjórðung hefur Ísland verið hluti af kjarna efnahags- og viðskiptasamstarfsins með aðild í því regluverki, sem gildir á innri markaði Evrópusambandsins. Við fylgjum sameiginlegri löggjöf þess um frjáls vöruviðskipti, frjáls þjónustuvið- skipti, frjálst f læði fjármagns og frjálsa för fólks, sem tekur í misríkum mæli til alls atvinnulífs í landinu. Nú þegar á móti blæs í þjóðar- búskapnum felast tækifæri íslenskrar framleiðslu og hugvits í því að eiga þennan sameiginlega stóra heima- markað. Stuðningur þjóðarinnar Lífshagsmunir íslensku þjóðarinnar eru ofnir saman í þessu tvíþætta vest- ræna samstarfi. Utanríkisráðuneytið birti fyrr í þessum mánuði könnun á viðhorfi fólks til alþjóðasamstarfs og meðal annars þeirra tveggja fjölþjóðasam- taka, sem skipta landið mestu máli. Í ljós kom að tæplega helmingur þjóðarinnar styður aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Aðeins fimmtungur hennar gerir það ekki. Stuðningur við aðildina að innri markaði Evrópusambandsins er enn meira afgerandi eða um sextíu af hundraði. Aðeins ellefu af hundraði hafa neikvæða afstöðu til þessa hluta vestræns samstarfs. Brestir í samstarfinu Vestrænar þjóðir eru í þeirri klípu að þessar tvær meginstoðir samstarfsins hafa veikst á allra síðustu árum. Þjóð- ernispopúlisminn ræður mestu þar um. Bandaríkin hafa horfið frá hug- myndafræði fjölþjóðasamstarfs. Þau vilja nú tvíhliða samskipti þar sem þröngir sérhagsmunir þeirra sjálfra eru settir framar öllu öðru. Fyrir vikið vilja þau sjá upplausn innri markaðar Evrópusambandsins. Og forysta þeirra fyrir Atlantshafsbandalaginu er svo hverful að forseti Frakklands hefur talað um heiladauða þess. Þá hefur Brexit veikt vestrænt samstarf; mest innri markað Evrópu- sambandsins. En einnig Atlantshafs- bandalagið því að efnahagssamstarfið er uppistaðan og ívafið í friðsamlegri sambúð þjóðanna. Tvöfeldni í málflutningi Heita má að það sé almenn skoðun að vestrænar þjóðir komi saman í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel til að verja fullveldi ríkjanna, þar á meðal Íslands. Sumir þeirra, sem eru á þessari skoðun, halda því hins vegar fram að markmið sömu þjóða sé að svipta Ísland fullveldi og stela auðlindum þess, þegar þær setjast á rökstóla í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins í þeirri sömu borg. Slík tvöfeldni í málf lutningi er gegnsæ og léttvæg. En hjá því verður ekki horft að hún er þáttur í ásetningi þjóðernispopúlista hér heima eins og erlendis að grafa undan því samstarfi, sem svo vel hefur reynst. Tímabært andsvar utanríkisráðherra í tilefni af áttatíu ára afmæli utan- ríkisþjónustunnar í dymbilvikunni skrifaði utanríkisráðherra grein þar sem hann svaraði þessari gagnrýni á þennan veg: „Alþjóðasamvinna felur ennfremur í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þann- ig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort annað.“ Í kreppunni miklu brugðust f lestar þjóðir rangt við með einangrun, höftum og tollmúrum. Þau sjónarmið skjóta aftur upp kolli í kreppuum- ræðunni nú; innan ríkisstjórnar og einstakra hagsmunasamtaka. Í afmæl- isgreininni hljóðar andsvar utanríkis- ráðherra við þessum boðskap þannig: „Þegar faraldrinum linnir verður alþjóðleg samvinna, viðskipti og virk hagsmunagæsla sem fyrr, undirstaða þess að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem best gerist í heiminum.“ Í kreppunni miklu brugðust flestar þjóðir rangt við með ein- angrun, höftum og tollmúrum. Öll erum við á ólíkum stað á COVID-kúrfunni í leik og starfi, en eitt er víst að sviðsmyndin í lífinu er framandi og önnur en áður var. Veiran hefur litað alla þætti lífsins og vanmáttug höfum við tekið einn dag í einu og reynt að fóta okkur í óvissu. Við höfum verið þvinguð til að skoða hversdaginn frá öðru sjónarhorni og meðvituð um stærð áskorana höfum við ekki getað annað en staðið saman. Við höfum öll verið berskjölduð og blússandi mannleg og tekist að leiða saman ólíka hópa þvert á f lokka og stærðir, staðráðin í að komast í gegnum skaf lana. Síðustu misserin hafa líka verið tími fyrir samfélagsrýni sem hefur varpað nýju ljósi á ýmis mál, til dæmis hvað er hægt að gera ef við stöndum saman, tökum ákvarðanir og ætlum okkur eitthvað. Hugrekkið smitandi Við höfum lifað mikið endurmat að undanförnu og eitt af því sem hefur verið ofarlega í umræðunni er virði starfa. Heilbrigðisstarfs- fólk hefur staðið í framlínunni, ásamt kennurum, fólki í sorphirðu, starfsfólki verslana og þannig mætti áfram telja. Hugrekkið hefur verið smitandi og innlegg þessara hópa hefur verið mikils metið. Við þessar ömurlegu aðstæður í heimsfaraldri höfum við loksins látið þessar starfsstéttir finna fyrir mikilvægi sínu. Það voru teknar ákvarðanir og ríkisstjórnin hefur fengið verð- skuldaða jákvæða endurgjöf með því að treysta á sérfræðinga sem hafa gefið og miðlað á afar óeigin- gjarnan máta. Nú þarf Ísland að halda áfram að vera leiðandi, betra og eftirsóknavrerðara. Festa í sessi það góða starf sem hér er unnið og vera í fararbroddi áfram. Kvennastéttir skrifa sig inn í söguna Ísland hefur vakið athygli heims- byggðarinnar fyrir viðbrögð við veirunni og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjóðin slær í gegn á heims- vísu. Verðskuldaða athygli höfum við til dæmis fengið síðustu ár fyrir að vera skást í heimi á sviði jafn- réttismála. Það eru svo konur í öfl- ugum kvennastéttum í framlínunni á tímum COVID sem hafa skrifað sig inn í söguna. Svona líka rækilega að það verður spennandi að sjá hvort tími fjölbreytileikans sé loksins kominn og tími sóunar á man-auði sé að líða undir lok. Samfélagið okkar má ekki við sóun man-auðs, það höfum við svo sannarlega séð á síðustu vikum. Við ætlum áfram og upp! Í vikunni sem leið fagnaði Félag kvenna í atvinnulífinu FKA 21 árs afmæli sínu og þegar horft er til baka er framlag félagskvenna sem hafa lagt félaginu lið, rutt brautina og skilað okkur betra þjóðfélagi algjörlega ómetanlegt. FKA stuðlar að tengslamyndun, sýnileika félags- kvenna og er hreyfiafl til framfara í samfélaginu. Þakklæti er efst í huga á slíkum tímamótum og vænta má stórra áfanga í starfinu – því nú vitum við öll hvað skiptir máli. Við ætlum áfram og upp! Raunveruleiki allra með í reikninginn! Ætla má að ekkert verði eins eftir COVID og þegar unnið er að framförum í samfélaginu hlýtur útgangsp unkturinn að vera heil- brigt líf og gera betur. Raunveruleiki allra kynja verður að vera tekinn með í reikninginn við hönnun á infrastrúktúr framtíðarinnar, upp- byggingu og endurhönnun á sam- félaginu eftir þessa stökkbreyt- ingu. Við vitum að við getum ef við viljum, stöndum saman og þurfum. Það þarf bara að taka ákvörðun – og jafnrétti er nákvæmlega það! Jafn- rétti er ákvörðun! Að skrifa sig inn í söguna Andrea Róbertsdóttir framkvæmda- stjóri Félags kvenna í atvinnulífinu Það þarf bara að taka ákvörðun – og jafnrétti er nákvæmlega það! Jafnrétti er ákvörðun! S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.