Fréttablaðið - 18.04.2020, Page 52

Fréttablaðið - 18.04.2020, Page 52
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Það gleymist oft að neyslu- varningurinn sem fólk notar að jafnaði - föt, bílar, fjarskipta- tækni ... byggist á samningum sem íslenska utanríkisþjón- ustan hefur tekið þátt í að gera og reka. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdapabbi, afi og langafi, Jónatan Þórisson bifreiðastjóri, Barrholti 14, Mosfellsbæ, andaðist á líknardeild Landspítalans að morgni dags 15. apríl. Hjartans þakkir til starfsfólks fyrir auðsýnda hlýju og samúð. Útförin fer fram í maí. Ragnhildur Jónsdóttir Elva Björk Jónatansdóttir Kristján Haukur Kristjánsson Guðrún Dís Jónatansdóttir Árni Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Elías Mar er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Mar Þorgeir Ver Halldórsson Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigmar Halldór Óskarsson hugbúnaðarsérfræðingur, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 6. apríl sl. Vegna aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram þann 20. apríl nk. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Starfsfólki hjartadeildar Landspítalans eru færðar þakkir fyrir alúð og fagmannlega umönnun. Elísabet Guðrún Snorradóttir Edda Björg Sigmarsdóttir Gunngeir Friðriksson Elísa Björg Gunngeirsdóttir Aron Andri Gunngeirsson Valdís Ósk Gunngeirsdóttir Snorri Rafn Sigmarsson Belinda Karlsdóttir Kristrún Edda Snorradóttir Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Guðrún Jónsdóttir frá Deildartungu, Birkigrund 63, lést aðfaranótt 13. apríl sl. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey en minningarathöfn verður haldin síðar. Jón Finnbjörnsson Erla S. Árnadóttir Guðrún Hrönn Jónsdóttir Birna S. Jónsdóttir barnabarnabörn Ragnheiður Jónsdóttir Afmælisvefur hefur verið opnaður í tilefni þess að áttatíu ár eru frá því Ísland tók utanríkismálin í eigin hendur. Það gerð-ist 10. apríl 1940, daginn eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku. Þurfti virkilega ekki nema eitt penna- strik eða hittist bara svona á? Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, verður fyrir svörum. „Samkvæmt Sambandslagasamn- ingnum 1918 fóru Danir með utanríkis- mál fyrir Íslendinga en þegar Danmörk var hernumin brást íslenska ríkis- stjórnin skjótt við, enda sá hún fram á að dönsk stjórnvöld gætu ekki lengur framfylgt samningnum. Þetta voru menn búnir að ræða óformlega, ef til kæmi. Nokkrir Íslendingar höfðu um skeið starfað í dönsku utanríkisþjón- ustunni og fengið þjálfun þar. Sveinn Björnsson var á þeim tíma sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og stuttu eftir hernámið kom hann til Íslands. Það var ekki einfalt ferðalag. Hann varð síðar ríkisstjóri og svo forseti.“ Nú verður því fagnað í sumar að hundrað ár verða frá opnun íslensks sendiráðs í Danmörku. Voru íslensk sendiráð víðar í Evrópu þegar heims- styrjöldin skall á? „Nei, Danir fóru með utanríkismál Íslands og skjaldarmerki konungsrík- isins Íslands var víðast hvar á veggjum danskra sendiráða og ræðisskrifstofa, svo og fánarnir, sá íslenski og danski. Sendiráðið í Kaupmannahöfn hafði nokkra sérstöðu.“ Hefur gildi sendiráða minnkað með tilkomu tölvutækninnar? „Nei, í rauninni ekki. Sendiskrif- stofurnar hafa bæði táknrænan og hagnýtan tilgang. Þær eru holdtekning fullveldis landsins og hagnýti tilgang- urinn er hagsmunagæsla og upplýs- ingamiðlun. Auðvitað hafa aðstæður breyst, samgöngur batnað og bylting orðið í fjarskiptum en það breytir ekki mikilvægi þess að hafa fólk á vettvangi. Allt byggist á samskiptum við fólk, hvort sem það er stjórnsýslan, viðskipti eða menningarlíf og síminn og tölvan duga ekki alfarið. Það er virðisauki að hafa fólk á staðnum.“ Er fjöldi íslenskra sendiráða alltaf sá sami? Einhverjum skrifstofum var lokað í kjölfar hrunsins, þar sem verkefni voru sértæk og runnu sitt skeið. Í dag eru íslenskar sendiskrifstofur 26 samtals. Segja má að grunnurinn að því neti hafi orðið til rétt eftir stofnun lýðveldisins og ef horft er á hagtölur þá endur- speglar þetta nokkuð vel okkar helstu viðskiptalönd. Svo eru fastanefndir gagnvart alþjóðastofnunum. Þar er almennari hagsmunagæsla.“ Sjálfur kveðst Sturla hafa starfað í utanríkisþjónustunni í þrjátíu og þrjú ár. „Ég hef verið í þremur mismunandi störfum í Brussel og búið þar í átta ár, ég var í New York í þrjú ár, sendiherra á Indlandi í tæpt ár, í Danmörku í tæp fimm ár og Kanada í þrjú ár og þess á milli í ýmsum störfum í ráðuneytinu. Nú er ég búinn að vera heima á Íslandi í þrjú ár.“ Er glamúr tengdur utanríkisþjónust- unni? „Ég vil ekki orða það þannig. Kannski hefur það verið áður fyrr, þegar sam- skipti við umheiminn voru takmark- aðri. En ég held að f lestir í utanríkis- þjónustunni hafi gaman af vinnunni, þar eru mjög oft áhugaverð viðfangs- efni og áhugavert umhverfi þó hin dag- legu störf geti, eins og gengur, stundum orðið hvunndagsleg. Við glímum stöð- ugt við ranghugmyndir fólks um störf í utanríkisþjónustunni, það er að vissu leyti okkur sjálfum að kenna því við erum vön að vinna þau í kyrrþey. Upp á síðkastið hefur borgaraþjónustan þó fengið verðskuldaða athygli, því með hennar aðstoð streymdu Íslendingar heim til að forða sér frá COVID. En það er svo margt annað sem er verið að vinna dags daglega. Það gleymist oft að neysluvarningurinn sem fólk notar að jafnaði, föt, bílar, fjarskiptatækni, bygg- ist á samningum sem íslenska utanríkis- þjónustan hefur tekið þátt í að gera og reka. Svo má tala um víðtækari hluti eins og ferðafrelsi, mannréttindavernd Íslendinga erlendis, kosti til náms, þetta eru allt gæði sem okkur þykja sjálfsögð en byggjast á stöðugri vinnu okkar fólks bæði heima og erlendis.“ Sturla telur að í öllum samanburði sé utanríkisþjónusta Íslands fámenn en fái samt miklu áorkað. „Þá komum við aftur að þeim kyrrþey sem ég nefndi áður. Nýr afmælisvefur er undantekn- ing á því. Þar er vakin athygli á störfum utanríkisþjónustunnar sem er yfirleitt ekki mikið í fréttum.“ gun@frettabladid.is Stjórnin brást skjótt við Íslenska utanríkisþjónustan varð áttatíu ára 10. þessa mánaðar. Á nýjum afmælisvef utanríkisráðuneytisins er saga hennar rifjuð upp í máli, myndum og hlaðvarpsþáttum. Sturla Sigurjónsson hefur starfað í utanríkisþjónustunni í 33 ár. Í fimm löndum utan Íslands og nú hér heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hér afhendir Sigríður Snævarr sendi- herra Nelson Mandela, forseta Suður- Afríku, trúnaðarbréf sitt árið 1996. Merkisatburðir 1872 Mikið tjón verður á Húsavík vegna jarðskjálfta, á annað hundrað verða húsnæðislausir. 1903 Húsið Glasgow, hið stærsta á Íslandi er stóð við Vesturgötu 5 í Reykjavík, brennur til kaldra kola. Íbúarnir 30 bjargast. 1906 Jarðskjálfti veldur skemmdum og manntjóni í San Francisco. 2007 Allt að 80°C heitt vatn rennur niður Vitastíg og um Laugaveg í átt að Snorrabraut og veldur tjóni. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.