Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 32
Staða skólastjóra
Djúpavogsskóla er laus til umsóknar.
Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogs
skóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr
yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastar
fi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í
framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins.
Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn og tón
skóli með ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi
dreifbýli.
Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 500 íbúar.
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á
heimasíðunni sveitarfélagsins: djupivogur.is
Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en
1. ágúst nk.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn
og tónskóla til framtíðar í samræmi við skólastefnu
sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá
tónlistarskóla og lög og reglugerðir um grunn og tónlistar
skóla.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnu
tilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
• Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í
boði fyrir 1.3. bekk frá 13:10 – 16:00.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenn
tun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla.
• Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun
og áætlanagerð.
• Hæfni og reynsla í að leiða þróun skólastarfs.
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvæðni
og metnaður.
• Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar
sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti
yfirmaður er sveitarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Umsóknum skal skila á
netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.
Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 um
sagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinar gerð
þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og
faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.
Frekari upplýsingar má finna á: djupivogur.is, undir liðnum
„Þjónusta.“
Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr
sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fúslega frekari upplýsingar í
síma 4708700 og 8439889
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðnin
gu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu
og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.
Laus störf í Helgafellsskóla
Helgafellsskóli í Mosfellsbæ auglýsir lausar stöður haustið 2020
Helgafellsskóli er leik- og grunnskóli og fléttast frístund inn í
skólastarfið. Skólaárið 2020-2021 verður 1. – 7. bekkur í
grunnskólahlutanum og þrjár leikskóladeildir. Starfsfólk vinnur í
teymum og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda
og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti.
Leitað er að menntaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að
vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
Þetta verður annað skólaárið sem skólinn starfar og því er þetta
spennandi tækifæri til að fá að taka þátt í faglegri þróun og
uppbyggingu skólastarfsins.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem
virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós
starfsmanna í daglegu starfi.
Sækja skal um starfið á ráðningarvef
Mosfellsbæjar, www.mos.is
Lausar stöður:● Umsjónarkennari á yngsta stigióknarkennari á miðstigiHeimilisfræði kennari● Tónlistarken ariSérkennariÍþróttakennari● tuðningsfulltrúiS arfsfólk í frístundDeildarstjóri á leikskóladeild (afleysing þetta skólaár)
● Leikskólakennari
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 2. maí 2020.
Sækja skal um öll störf á www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda
starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri
störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um
starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla í síma 694-7377.
Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf
óháð kyni.
Leikskólakennari óskast til starfa í Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur er vaxandi 750 manna sveitarfélag. Síðastliðin tvö á hefur íbúafjölgun á landinu verið mest í Mýrdalshreppi
á landsvísu. Í Vík er öll almenn þjónusta svo sem leik-, grunn - og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili og góð
aðstaða til íþróttaiðkunar.
Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Sutt í góðar göngu- og hjólaleiðir, golfvöllu og
motocrosbraut, paradís fyrir útivistarfólk. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu. Það er margt að gerast á
svæðinu og er Vík því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk.
Leikskólinn Mánaland óskar eftir leikskólakennurum til starfa.
Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal og er fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland vinnur að því að
verða heilsueflandi leikskóli sem er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Við leggjum áherslu á holla og góða
næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með ART og erum með Vináttuverkefnið Blæ á báðum
deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að leikskólakennurum sem eru tilbúnir til að
ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar. Ef ekki fæst
leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Við bjóðum upp á:
· Húsnæðishlunnindi.
· Flutningsstyrk.
· Tækifæri til að taka þátt í að þróa leikskólastarfið.
· Tækifæri til að kenna börnum leikni og að upplifa gleði.
· Tækifæri til símenntunar.
· Að verða hluti af fersku, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
· Umfram allt skemmitlegan vinnustað.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla
undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss.
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru
hvattir til að sækja um starfið.
Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2020
Umsóknarfrestur til 15. maí 2020
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri í síma 487-1210 eða
netfangi sveitarstjori@vik.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs skal senda á sveitarstjori@vik.is.
Vík, mynd eftir Þ. N. Kjartansson
Hlutfall: Fullt starf Tegund: Sérfræðingur
Agaður og metnaðarfullur skoðunarmaður á rafmagnssviði óskast.
Sjá nánar á Job
Skoðunarmaður
BSI á Íslandi
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R