Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 8
Þeim virðist verða
ágengt í málflutn-
ingi sínum.
Ónefndur breskur erindreki
K JARAMÁL Nýr kjarasamningur
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
(FÍH) og samninganefndar ríkisins
var undirritaður þann 10. apríl síð-
astliðinn en þá höfðu hjúkrunar-
fræðingar verið samningslausir í
rúmt ár. Samningurinn, sem á að
taka gildi frá aprílbyrjun á þessu
ári til loka mars árið 2023, felur
meðal annars í sér launahækkun
samkvæmt Lífskjarasamningnum
um 17 þúsund krónur á þessu ári,
ákvæði um nýja launatöflu, endur-
skoðun stofnanasamninga og
hækkun desember- og orlofsupp-
bótar.
Þá felur samningurinn einnig í
sér ákvæði um styttingu vinnuviku
hjúkrunarfræðinga og umbreytingu
verðmæta í vaktavinnu. Fari svo að
samningurinn verði samþykktur
verður vinnuvika hjúkrunarfræð-
inga 36 klukkustundir í stað 40
stunda. Í kynningu á samningnum
sem send var félagsmönnum kemur
fram að til að hámarksstytting náist
verði „grein um matar- og kaffitíma
óvirk. Þó verður áfram heimilt að
matast en ekki er um formlegt hlé
að ræða.“
Mikil óánægja ríkir meðal hjúkr-
unarfræðinga vegna nýja samnings-
ins og hefur skapast um hann mikil
umræða á samfélagsmiðlum. Óánægj-
an snýr meðal annars að ákvæði um
styttingu vinnuvikunnar á kostnað
matar- og kaffitíma og er það upp-
lifun margra innan stéttarinnar að
eitt ákvæði sé selt fyrir annað.
Guðlaug Pálsdóttir, formaður
FÍH, segist hafa orðið vör við
óánægju félagsmanna sinna en
segir hana á misskilningi byggða.
Hún segir að hafist hafi verið handa
við að kynna samninginn fyrir
félagsmönnum og að hún vonist til
að þannig takist að vinda ofan af
þeim misskilningi.
„Við sáum strax mikil viðbrögð,“
segir Guðbjörg. „Það var í rauninni
allt endurskoðað við gerð samnings-
ins þannig að fólk verður auðvitað
að horfa á þennan samning með
öðrum augum og setja upp ný gler-
augu því að stytting vinnuvikunnar,
matar- og kaffitímar eru ekki einu
verðmætin í þessum samningi,“
bætir hún við.
Verði samningurinn samþykktur
tekur ákvæði um stytta vinnuviku
ekki gildi fyrr en 1. maí á næsta ári.
Óánægja ríkir meðal hjúkrunar-
fræðinga um það hversu langan
tíma muni taka að virkja ákvæðið
en Guðbjörg segir ferlið f lókið.
„Þetta skref sem verið er að taka í
styttingu vinnuvikunnar er stærsta
skref sem hefur orðið á vinnumark-
aði í yfir 40 ár og það er sérstaklega
f lókið hjá vaktavinnufólki. Þess
vegna tekur það ekki gildi fyrr en að
svo löngum tíma liðnum. Það þarf
að vinna mikla undirbúningsvinnu
svo þetta sé hægt,“ segir Guðbjörg.
Á samfélagsmiðlum hafa ómað
raddir hjúkrunarfræðinga sem tala
um skert málfrelsi þegar kemur að
nýja samningnum og að tilmæli
FÍH hafi verið þau að ræða ekki
samninginn opinberlega. Guðbjörg
segir að félagsmenn hafi einungis
verið beðnir um að halda trúnaði
um samninginn við aðra hjúkr-
unarfræðinga. „Þetta er enn einn
misskilningurinn,“ segir Guðbjörg.
„Í kynningarmyndbandi um
samninginn sem birt var á læstu vef-
svæði bið ég fólk að virða trúnað við
aðra hjúkrunarfræðinga um þennan
samning svo stéttin fái kynningu á
honum áður en hann fer út í sam-
félagið, ég kannast ekki við að það sé
einhver þöggun í gangi,“ segir hún.
Samningurinn var opinberaður
félagsmönnum FÍH síðasta mið-
vikudag og kynntur félagsmönn-
um á fimmtudag. Kosið verður um
samninginn í næstu viku.
birnadrofn@frettabladid.is
Óánægja með nýjan kjarasamning
Kosið verður um kjarasamning hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Óánægja hefur skapast um samninginn meðal hjúkrunarfræð-
inga sem segja vegið að áunnum réttindum og að beint hafi verið til þeirra tilmælum um að ræða samninginn ekki opinberlega.
Hjúkrunarfræðingar hafa verið án kjarasamnings í rúmt ár. Kosið verður
rafrænt um nýjan kjarasamning þeirra í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu
Grafarvogi Reykjavík
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700
milli 8:00 og 16:00 virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða
sendið fyrirspurn á netfangið sveinn@eir.is
Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir
Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík.
Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík.
Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík.
• Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri
aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn
geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
UTANRÍKISMÁL Nýuppgötvuð gögn
frá Þjóðskjalasafni Bretlands sýna
að Íslendingar beittu sér í Afríku og
Asíu á tímum þorskastríðanna og
sögðust vera beittir „nýlendumis-
notkun“. Breska dagblaðið Express
fann gögnin, þar sem breskir erind-
rekar lýsa baráttu sinni við Íslend-
inga í þessu áróðursstríði.
Vitnað er í breskan erindreka sem
sat sem áheyrnarfulltrúi á fundi vís-
indanefndar Afríkusamtakanna
(sem ekki eru lengur til) árið 1972
í borginni Ibada í Nígeríu. Á þeim
fundi hafi íslenskur áheyrnarfull-
trúi náð vel til Afríkumannanna.
„Þeir (Íslendingarnir) hafa haldið
því hér fram að þeir séu að verða
fyrir sams konar nýlendumis-
notkun og lönd Afríku og Asíu hafa
orðið fyrir áður,“ og bætir við: „Þeim
virðist verða ágengt í málflutningi
sínum.“
Í gögnunum kemur einnig fram
að Íslendingar hafi fyrirhugað að
senda erindreka á fund sameigin-
legrar lögfræðilegrar ráðgjafa-
nefndar Afríku og Asíuríkja í Lagos,
þáverandi höfuðborg Nígeríu.
Þorskastríðin voru þrjú og eru
þessi gögn frá upphafi annars
stríðsins, 1972 til 1973. Þá færðu
Íslendingar fiskveiðilögsöguna í 50
sjómílur og skipstjórar varðskipa
hófu að nota vírklippurnar frægu á
breska togara.
Á þessum tíma litu Bretar á
Alþjóðadómstólinn í Haag sem
hinn rétta vettvang til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri en
samkvæmt gögnunum töldu þeir sig
verða að bregðast við áróðri Íslend-
inga á öðrum vígstöðvum með því
að senda eigin fulltrúa.
Það hafi hins vegar gengið illa
því að nýlenduspilið hafi virkað vel
gagnvart ýmsum Afríku- og Asíu-
ríkjum, sem mörg hver höfðu eigin
hagsmuni af útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar. Þessar þjóðir hafi einn-
ig talið alþjóðahafréttarsamninga
aðeins hannaða fyrir stóru siglinga-
þjóðirnar, eins og til dæmis Breta.
Fram kemur í gögnunum að í Afríku
töldu Bretar líklegast að ná eyrum
ráðamanna í Zaír (nú Kongó), Gana
og Fílabeinsströndinni. – khg
Ísland beitti nýlenduspili
óspart í áróðursstríði
Íslendingar klipptu net breskra togara í þorskastríðinu. MYND/BJARNLEIFUR
Ég kannast ekki við
að það sé einhver
þöggun í gangi.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð