Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 34
Sérfræðingur á sviði
líftækni eða lífverkfræði
BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd óskar eftir
að ráða sérfræðing á sviði líftækni, lífverkfræði eða eins-
takling með sambærilega menntun. Umsækjanda er ætlað
að stunda rannsóknir á einfrumungum með hagnýtingu í
huga. Einnig er viðkomandi ætlað að móta og byggja upp
frekari rannsóknir á þessu sviði. Starfsstöð umsækjanda
verður á Skagaströnd.
Hæfniskröfur:
• Meistara eða doktorspróf í fyrrgreindum fræðigreinum.
• Reynsla af rekstri og uppsetningu rannsóknaverkefna.
• Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun,
starfsreynslu og meðmælendur berist í pósti til BioPol ehf.,
Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd eða á netfangið halldor@
biopol.is
Nánari upplýsingar Halldór G. Ólafsson halldor@biopol.is
framkvæmdastjóri í síma 452-2977 eða 896-7977
Ekki missa af þessu tækifæri !!!
Okkur vantar sérkennslustjóra
og leikskólakennara/deildar-
stjóra í starfshópinn
Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og að jafnaði
dvelja þar um 40-50 nemendur frá níu mánaða – sex ára.
Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður
mjög góður. Hér er góður starfsmannahópur, reynslumiklir
starfsmenn, yndislegir nemendur og jákvæðir foreldrar.
Umhverfi leikskólans bíður upp á óendanlega möguleika.
Þeir sem vilja vera virkur hluti liðsheildar, jákvæðir og
skapandi ættu ekki að hika. Við erum falin perla í aðeins
10 mínútna akstri frá Selfossi. Áhugasamir velkomnir í
heimsókn!
Hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði og jákvæðni
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa eru aðrar umsóknir
teknar til skoðunar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir
leikskólastjóri í síma 480-0151/863-7037 eða Björg Kvaran
aðstoðarleikskólastjóri í síma 480-0151/845-1019
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netföngin
guggaholm@floahreppur.is eða bjorgk@floahreppur.is
Umsóknarfrestur er til 16.maí 2020
Leikskólastjóri - Hraunborg
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra Hraunborgar lausa til umsóknar.
Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Breiðholti í Reykjavík. Leikskólinn er staðsettur í jaðri Elliðaárdals og stutt
er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði,
hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda sjálfsstjórnarkenninga um Jákvæðan aga og í anda heiltækrar
skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraun-
borgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt
leikskólastarf í Hraunborg.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, #Látum draumana rætast”,
þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda
á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí 2020. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda
leikskóla.
Nánari upplýsingar um starfið veitir;
Elísabet Helga Pálmadóttir í síma 411-1392 og tölvupósti elisabet.helga.palmadottir@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu
Reykjavíkurborgar.
• Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og
umbótaáætlunum.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Hæfniskröfur
• Leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla
á leikskólastigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Óskum eftir starfsmanni í hellulagnir og smíðavinnu.
Mikil vinna framundan.
Umsóknir berist á gardasmidi@gardasmidi.is
LIÐSAUKI Í SÖLUDEILD
Leitað er að einstaklingi með mikinn
áhuga á fjölbreyttum verkefnum
tengdum sölumálum í ört vaxandi
atvinnugrein.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun æskileg
Rík skipulagshæfni
Góð íslensku- og enskukunnátta
Nákvæmni í vinnubrögðum
Góð samskiptahæfni
Starfssvið
Skjala- og skýrslugerð
Pantana- og reikningagerð
Yfirlit með gæða- og birgðamálum
Verkefni í samvinnu við framleiðslu
Verkefni í samvinnu við fjármáladeild
LEIÐTOGI Í FÓÐURSTÖÐ
Leitað er að einstaklingi með mikinn
áhuga á fiskeldi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og/eða haldbær
reynsla á sviði fiskeldis
Leiðtogahæfni
Góð tölvufærni
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð samvinnuhæfni og samviskusemi
Starfssvið
Umsjón með fóðrun
Daglegt eftirlit í fóðurstöð
fyrirtækisins
Skráning fóðurs
Skýrslugjöf
Önnur tilfallandi verkefni
TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA!
Eitt af markmiðum Arnarlax er að vera leiðandi fyrirtæki í íslensku
laxeldi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Bíldudal, en þar að auki rekur
fyrirtækið eldis svæði í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði, seiðaeldi
í Þorlákshöfn og skrifstofuútibú í Hafnarfirði. Við leggjum metnað okkar
í að vinna í sátt við umhverfi og samfélag.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í kraft mikilli uppbyggingu í nýrri og ört
vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum þá eru fjölmörg tækifæri hjá okkur til
að láta af því verða. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af báðum kynjum
og ýmsum þjóðernum og nú viljum við bæta enn frekar í liðs heildina hjá
okkur og leitum að öflugu og metnaðarfullu starfsfólki í eftirtaldar stöður:
ARNARLAX.IS
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
Ásamt þessum tilteknu störfum
er einnig opið fyrir umsóknir í ýmis
önnur spennandi störf hjá okkur.
Upplýsingar um störf í sjódeild veitir
Rolf Örjan Nordli, ron@arnarlax.is
Upplýsingar um störf í seiðaeldi veitir
Skjalg Pedersen, skjalg@arnarlax.is
Umsóknir óskast sendar, ásamt
ferilskrá og öðrum upplýsingum,
til starfsmannastjóra, Iðu Marsibil
Jónsdóttur, á netfangið
vinna@arnarlax.is
6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R