Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 26

Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 26
Lilja segir að þau hafi ákveðið þetta með skömmum fyrir-vara og hafi í rauninni verið búin að gera öll páskainnkaup þegar hugmyndum kom upp. „Við ákváðum á miðvikudeginum fyrir páska að elda úr því hráefni sem við áttum til en halda okkur við þemadagana. Venjulega erum við með heimabakaða pitsu á föstu- dögum en við færðum hana yfir á miðvikudag og útbjuggum ítalskt þema. Settum ítalska tónlist á fóninn og fengum okkur rauðvín frá héraði. Venjulega finnum við lagalista á netinu með ákveðnum þemum og látum músíkina hljóma á meðan við eldum og borðum,“ segir hún. Lilja og Valli, eins og hann er kallaður, eru mikið útivistarfólk og þau höfðu ákveðið að fara í skíðaferð vestur um páskana. Þau fara venjulega á fjöll þegar færi gefst en að þessu sinni var ekki í boði að fara vestur á firði. Hug- myndin var að fara á fjallaskíði í Jökulfirði. Þemadagarnir heima urðu að nægja. Og það tókst vel. Lilja og Valli kynntust í göngu- klúbbi og hafa notið þess að deila sameiginlegum áhugamálum. Ferðast venjulega mikið innan- lands með tjald. Hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og hann fjögur svo fjölskyldan er stór þegar allir koma saman. Einn sonur býr heima og var sá eini sem fékk notið þemadaganna um páskana. „Þegar umræðan fór að snúast um að ferðast innanhúss um páskana fórum við að velta fyrir okkur hvað við gætum gert. Okkur datt nú ekkert sniðugt í hug varðandi það að ferðast á milli herbergja,“ segir Lilja. „Þannig að við ákváðum að ferðast bara við eldhúsborðið. Við byrjuðum með Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Áhugamál þeirra falla vel saman, hvort sem það snýst um fjallaferðir, hreyfingu eða mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hrísgrjóna- rétturinn hennar Lóu í Lóuhreiðri. Hér með fiski en í uppskriftinni er kjúklingur. Framhald af forsíðu ➛ Hrísgrjónaréttur Lóu 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 paprika 2-3 gulrætur 6-8 sveppir 1 bolli hrísgrjón 2 bollar vatn 2 msk. karrímauk (curry paste í dós) 1-2 tsk. karrí (sú blanda sem er til hverju sinni) Salt Pipar Smá chilli-mauk, Salam olek (eftir smekk) Olía 1 bakki kjúklingabitar Kjúklingakrydd Kjúklingabitarnir eru kryddaðir með kjúklingakryddinu og eldaðir í ofni við um það bil 200°C eða þar til þeir eru tilbúnir. Á meðan þeir eru að steikjast í ofninum þá gerum við kryddhrís- grjónin. Söxum niður lauk og hvítlauk og látum mýkjast í olíunni á pönnu. Bætum síðan niðurskornum sveppum og gulrótum (má í raun bara vera það grænmeti sem til er hverju sinni) út í og steikjum ítalskt þema á miðvikudeginum og á fimmtudeginum snerum við okkur til Indlands. Við drógum upp dúk sem passaði því þema og klæddum okkur upp í indverskan stíl og vorum berfætt. Síðan var hafist handa við að útbúa ind- verskan rétt frá grunni, naan brauð og tilheyrandi. Við áttum því miður ekki indverskt léttvín en létum duga það sem til var í húsinu. Á föstudeginum langa ákváðum við að kaupa mat frá veitinga- húsinu Von í Hafnarfirði en þeir buðu upp á smalaböku þann dag og við fórum í pöbbarölt á breskri grundu. Dúkurinn var tekinn af borðum enda breskir pöbbar ekki með dúklögð borð. Einnig settum við fyrir gluggana til að fá myrkur inn og kveiktum á kertum. Það var fín pöbbastemming í húsinu og að sjálfsögðu drukkum við bjór með smalabökunni,“ segir Lilja. „Á laugardeginum ákváðum við að hafa íslenskt þema með páska- lambi. Þá var skreytt með íslenska fánanum og hefðbundnu páska- skrauti,“ segir hún. „Páskadagur var síðan spænskur. Þá útbjuggum við dúk á borðið sem var eins og spænski fáninn og elduðum vel kryddaðan fisk. Svo var leikin tónlist frá Spáni,“ segir Lilja en á annan í páskum ákváðu þau að slá af kröfunum og borða afganga. „Það er hægt að gera margt skemmtilegt með það sem til er í ísskápnum hverju sinni. Þemadagarnir okkar voru frábær tilbreyting úr því maður þurfti að vera heima,“ segir hún en Lilja hefur komið til allra þeirra landa sem þemað snerist um. Lilja segir að þau Valli hafi mjög gaman af því að elda mat og sömuleiðis að nýta það sem til er. „Okkur finnst áhugavert að prófa nýjar uppskriftir og þær mega alveg vera flóknar og taka tíma. Annars höfðar einföld matargerð til mín hversdags, við erum mikið með rótargrænmeti og fisk eða kjúkling. Á tímabili fylgdi ég lækninum í eldhúsinu í uppskriftunum hans en núna er ég farin að nota netið og leita bara eftir því hráefni sem til er heima. Saumaklúbburinn minn hefur verið duglegur í gegnum tíðina að halda alls konar þemakvöld og þá bjóðum við mökum að vera með. Þá koma allir með einn rétt og klæðast búningum. Það er alltaf mjög gaman,“ segir hún. Hjónin eru dugleg að fara á fjöll en þau eru líka öflugir hlauparar. Lilja segist ekki hafa verið áhuga- manneskja um útiíþróttir fyrr en eftir fertugt. „Í raun fór ég ekki að stunda markvissa hreyfingu fyrr en eftir fimmtugt. Núna er hreyfingin fastur liður og við hlaupum daglega. Einnig höfum við farið í göngur í nágrenni Hafnarfjarðar. Við vorum búin að ákveða að ganga í Ölpunum í sumar en það verður bara að koma í ljós hvort það verður hægt,“ segir Lilja sem gefur hér uppskrift sem er frá móður hennar, Lóu, sem er mjög góður kokkur og rak fyrsta kaffihúsið á Laugaveginum, Lóu- hreiður, sem margir muna eftir. „Mamma hefur líklega haft áhrif á mig varðandi það að búa til notalega og skemmtilega stemm- ingu við allar aðstæður. Hún hefur alltaf verið ótrúlega dugleg og skapandi, finnur til dúka, kveikir á kertum, setur tónlist á fóninn og býr til góðan mat. Hún fékk hug- myndina að þessum rétti þegar hún smakkaði paellu, þjóðar- rétt Spánar, en gerði hann á sinn hátt og ég hef síðan gert hann að mínum,“ segir Lilja og hér kemur rétturinn sem er ætlaður fjórum. aðeins áfram. Þá er karríinu og Salam olek bætt við og látið krauma smá stund í olíunni en þá er hrísgrjónunum bætt við allt saman. Hrærið aðeins í blöndunni og bætið síðan vatninu út í. Papr- ikan skorin í stóra bita og raðað ofan á. Þetta er látið krauma við lágan hita með loki þar til grjónin eru tilbúin. Rétt áður en rétturinn er borinn fram eru elduðu kjúklingabitarnir lagðir fallega ofan á hrísgrjóna- réttinn og safanum hellt yfir allt saman. Best er að bera réttinn fram í pönnunni. Þessi réttur er líka mjög góður með fiski og risarækjum en þá er fiskurinn kryddaður með sítrónu- pipar og salti og steiktur upp úr hveiti. Risarækjurnar eru létt- steiktar upp úr íslensku smjöri og nóg af hvítlauk. Þetta er síðan lagt snyrtilega á hrísgrjónaréttinn og borið fram í pönnunni. Við ákváðum á miðvikudeginum fyrir páska að elda úr því hráefni sem við áttum til en halda okkur við þemadagana. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.