Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 17

Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 17
ákveðinn tíma (30 sekúndur) og ef það er ekki augljós rangstaða þá á sóknarmaðurinn að njóta vafans. Elvar Geir Magnússon ritstjóri fótbolti.net Eina sem fer í taugarnar á mér er að opinbera ekki uppbótartíma á vellinum. Færð bara að vita hvað tímanum líður ef þú ert heima í stofu en ekki ef þú mætir á völlinn. Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurfrétta Róttækasta hugmyndin mín væri að senda menn í 10 mínútna kælingu fyrir gult spjald. Við reyndum þetta í austfirsku utandeildinni fyrir nokkrum árum, með góðum árangri að mínu viti. Ég held að þetta fækki taktískum brotum og nær útrými kjaftbrúkinu. Það er enginn að fara að afla sér óvinsælda liðsfélaganna fyrir að hafa ergt dómarann með þeim afleiðingum að liðið fékk á sig sigurmark meðan hann var í kælingu. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA Það fyrsta sem þér dettur í hug er tímaregla á innköst/horn. Þegar leikmaður liðs hefur fengið boltann í hendurnar þá hefur leikmaður max 10 sekúndur til að koma bolta í leik. Ef það tekst ekki fær andstæðingurinn boltann. Þetta myndi tryggja að boltinn væri meira í leik, auk þess kæmi þetta í veg fyrir leiðinlegar leiktafir sem við sjáum því miður allt of mikið í dag. Burtu með þetta og áfram með leikinn. Dagur Sveinn Dagbjartsson starfsmaður KSÍ Ef ég væri alráður og gæti breytt reglum leiksins, þá myndi ég breyta þegar dómarinn f lautar aukaspyrnu eða vítaspyrnu, þá mega leikmenn í brotlega liðinu ekki snerta boltann og eiga að láta hann vera. Sams konar regla og er í handbolta og körfubolta. Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi markakóngur VAR í núverandi mynd er engan veginn að ganga. Allavega ekki á Englandi. Það tekur of langan tíma að komast að niðurstöðu og niður- staðan er enn þá háð geðþótta. Og ef VAR er komið til að vera, þá þarf að breyta rangstöðureglunni. Þetta ætti að vera ferli sem fær bara Sími: 8981000 www.efnisveitan.is www.facebook.com/efnisveitan ENDURNÝTUM & SPÖRUM Efnisveitan miðlar fyrir fyrirtæki og stofnanir Heimaskrifstofa Fundarborð 10 manna 28.000 kr. (án vsk.) 34.720 kr. (m. vsk.) 20.000 kr. (án vsk.) 24.800 kr. (m. vsk.) 75.000 kr. (án vsk.) 93.000 kr. (m. vsk.) 13.000 kr. (án vsk.) 16.120 kr. (m. vsk.) 35.000 kr. (án vsk.) 43.400 kr. (m. vsk.) 30.000 kr. (án vsk.) 37.200 kr. (m. vsk.) Fyrir vinnustaðinn eða heimaskrifstofuna Skrifborð • Stólar • Fundarborð • Rafmagnsskrifborð • Skúffuskápar • Hillur og margt fleira Kynntu þér úrval og verð á www.efnisveitan.is ÓDÝR NOTUÐ SKRIFSTOFUHÚSGÖGN! Alex Ferguson var tímavörður af guðs náð og stýrði upp- bótartímanum með glæsibrag. Uppbótartím- inn er þó ekki gefinn upp á vellinum, aðeins heima í stofu. Gylfi Sigurðsson ræðir við dómarann. Kannski vill hann breyta einhverju. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.