Fréttablaðið - 18.04.2020, Side 66
ÞAÐ ERU SVO MARGIR
MÖGULEIKAR HEIMA
VIÐ OG Í NÁTTÚRUNNI TIL AÐ
HREYFA SIG OG MARGIR LEIDDIR
TÍMAR OG ÆFINGAR Í BOÐI Á
NETINU.
BAKARÍIÐ
FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00
Eva Laufey og Svavar Örn
opna Bakaríið alla laugardagsmorgna.
Maður sér aldrei eftir
því að hreyfa sig
Valdís gerir jógamyndbönd sem birtast á YouTube og eru fullkom
in fyrir þá sem vilja halda sér í formi. Hún segir hreyfingu lykilþátt
þegar kemur að góðri andlegri heilsu á tímum sem þessum.
Sjálf sigraðist Valdís á slæmum bakverkjum með aukinni hreyfingu og ástundun jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nánar á frettabladid.is
Valdís Helga Þorgeirs-dóttir jógakennari tók nýverið upp á því að færa jógakennsl-una yfir á alnetið og birtir nú myndbönd
reglulega á YouTube. Fólk hefur því
enga afsökun fyrir hreyfingarleysi,
þó að landsmenn séu skikkaðir til
að halda sig heima eins mikið og
mögulegt er.
„Ég er stundum kölluð Valla Sport
í gríni af vinum og vandamönnum
og hef meira að segja gráðuna til að
sanna það,“ segir Valdís og hlær. „Ég
er með BSc í íþróttafræði frá Háskól-
anum í Reykjavík og jógakennara-
réttindi frá Jógastúdíó. Ég byrjaði að
stunda jóga reglulega fyrir tíu árum
og leiddist út í jógakennaranám
tveimur árum síðar. Það var í raun
alveg óvænt fyrir mér að ég skyldi
velja þennan starfsvettvang þar
sem mér leið aldrei sérstaklega vel
að tala frammi fyrir hóp en þurfti
bara heldur betur að komast yfir
það hratt, sem gerði mér einungis
gott,“ bætir hún við.
Áskorun og hugarró
Jóga stendur fyrir sameiningu lík-
ama, huga og andans, að sögn Val-
dísar.
„Því er jóga hvort tveggja ástund-
un og ástand. Í dag eru til ýmis
form af jóga en þau eiga þó ákveðna
grunnþætti sameiginlega sem ein-
kenna þau flestöll, þar á meðal önd-
unaræfingar, stöður og hugleiðslu.
Fyrir marga er það huglægi þáttur-
inn sem dregur að, en hjá öðrum
er það líkamlegi þátturinn og fyrir
marga er það blanda af báðu.“
Sjálf segist hún hafa leiðst út í jóga
vegna líkamlega þáttarins.
„Svo kom þetta huglæga með tím-
anum. Ég er háð blöndunni af mýkt
og styrk til skiptis og allra möguleik-
anna sem maður hefur á dýnunni.
Ég tel að jóga hjálpi fólki við að vera
betur í tengslum við sjálft sig and-
lega og líkamlega,“ segir Valdís.
Hreyfingin bjargaði bakinu
Sjálf var Valdís ekki mikil íþrótta-
manneskja í æsku.
„Nei, alls ekki nefnilega. Ég var í
íþróttum sem barn og í körfubolta
og dansi á unglingsárum en hætti að
mestu um 16 ára aldurinn. Þá kom í
ljós hryggskekkja hjá mér sem leiddi
til þess að ég fór að hlífa bakinu,
sem var í raun það síðasta sem ég
hefði átt að gera. En ég leiddist út í
jóga upp úr tvítugu og byrjaði líka
í einkaþjálfun hjá systur minni. Ég
fór að finna fyrir aukinni vellíðan
líkamlega og andlega. Bakverkir hjá
mér fóru að minnka og svo þegar ég
byrjaði að æfa eftir aðferðafræði Pri-
mal Iceland fyrir þremur og hálfu ári
þá hef ég varla fundið fyrir þeim. Nú
veit ég hvað þarf að gera til að létta
á bakinu og hreyfingin hefur verið
árangursríkasta meðalið,“ segir Val-
dís.
Kýldi á það
Það voru tæknilegir örðugleikar sem
ollu því fyrir einskæra tilviljun að
Valdís stofnaði sína eigin Jógarás á
myndbandaveitunni YouTube.
„Ég var að taka upp jógatíma fyrir
Jógastúdíó og var að reyna að hlaða
inn upptökunni af tímanum inn á
Facebook-síðuna þeirra en það gekk
illa og vildi ekki fara inn. Þannig að
eftir nokkrar tilraunir ákvað ég að
hlaða því fyrst inn á YouTube og
birta það þaðan, þannig að ég eigin-
lega bjó óvart til YouTube-rás, það
var aldeilis aldrei planið. Þar sem
mér fannst eitt sinn erfiðara að
koma fram fannst mér tilhugsunin
um að taka mig upp á myndband
heldur ekkert sérstaklega spenn-
andi, en tel að það hafi verið ágætis
áskorun fyrir mig að kýla á það
bara.“
Hún segist handviss um að hreyf-
ing sé lykilatriði til að líða vel á
tímum sem þessum.
„Nú er einmitt tíminn til að hugsa
vel um okkur sjálf, borða næringar-
ríkan og góðan mat, njóta rólegu
stundanna og hreyfa líkamann dag-
lega ásamt því að huga að svefni. Það
eru svo margir möguleikar heima
við og í náttúrunni til að hreyfa sig
og margir leiddir tímar og æfingar í
boði á netinu. Maður sér aldrei eftir
því að hreyfa sig. Það er gott að leyfa
hjartanu aðeins að vinna og losa um
líkamann. Stundum þarf ekki meira
en að taka nokkrar teygjur og önd-
unaræfingar eða jafnvel göngutúr og
maður finnur strax mun á sér,“ segir
hún. steingerdur@frettabladid.is
1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ