Fréttablaðið - 18.04.2020, Page 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Nei, hann
notar það
sem hann
veit að mest
svíður
undan og
skjótvirkast
er; peninga.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Það hefur löngum verið sagt að jafnvel þó aðeins þarlendir kjósi forseta Bandaríkjanna, skipti það heimsbyggðina alla máli hvernig þeir ráðstafa atkvæði sínu.Óhætt er að segja að kjósendum þar í landi
hafi tekist betur upp í forsetavalinu en varð nú síðast.
Kostirnir voru svo sem heldur ekki neitt sérstakt
fagnaðarefni. Og ekki bendir til að breyting verði á því í
næstu kosningum sem verða á hausti komanda.
Það er fátt sem leiðir betur í ljós hæfni manna og
færni en þegar á móti blæs. Víða um veröld er nú
stiginn krappur dans við veiruna sem ólmast yfir
lönd og höf. Ekki aðeins er glímt við heilbrigðisógn af
hennar völdum heldur efnahagslegar afleiðingar þess
að slökkva á heiminum um hríð. Þær hamfarir eru
ófyrirsjáanlegar og fjarri því að öll kurl séu komin til
grafar í þeim efnum.
Bandaríkjamenn hafa mátt þola þungar búsifjar
vegna þessa alls. Mannfall þar af völdum veirunnar er
ótrúlegt og sjá má myndir í fjölmiðlum þar sem látnir
eru grafnir í fjöldagröfum í tugavís í senn. Kælivagnar
flutningabifreiða fullir af líkum og heilbrigðiskerfið
komið yfir þolmörk.
Á það hefur verið bent í fjölmiðlum að forseta Banda-
ríkjanna hefði mátt vera ljóst í hvað stefndi í byrjun
árs. Svo virðist sem þau varnaðarorð hafi verið hunsuð
í Hvíta húsinu og í stað þess að efla viðbúnað gerði for-
setinn lengi vel ítrekað lítið úr vánni sem að steðjaði.
Þegar svo gagnrýnisraddir magnast eru viðbrögðin
þau að skella skuldinni á það eina verkfæri sem þjóðir
heims reiða sig á varðandi samstillingu aðgerða milli
landa og heimsálfa, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.
Ekki virðist forsetanum duga að gagnrýna eða jafnvel
hallmæla. Nei, hann notar það sem hann veit að mest
svíður undan og skjótvirkast er; peninga. Skrúfar fyrir
fjárframlög til stofnunarinnar rétt þegar mest á ríður
að hún haldi starfsemi sinni sem mestri og virkastri. Á
meðan standa eigi fyrir úttekt á „slælegum viðbrögð-
um við veirunni og yfirhylmingu á útbreiðslu hennar“
eins og fram kom í ávarpi forsetans í vikunni. Þjóðar-
leiðtogar víða um heim hafa keppst við að lýsa óánægju
sinni með þessa ákvörðun. Nú væri nær að gera hið
gagnstæða, efla og styrkja stofnunina í baráttunni.
Auðvitað er Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki
hafin yfir gagnrýni og vafalaust margt þar innan veggja
sem lagfæra má, en þetta er ekki rétti tíminn, í miðjum
heimsfaraldri, að lama starfsemina. Vafalaust munu
menn þegar þetta allt er um garð gengið rýna öll við-
brögð og vinnuferla og lagfæra það sem úr lagi hefur
gengið.
Bandaríkin hafa um langa hríð tekið sér stöðu sem
lögregla heimsins, haft afskipti af ófriði í fjarlægum
heimsálfum og þóst vera þess umkomin að stilla til
friðar og leiða mál til lykta, jafnvel með hernaði.
Það er því sérkennileg afstaða forsetans að grípa til
aðgerða sem til þess eru fallnar að lama baráttu þjóða
heims við kórónavánni. Allt ber það keim af skamm-
tíma- og sérhagsmunum þess sem stefnir brátt á sitt
annað kjörtímabil sem einn valdamesti maður heims.
Þrátt fyrir axarsköftin virðist fátt geta breytt því að
sú verði niðurstaðan.
Axarskaft
Síðasta haust fór frétt um heiminn sem eldur í sinu: „Konur eru að deyja að óþörfu,“ var fyrir-sögnin. Fréttin fjallaði um niðurstöður nýrrar
rannsóknar Bresku hjartasamtakanna sem sýndi
að á tíu ára tímabili hefðu 8.000 konur látið lífið að
óþörfu í Englandi í kjölfar hjartaáfalls. Ástæðan var
gamalgróin mýta. „Það hefur aldrei gengið betur að
meðhöndla hjartaáföll,“ sagði dr. Sonya Babu-Nara-
yan, yfirsérfræðingur samtakanna. „En konur deyja
nú að óþörfu vegna þess eins að hjartaáföll eru álitin
karlasjúkdómur.“ Leiddi misskilningurinn til mis-
mununar við sjúkdómsgreiningu, meðferð, umönnun
og eftirfylgni.
Hjartaáföll eru ekki eini kvillinn sem kenndur hefur
verið við karlkynið konum til miska. Í vikunni var
sýnd á RÚV heimildarmyndin Að sjá hið ósýnilega.
Myndin fjallar um konur með einhverfu, líf þeirra og
reynslu. Í myndinni kom fram að stúlkur fá gjarnan
seint greiningu á röskuninni sem hefur neikvæð áhrif
á heilsu þeirra, líðan og lífsgæði. Ástæðan kann að vera
sú sama og þegar kemur að konum og hjartaáföllum.
Samkvæmt Francesca Happé, sérfræðingi í einhverfu
við King’s College háskólann í London, hefur einhverfa
verið ranglega álitin „karlmannskvilli“. „Konur eru
annaðhvort ekki greindar eða ranglega greindar,“ sagði
Happé í nýlegu viðtali.
Karlmenn virðast útgangspunktur alls í veröld-
inni. Konur fylgja í kjölfarið, aukaafurð eins og Eva
sem hent var saman í hálfkæringi úr rif beini Adams.
Dæmin eru mýmörg:
n Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr
sjaldnast höfð með.
n Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu
á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur
körlum en aðeins tveimur konum.
n 47% meiri líkur eru á að kona slasist alvarlega í
árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru
hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi.
n Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum
kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar
rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabba-
meinsvaldandi efna á snyrtistofum sem nagla-
snyrtar anda að sér í miklum mæli.
n Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru
hönnuð til að vernda karla.
n 70% meiri líkur eru á að raftæki Google Home skilji
karlmannsrödd en kvenmannsrödd.
n Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita
John en styttur af konum.
X-litningurinn
Allt frá litlu hlutunum yfir í þá stóru er heimurinn
hugsaður út frá sjónarhóli karlkynsins. „Það sem við
teljum okkar vita um einhverfu út frá rannsóknum
er í raun aðeins það sem við vitum um einhverfu hjá
körlum,“ sagði Happé í fyrrnefndu viðtali.
Það hillir þó undir breytingar. Veröldin glímir nú
við pestarfaraldur. Tölfræðin sýnir að karlar eru lík-
legri til að látast af völdum kórónaveirunnar en konur.
En hvers vegna? Það veit enginn fyrir víst. En fyrir
helbera tilviljun kom út ný bók í miðri farsóttinni sem
kann að luma á svari. Bókin ber hinn ögrandi titil:
Betri helmingurinn – um erfðafræðilega yfirburði
kvenna. Í bókinni leitast læknirinn Sharon Moalem
ekki aðeins við að hrekja rótgrónar mýtur um að
konur séu veikara kynið heldur sýna fram á að þær
séu í raun sterkara kynið: Konur lifa lengur en karl-
menn; konur eru með sterkara ónæmiskerfi en karl-
menn; líkami kvenna er betri til að kljást við vírusa,
sýkingar og krabbamein; konur lifa fremur af farsóttir
og hungursneyð; konur sjá f leiri liti en karlar.
Skýringuna á hæfni kvenna til að lifa af telur
Moalem vera X-kynlitninginn: Karlar hafa aðeins
einn en konur hafa tvo. Hvetur hann til þess að lækna-
vísindin hætti að hunsa líffræðilega velgengni kvenna
og reyna þess í stað að beisla hana í baráttunni við að
bæta hæfni mannkynsins alls til að lifa af. Að sjá hið
ósýnilega getur nefnilega verið öllum til góðs.
Sterkara kynið
Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is
Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja
1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN