Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 10
Ég hef lagt mikinn
metnað í að veiði-
bækur Sandár séu réttar og
snyrtilega færðar.
Arthur Bogason,
formaður veiði-
félagsins Þistla
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn spáir því að
landsframleiðsla Bretlands
skreppi saman um 6,5
prósent en eftirlitsstofnun
fjármálaráðuneytisins spáir
13 prósenta samdrætti
hagkerfisins á þessu ári.
BREXIT Þó að gervöll heimsbyggðin
sé að kljást við voveiflega drepsótt
og efnahagslegar hamfarir sem
fylgja henni, atvinnuleysi rjúki
upp, fólk sé lokað inni á heimilum
sínum og samgöngur milli landa
liggi niðri, þá er eitt mál sem
stoppar ekki. Brexit. Jafnvel þó að
Evrópusambandslöndin og Bret-
land séu þau sem verst hafa orðið
úti, og Boris Johnson sjálfur sé
nýkominn af gjörgæsludeild. Samn-
ingaviðræður munu halda áfram á
miðvikudag og Johnson heldur fast
við sína tímatöflu. 2020 verður árið
sem samningarnir verða að nást.
Bretland yfirgaf formlega Evr-
ópusambandið í lok janúar en
framtíðar viðskipta- og réttinda-
sambandið er enn á huldu. Margir
skýrendur hafa sagt ómögulegt að
ná samningum á innan við einu ári,
en um áramótin lýkur svokölluðu
aðlögunartímabili. Ýmis deilumál
eru uppi og einn mesti hnúturinn
að leysa er fiskveiðideilan og um
hana hverfðist umræðan í janúar
og febrúar, áður en COVID-19 setti
viðræðurnar á frest.
Ekki var annað hægt en stöðva
viðræðurnar í einhvern tíma því
ríki heimsins þurftu að gera neyð-
arráðstafanir. Þá veiktust einnig
bæði Johnson og Michel Barnier,
aðalsamningamaður Evrópusam-
bandsins. Johnson er kominn af
gjörgæsludeild og Barnier er nú
fyrst að ná sér eftir mánaðarlöng
veikindi.
Hvað Evrópusambandið varðar
þurfa ekki að nást samningar
á þessu ári. Bretar mega sækja
um frest, til annaðhvort eins eða
tveggja ára, en hafa til júníloka til
þess að sækja um hann. Þrátt fyrir
ástandið sem nú ríkir, beggja vegna
Ermarsundsins, tilkynnti nýr fjár-
málaráðherra Bretlands, Rishi
Sunak, á þriðjudag að ekki yrði sótt
um slíkan frest.
Meira að segja hörðustu Brexit-
sinnar í Bretlandi bjuggust við því
að landið myndi taka á sig einhvern
efnahagslegan skell eftir útgöng-
una. En nú er ljóst að svartsýnustu
Brexit-spár eru dropi í hafið miðað
við tollinn sem COVID-19 tekur af
landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn spáir því að landsframleiðslan
skreppi saman um 6,5 prósent en
eftirlitsstofnun fjármálaráðuneyt-
isins spáir 13 prósenta samdrætti
hagkerfisins á þessu ári. Búist er
við því að allt að tvær milljónir
Breta verði atvinnulausar, eða 10
prósent landsmanna. Þá er óvissan
um rénun faraldursins gríðarleg.
Viðræðurnar hefjast að nýju
með þremur fjarfundum, 20. apríl,
11. maí og 1. júní. Stefnt er á að Boris
Johnson og Ursula von der Leyen,
forseti framkvæmdastjórnar ESB,
fundi síðan á ráðstefnu um miðjan
júní.
Óvíst er hvaða áhrif faraldur-
inn hefur á viðræðurnar en óum-
flýjanlegt er að hann geri það með
einhverjum hætti. Margir telja að
Bretar muni sækja um frest, þrátt
fyrir yfirlýsingarnar, og það er það
sem hörðustu Brexit-sinnar á borð
við Nigel Farage óttast mest og vara
við. kristinnhaukur@frettabladid.is
Brexit komið aftur í gang eftir
veikindi samningamanna
Viðræður eru að hefjast á ný á milli Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðar viðskipta- og rétt-
indasamband. Bretar segjast ekki ætla að sækja um frest í sumar en margir búast við því vegna COVID-19
faraldursins og tafa á viðræðum. Bæði Boris Johnson og Michel Barnier veiktust illa af veirunni.
Johnson flutti ávarp til bresku þjóðarinnar eftir að hann var útskrifaður af gjörgæsludeild. MYND/EPA
Deit í kvöld?
Heima í stofu! Allt fyrir
ostaveisluna eða
kósý kvöldið hjá
okkur!
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
STANGVEIÐI „Þeir sem ekki þekkja
til draga þá ályktun að Þistlar séu
annaðhvort að pukrast með upp-
lýsingar eða óreiðan alger. Ekkert
er fjær sanni,“ segir Arthur Boga-
son, formaður Veiðifélagsins Þistla
sem hefur haft laxveiðiána Sandá í
Þistilfirði á leigu frá árinu 1964.
Ekki er rétt sem kom fram í blað-
inu á fimmtudag að veiðitölum úr
Sandá í Þistilfirði hefði ekki verið
skilað til Veiðimálastofnunar árin
2016 til 2018. Í fréttinni var byggt á
upplýsingum á vef Landssambands
veiðifélaga sem Arthur kveður ekki
réttar, veiðitölum hafi verið skilað
inn fyrir fyrrgreind ár eins og öll
önnur ár.
„Ég hef lagt mikinn metnað í
að veiðibækur Sandár séu rétt og
snyrtilega færðar. Auk þess hef ég
haldið utan um gagnagrunn með
hverjum einasta laxi sem færður
hefur verið til bókar frá árinu
1964 ásamt öllum upplýsingum
um hvern fisk. Ég veit ekki um
neinn hliðstæðan gagnagrunn um
íslenska veiðiá og efast um að mörg
dæmi séu yfirleitt til,“ segir Arthur
og upplýsir að fjöldi veiddra laxa
í Sandá frá árinu 1964 sé 13.589
fiskar. – gar
Nærri fjórtán
þúsund laxar í
tíð Þistla
Sandá hefur verið í leigu Þistla frá
árinu 1964. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð