Fréttablaðið - 18.04.2020, Qupperneq 21
þyrmandi. Það verða svo skörp skil í
öllu, sama hvort það er áþreifanlegt
eða tilfinning inni í manni.
Við höfðum aðstöðu síðustu vik-
una á Barnaspítalanum þar sem við
gátum verið allan sólarhringinn.
Það gaf manni meira að fá að vera
í næsta herbergi en að fara heim.
Helst vildi ég bara sofa við hlið hita-
kassans allan tímann.“
Þremur dögum eftir að Ásthildur
var sett á líknandi meðferð þurftu
foreldrar hennar að kveðja hana.
Alma og barnsfaðir hennar völdu
nafnið Ásthildur á dóttur sína.
„Nafnið passaði þessari litlu val-
kyrju sem gaf af sér alla þessa ást.
Þetta er stórt og mikið nafn sem
sæmir henni fullkomlega.“ Foreldr-
arnir fengu góðan tíma til að kveðja
og segir Alma það hafa verið henni
mjög mikilvægt. „Ég fann fyrir
miklum kærleik og virðingu frá
starfsfólkinu og það hjálpaði mér.
Erfiðar tilfinningar gerðu vart við
sig eftir missinn. „Ég var endalaust
að kenna mér um, það tók mig mjög
langan tíma að hætta að kryfja og
spyrja. Vigfús Bjarni sjúkrahúss-
prestur nálgaðist mig á réttan hátt
og myndaði frekar vinasamband
við mig heldur en sem prestur og
skjólstæðingur. Ég fékk að leita
til hans lengi og það hjálpaði mér
gríðarlega við að leysa þær hugs-
anavillur sem yfirtóku oft skyn-
semina.“
Ískaldur veruleikinn
„Þegar ég var enn inni á vökudeild
fannst mér ég hafa tilgang. En þegar
ég svo var komin heim án hennar
var enginn tilgangur. Þá tók ískald-
ur veruleikinn við. Hún lifði í sex
vikur svo þegar ég kom heim hefði
ég í raun enn átt að vera ólétt, komin
34 vikur. Það var sumar og allt svo
fallegt og allir í svo góðu skapi, sem
passaði ekkert við minn raunveru-
leika.“
Ásthildur lést þann 26. júlí og
segir Alma lok sumarsins og haust-
ið allt vera í móðu. „Ég gat ekki gert
neitt, það var allt svo dofið og skrít-
ið. Eftir á að hyggja hefði ég ekki
einu sinni átt að keyra bíl. Skynfær-
in voru brengluð og mér fannst ég
eiga að vera að sinna barninu mínu.
Ég einsetti mér þó að hafa eitthvað
fyrir stafni og hafði gríðarlega þörf
fyrir að fara að leiðinu hennar og
hafa það fínt. Það náði mér fram úr.
Fjölskylda og vinkonur mínar voru
dugleg að koma; gráta með mér og
hlæja með mér og stundum bara
vera.“
Foreldrar Ölmu skiptust á að
gista hjá henni lengi vel og segist
hún ævinlega vera þeim þakklát
fyrir það. „Ég er mjög rík af fólki,
fjölskyldu og vinum.“ Alma segir
það ekki hafa hentað sér að leita til
sálfræðings á þessum tíma heldur
hafi hún þurft að fá að dvelja í sorg-
inni. „Ég eignaðist þessa stúlku og
ég verð alltaf mamma hennar. Mitt
fólk talar um hana og að heyra ein-
hvern segja nafnið hennar gefur
mér rosalega mikið.“
Glasameðferð með gjafasæði
Alma segist strax hafa verið stað-
ráðin í að gefa Ásthildi systkini.
Það hafi þó haft áhrif að vita að
hún væri í áhættuhópi vegna með-
göngueitrunar. „Ég var með góðan
fæðingarlækni sem fylgdi mér allt
ferlið og þegar hún gaf grænt ljós
ákvað ég að fara í það ferli að eignast
annað barn. Þá kom annar skellur.
Bjarkar Sigur átti í rauninni ekki að
geta orðið til,“ segir Alma og er þá
að tala um son sinn sem nú er rúm-
lega 10 mánaða. „Ég fékk þær fréttir
að ég væri haldin óútskýranlegri
ófrjósemi. Það voru í raun litlar sem
engar líkur á því að ég gæti orðið
barnshafandi.
Þetta var mér mikið áfall. En ég
hugsaði að ef ég léti ekki á þetta
reyna myndi ég alltaf sjá eftir því.
Ég lét því slag standa og fór ein í
gegnum glasameðferð með gjafa-
sæði frá Danmörku. Ég sá fyrir mér
að þetta yrði svolítið rómantískt
ferli, ég sæti á sumarkvöldi með
vinkonum og færi í gegnum upp-
lýsingar um mögulega sæðisgjafa.
En raunveruleikinn var ekki þann-
ig, ég fór í gegnum þetta í ákveðinni
örvæntingu, hágrátandi með það
að leiðarljósi að þetta væri hvort eð
er ekkert að fara að gerast. Ég bara
þyrfti að gera þetta til að þurfa ekki
að naga mig í handarbökin alla ævi.“
Lítil en sterk von
Þessu ferli fylgir mikið álag og
kostnaður en Alma segir ekk-
ert annað hafa komið til greina.
„Normið er auðvitað að tveir ein-
staklingar geri þetta saman en það
var hreinlega ekki í boði þarna. Mér
var sagt að ef ég ætlaði að gera þetta
þá væri það núna, ég gæti ekkert
beðið.“
Alma fór í meðferðina með litla
en sterka von og fékk jákvætt svar
f ljótlega eftir. „Það er þó ekkert
sjálfgefið að halda fóstrinu en ég
var ekkert óörugg hvað það varð-
aði. En þegar leið á meðgönguna
fór þessi sterka hugsun um að ég
yrði aftur veik að ná tökum á mér.
En ég var í áhættumæðravernd þar
sem var vel haldið utan um mig. Ég
hafði aðgang að sálfræðingi sem
hjálpaði mér að ná í skynsemina
þegar ég hafði tapað henni. Þegar
ég var komin svipað langt og með
Ásthildi var ég viss um að það sama
myndi gerast. En það gerðist aldrei
og þetta var í raun algjör drauma-
meðganga og mér leið of boðslega
vel líkamlega.“
Hjartað sló aftur eðlilega
Alma var sett af stað á 38. viku
og segist hafa verið orðin mjög
óþreyjufull síðustu vikuna. „Ég var
farin að ímynda mér að ég fyndi
ekki hreyfingar og svo framvegis.
En gangsetningin gekk mjög vel
og mamma og Aldís systir fengu að
vera hjá mér og þetta var dásamleg
upplifun. Hann var 2.850 grömm og
48 cm, mjög nettur.“ Þó að allt hafi
gengið vel var óttinn sterkur og
Alma segist hafa hugsað að nú kæmi
einhver og segði: „Þetta gekk vel en
nú er þetta búið.“ „En auðvitað var
það ekki þannig og ég var umvafin
dásamlegu starfsfólki sem var með-
vitað um mína reynslu. Þegar hann
fékk sólarhringsskoðunina og allt
var í lagi fann ég hjarta mitt slá aftur
eðlilega.“
Alma viðurkennir að áhyggj-
urnar komi enn í sveif lum. „En ég
held ég sé á góðri leið. Síðasta sumar
var yndislegt og ég naut þess gífur-
lega að fá að vera í þessum unga-
mömmufíling. Auðvitað komu
dagar þar sem ég var hrædd um að
eitthvað skelfilegt myndi gerast en
það tekur ekki jafn mikið pláss og
það gerði. Það er svo dásamlegt að fá
að takast á við venjulegar áhyggjur
sem foreldrar hafa. Það eru gífurleg
forréttindi.“
Eins og fyrr segir eignaðist Alma
soninn ein. „Það var ekkert annað í
boði. Ég hafði ekki tíma til að velta
því fyrir mér. En ég er ekkert ein,
ég á fjölskyldu og vinkonur sem
eru mikið með mér. Ég er auðvitað
of boðslega þreytt, með tennisoln-
boga og króníska sinaskeiðabólgu,“
segir Alma og hlær. „En við tvö
þekkjum ekkert annað.
Ég er ekki fyrsta manneskjan sem
gerir þetta ein og þegar kemur að
því að útskýra þetta fyrir honum
þá tek ég þann slag og það er ekk-
ert víst að það verði neinn slagur.
Samfélagið er að breytast og það
sem var normið er ekkert endilega
lengur normið. Hann á góðar karl-
kyns fyrirmyndir og mitt markmið
er að búa honum besta mögulega líf
og ég vona að það takist.“
Ástin sem hafði myndast
Aðspurð um frekari fjölskylduplön
segist Alma ekki hræðast samsettar
fjölskyldur en hún treysti sér ekki
til að ganga með f leiri börn. „Ég
myndi ekki leggja það á mig né
fólkið í kringum mig.
Ég trúði því ekki að ég myndi
verða hamingjusöm á ný. Ég man
eftir að hafa spurt Vigfús Bjarna
hvort líf mitt myndi alltaf vera
svona dofið. Hann sagði ákveðið
nei en ég trúði honum ekki. Ég leit
út um gluggann og sá sólina en fann
ekkert.
Sumarið 2018 fann ég fyrir miklu
tilgangsleysi en svo fór að birta til,
líka vegna þess að ég leyfði því að
gerast. Ég gat ekki farið að eignast
annað barn með það í huga að ég
gæti aldrei orðið hamingjusöm.
Því þurfti ég að vinna í því. Og hann
auðvitað gerir allt betra,“ segir hún
og horfir á son sinn. „Þó ég líti ekki
á barnsmissinn sem sár þá græddi
tilkoma hans hjarta mitt. Ekki að
maður eignist barn í stað þess sem
fór en það gefur svo mikið og maður
vinnur öðruvísi í sorginni. Ég finn
það líka á fjölskyldunni minni og
vinum. Öll gleðin, ástin og feg-
urðin sem honum fylgir. Það er svo
gott að fá að umvefja hann ástinni,
sem þegar var búin að myndast, og
fá útrás fyrir þetta eðli sem er svo
sterkt.“
ÞEGAR ÉG VAR ENN INNI
Á VÖKUDEILD FANNST
MÉR ÉG HAFA TILGANG.
EN ÞEGAR ÉG SVO VAR
KOMIN HEIM ÁN HENNAR
VAR ENGINN TILGANGUR.
Nafn sonarins Bjarkar Sigur er í höfuð beggja foreldra Ölmu.
„Normið er auð-
vitað að tveir
einstaklingar
geri þetta sam-
an en það var
hreinlega ekki
í boði þarna,“
segir Alma
sem eignaðist
son sinn með
gjafasæði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0