Fréttablaðið - 18.04.2020, Page 2

Fréttablaðið - 18.04.2020, Page 2
Sú aðgerð kostar ríkissjóð ekki krónu en gæti hjálpað til að fá stór verkefni til landsins. Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda Veður Sunnan 10-18 í dag og rigning, en áfram þurrt norðaustanlands. Snýst í norðan 3-8 á norðvestan- verðu landinu seint í dag með slyddu eða snjókomu og kólnar á þeim slóðum. Hiti 3 til 10 stig. SJÁ SÍÐU 36 Mikið fjör á matarmarkaði Reykjavík Street Food skellti upp matarmarkaði á bílaplaninu við Menntaskólann í Kópavogi í gær. Fólk f lykktist að og gæddi sér á þeim gómsæta mat sem var í boði. Matarbílar frá fyrirtækinu verða staðsettir við Árbæjarlaug í dag og svo víðs vegar um bæinn næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ekki er rétt sem sagði í blaðinu í gær að einn starfsmaður þjóðgarðsins á Þingvöllum hefði smitast af COVID-19, heldur hafði viðkomandi orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum á þann hátt að lenda í sóttkví án þess að vera smitaður. LEIÐRÉTTING Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN COVID-19 Greint var frá því á vef Landspítalans í gær að einn sjúkl- ingur hefði látist síðastliðinn sólar- hring af völdum COVID-19 sjúk- dómsins sem kórónaveiran veldur. Um er að ræða níunda andlátið af völdum COVID-19 hér á landi. Af þeim sem hafa látist voru sjö á Landspítala, einn á Húsavík og einn í Bolungarvík. Alls hafa 1.754 smitast af COVID- 19 samkvæmt upplýsingum frá því í gær en greindum tilfellum hefur fækkað töluvert síðustu daga. 1.224 hafa náð bata eftir að hafa smitast og eru virk smit 522 talsins. – fbl Níunda andlátið vegna COVID 1.754 hafa smitast af COVID-19 og þar af hafa 1.224 náð bata. KJARAMÁL Félag framhaldsskóla- kennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í gær undir samkomulag við ríkið um breytingar og framlengingu á kjara- samningi. Samningur félaganna rann út í lok mars á síðasta ári en verður nú framlengdur til ársloka. Samkomulagið verður kynnt félagsmönnum á næstu dögum og svo borið undir atkvæði þeirra. Þá lauk í gær rafrænni atkvæða- greiðslu aðildarfélaga BHM sem sömdu nýlega við ríkið. Þrjú félaganna, Félag geisla- fræðinga, Félag íslenskra náttúru- fræðinga og Félag lífeindafræðinga, felldu samningana. Samningurinn var felldur með yfirgnæfandi mun hjá Félagi geisla- fræðinga en rúm 89 prósent kusu gegn honum. Hins vegar var samningur sam- þykktur með 72 til 79 prósentum atk væða hjá Dýralæknafélagi Íslands, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Kjara- félagi viðskipta- og hagfræðinga og Félagsráðgjafafélagi Íslands. – sar FF og FS sömdu til skamms tíma Framhaldsskólakennarar sömdu til áramóta. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR COVID -19 Eins og margar aðrar atvinnugreinar hérlendis hefur kvikmyndagerð orðið illa úti vegna faraldursins sem geisar um heimsbyggðina. Framleiðsla og þróun fjölmargra verkefna hefur stöðvast og þar af leiðandi tekju- streymi. Ef ekkert er að gert er stað- an grafalvarleg fyrir iðnaðinn. Um 60 prósent kvikmynda- framleið enda hérlendis telja sig ekki geta haldið starfi sínu gang- andi lengur en í mánuð vegna skyndilegs tekju miss is. Þetta eru niðurstöður könn unar sem Félag kvik mynda gerðarmanna gerði meðal sinna félagsmanna. Hagsmunaaðilar hafa því sent ráðherrum tillögur í nokkrum liðum um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þessum tíma- bundna vanda. Þær felast meðal annars í því að tryggja af komu verktaka í greininni, styrkja hand- ritagerð og þróun verk efna, hlaupa f járhagslega undir bagga með þeim verkefnum sem voru langt komin þegar far ald urinn hófst, endurgreiða virð is aukaskatt vegna sýninga í VOD-kerfum og ekki síst hækka endur greiðsluhlutfall vegna verkefna í kvikmyndagerð. „Til skamms tíma þá er staðan erfið en við teljum að með þessum aðgerðum skapist mikil tækifæri,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda. Hann segist sannfærður um að kvikmyndagerð geti leikið stórt hlutverk í efnahagslegri upp risu Íslands eftir að COVID-19 faraldur- inn er yfirstaðinn. Þar skipti miklu máli að hækka endurgreiðslur ríkis- ins til kvikmyndagerðar. Lagt er til að end ur greiðslan verði 35 prósent næstu 18 mánuði. „Sú aðgerð kostar ríkissjóð ekki krónu en gæti hjálpað til að fá stór verkefni til landsins,“ segir Kristinn. Slík verkefni skipti þjóðarbúið gríðarlegu máli. „Það er óvíst hvenær ferðamanna- straumurinn til landsins kemst í samt horf. Þá geta stór erlend kvik- myndaverkefni fyllt upp í ákveðið tómarúm,“ segir Kristinn. Hann segir miklar líkur á því að stórir erlendir framleiðendur muni horfa hýru auga til Íslands. „Við höfum staðið okkur vel í baráttunni gegn faraldrinum og hér er endalaus víðátta sem veitir ákveðið öryggi.“ Ekki skemmi fyrir að kvikmynda- gerðarfólk eyði miklum peningum á meðan verkefni eru í vinnslu. „Þetta eru yfirleitt stórir hópar sem dveljast lengi á landinu og eyða háum upphæðum í gistingu, uppi- hald og leigu á margs konar búnaði. Auglýsingagildi þessara verkefna er því mikið og verkefnin halda áfram að gefa af sér eftir að upptökum er lokið,“ segir Kristinn. Hann segir að viðbrögð ráða- manna hafi einkennst af jákvæðni og áhuga en tíminn sé af skornum skammti. „Þessar aðgerðir þarf að ráð ast hratt í. Bæði aðgerðir til þess að hjálpa þeim sem starfa í þessum geira sem og að koma fljótt út skila- boðum um hækkaða endurgreiðslu. Þannig getum við barist til að fá þessi stóru verkefni til landsins,“ segir hann. bjornth@frettabladid.is Mikil tækifæri þrátt fyrir að staðan sé erfið Íslenskir kvikmyndaframleiðendur hvetja ríkisstjórnina til að bregðast hratt við og fjárfesta myndarlega í íslenskri kvikmyndagerð. Formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tækifæri í greininni þrátt fyrir vanda. Kristinn segir stjórnvöld þurfa að bregðast hratt við til að grípa tækifærin. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.