Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Um leið má ekki gleym- ast að á tímum eins og þessum eru þess einnig fjölmörg dæmi að einstaklingar sýni sam- kennd, hlýju og umhyggju í mun meiri mæli en áður. Eitt af því mikilvægasta fram undan er að opna landamæri og koma sam- göngum aftur í samt lag. Rithöfundur í miðbæ Reykjavíkur, á virðulegum aldri og því nokkuð vitur og reynslumikill, hefur haft fyrir venju í áraraðir að spássera um bæinn á hverjum degi. Þar sem þetta er mikill sómamaður væri freistandi að segja að hann sé sáttur við guð og menn. Það orðalag á þó ekki nægilega vel við þar sem hann er trúleysingi og því miður fjarska stoltur af því. Sæll í guðleysi sínu er hann um leið velviljaður flestum mönnum. Þess vegna hefur hann haft fyrir sið á hinum reglulegu spássitúrum sínum um bæinn að heilsa þeim sem hann mætir, þótt hann þekki alls ekkert til þeirra. Góðan daginn, segir hinn kurteisi og dagfarsprúði rithöfundur, hátt og snjallt við ókunnuga. Bærinn hefur venjulega verið fullur af fólki en svo að segja enginn hefur tekið undir kveðju rithöfundar- ins. Það þykir sennilega ekki fullkomlega eðlilegt að sýna ókunnugum áberandi umhyggju og hlýju í mannmargri borg. Á síðustu vikum hefur rithöf- undurinn verið að upplifa nokkuð alveg nýtt. Vegna samkomubanns hefur fámenni verið í miðbænum en nær allir þeir ókunnugu einstaklingar sem hann mætir taka nú undir kveðju hans og veifa meira að segja sumir til hans. Um daginn fór rithöfundurinn í lengri göngu en venjulega, alla leið út í Gróttu. Þar voru margir á göngu, rétt eins og hann sjálfur. Það lá áberandi vel á öllum. Rétt er að taka fram að allt þetta glaðlega fólk hélt ákveðinni fjarlægð en kinkaði um leið vingjarn- lega kolli til þeirra sem voru í tveggja metra fjarlægð- inni. Rithöfundurinn hitti þarna áttræða konu sem var afskaplega lukkuleg með lífið og ekki hrædd við kórónaveiruna sem svo margir skelfast. Mikið er þetta góður dagur, sagði hún við rithöfundinn sem jánkaði því og síðan kvöddust þau kurteislega. Rithöfundurinn er ekki einn um að koma auga á það að fjölmargir sýna nú ókunnugum meiri hlýju en áður. Fólk á göngu heilsast og brosir uppörvandi. Skilaboðin sem það sendir eru: Við erum öll í þessu saman og við munum komast í gegnum þetta. Rithöfundurinn hefur ekki breytt lífi sínu að ráði, þrátt fyrir hremmingar sem kórónaveiran hefur framkallað. Hann er fremur einrænn og hinir einrænu þurfa ekki að breyta högum sínum svo mjög, enda kunna þeir allra best við sig heima hjá sér. Rithöf- undurinn er heima að lesa og skrifa og fer svo í sína göngutúra og sýnir fólki sem hann mætir hlýju með vinalegri kveðju. Þannig líf á einstaklega vel við hann. Á tímum kórónaveirunnar er sannarlega hætta á auknu heimilisofbeldi og andlegri vanlíðan. Um leið má ekki gleymast að á tímum eins og þessum eru þess einnig fjölmörg dæmi að einstaklingar sýni sam- kennd, hlýju og umhyggju í mun meiri mæli en áður. Alla þessa eiginleika er hægt að sýna á tímum þar sem fólki er sagt að halda fjarlægð frá öðrum. Um leið er þetta falleg baráttuaðferð á erfiðum tímum. Hún sigr- ar ekki kórónaveiruna en gerir veröldina þó aðeins betri og notalegri. Og við þurfum á því að halda. Göngutúrinn Við væntum þess öll, og vonum innilega, að bráð-lega verði hið versta yfirstaðið í Covid-faraldr-inum. Vissulega er brekkan brött, við stöndum í þeirri öfundsverðu stöðu að geta byrjað að létta af tak- mörkunum, eftir þrjár vikur, ef allt gengur að óskum. Allir eru að gera sitt besta. Við horfum á hvað þessi veira gerir því að hún er óvissuþátturinn. Og hvað gerir hún nú? Mun hún leggjast í dvala eða koma upp aftur og aftur? Við vitum það ekki. Nú þegar tilfellum af smiti fer fækkandi þá þurfum við að huga hratt að því hvern- ig við getum komið Íslandi aftur í gang. Þess vegna þurfum við að vera viðbúin öllu og erum að vinna að efnahagsaðgerðum nr. 2. Norðurlöndin hafa hvert um sig farið sína leið í við- brögðum en á flestan hátt erum við á sömu braut. Öll byggja Norðurlöndin aðgerðir í sóttvörnum á besta mati fagfólks og stefna Norðurlandanna til að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf hefur verið fumlaus og skýr. Norðurlöndin hafa líka átt náið samráð sín á milli. Þar búum við Íslendingar að því að hafa þar til um síðustu áramót verið í formennsku í Norrænu ráðherra- nefndinni þar sem ég leyfi mér að fullyrða að okkur hafi tekist að blása lífi og krafti í norrænt samstarf með áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Norræna sam- starfið heldur nú áfram en við gjörbreyttar aðstæður. Eitt af því mikilvægasta fram undan er að opna landamæri og koma samgöngum aftur í samt lag. Vöru- flutningar hafa sem betur fer haldið áfram, öfugt við fólksflutninga. Ferðaþjónustan hefur nánast stöðvast. Við ætlum okkur að koma þessari grundvallaratvinnu- grein aftur af stað og það mun krefjast útsjónarsemi og úthalds. Margt bendir til þess að veröldin muni opnast í skrefum. Þá kann það að gerast að nærsvæðin – í okkar tilviki Norðurlöndin og vestnorræna svæðið – opnist fyrst. Kannski verður þróunin sú að ferðalög og við- skipti milli Norðurlandanna muni aukast umtalsvert á næstum misserum, því á milli okkar ríkir traust og samstaða. Þar skiptir samstarfið við Norðurlöndin miklu máli. Samráð á Norðurlöndum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráð- herra Norður- landa 20% afsláttur Oakley-umboðið á Íslandi Hlauparar: Arnar Pétursson og Hulda Guðný Kjartansdóttir. DAGAR Í OPTICAL STUDIO Finnskir dagar Skipuleggjendur hátíða í sumar klóra sig nú blóðuga í höfðinu yfir hvernig megi takmarka þær við tvö þúsund manns. Búið er að blása af Mexíkóska daga og Eyjamenn eru farnir að biðla til ráðherra dagatalsmála um að færa verslunarmannahelgina fram í október. Hugmyndir eru um að skipta hátíðunum niður á nokkra daga, eins og Fiskidagurinn fyrsti og annar í Mýrarbolta. Vesturbæingar fá 17. júní, Grafarvogsbúar 19. júní. Eigendur gufubaða eru hvattir til að halda Finnska daga. Á Akureyri verður hátíðin Ein með engum og Sæludagar teygðir upp í Sæluvikur. Helgi Björns tæklar Menningarnótt. Ekki sama hvaðan Fjölmiðlar hér á landi hafa síðustu ár veigrað sér við að hvetja einstaklinga sem liggja undir feldi til að gefa kost á sér í kosningum. Á þessum vettvangi í gær var gerð undantekning á því þegar Guðmundur Franklín Jónsson, netheimaspekingur á Útvarpi Sögu, var eindregið hvattur til að bjóða sig fram til forseta. Af einhverjum ástæðum fór hvatningin öfugt í hann. Guð- mundur vill frekar fá stuðning frá fyrirbærum eins og „Q-Anon Iceland“ sem telur að Bill Gates sé að eltast við heimsyfirráð með því að dreifa kórónaveirunni. Það er greinilega ekki sama hvaðan stuðningurinn kemur. arib@frettabladid.is 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.