Feykir


Feykir - 25.10.2017, Qupperneq 15

Feykir - 25.10.2017, Qupperneq 15
X17 AÐSENT Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Um gagnsæi, spillingu, traust og samvinnu Þegar gagnsæi og traust almennings hefur verið aukið fylgir því óhjákvæmilega aukið traust og samvinna milli ólíkra stjórnmálaflokka inni á þingi. Allir stjórnmála- flokkar ættu nefnilega að vera að vinna að sama markmiðinu: að bæta hag almennings í landinu. Við höfum ef til vill ólíka sýn á hvernig er best að standa að því en það er einmitt ástæðan af hverju það er mikilvægt að hafa breiðan, ólíkan hóp fólks á Alþingi. Aðeins er liðið rúmlega ár síðan ég steig mín fyrstu skref í stjórnmálum og varð oddviti á lista Pírata í Norðvestur- kjördæmi. Á sama tíma er ég einnig að heyja mína aðra kosningabaráttu. Lífið getur verið svo furðulegt stundum en fyrir ári síðan hefði mér aldrei dottið í hug að við Íslendingar værum á leiðinni inn í stjórnarkreppu sem yrði til þess að kjörtímabilið yrði stutt, enn og aftur. Segja má að hér á landi hafi eiginlega verið viðvarandi stjórnarkreppa síðan í hruninu. Eftir hrunið breyttust nefnilega stjórn- málin. Traustið hvarf. Traust milli ólíkra stjórn- málaflokka sem og traust almennings til Alþingis. Ekki var lengur hægt að einfaldlega treysta og trúa því að ráðamenn þjóðarinnar væru að vinna að hag almennings og störf stjórnmálamanna voru, því miður, ekki yfir allan vafa hafin. Þetta er helsta ástæðan af hverju ég vil bjóða fram krafta mína á Alþingi og af hverju ég geri svo undir merkjum Pírata. Helstu áherslur Pírata eru að boða gagnsæi og ábyrgð í stjórnmálum og stjórnsýslu, berjast gegn spillingu, auka beint lýðræði þegar það býðst og vernda borgararéttindi og einstaklings- frelsi. Ef stjórnmálin og stjórnsýslan væru gagnsæ og almenningur hefði aðgang að upplýsingum um hvaða ákvarðanir stjórnvöld taka og hvernig staðið er að þeim ákvörðunum myndi traust almennings til Alþingis aukast, því ákvarðanataka og aðgerðir stjórn- valda væru einfaldlega hafin yfir vafa um spillingu og frændhygli. Þetta ætti að vera fyrsta skref nýs þings: auka gagnsæi til að auka traust. Fulltrúalýðræðið virkar mjög vel ef rétt að því er staðið. Þeir ólíku einstaklingar sem veljast inn á þing munu ef til vill aldrei allir vera sammála um einstaka málefni og því er mikilvægt að alþingismenn hafi þann kost að virða skoðanir annarra þótt þær samræmist ekki sínum eigin, taka upplýstar ákvarðanir byggðar á gögnum og vinna saman á lausnamiðaðan hátt. Skotgrafar- og rifrildispólitík er orðin löngu úrelt. Það er tími til kominn að Alþingi rísi upp úr gamla leikskólaleiknum þar sem heyrist „Ég er með bláan og þú ert með bláan og þá getum við leikið. Hann er með grænan og hún er með rauðan og þá mega þau ekki vera með.“ og segjum frekar „Ég er með gulan, þú ert með rauðan, hann er með grænan og hún er með bláan. Komum öll og búum til regnboga saman!“ Eva Pandora Baldursdóttir Þingmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 28. október nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar- og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki til kl. 15:00 virka daga fram að kjördegi og kl. 16:00-18:00 á kjördag þ. 28. október 2017. Opið verður til kl. 19:00 á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki fimmtudagana 19. og 26. október Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn X17 AÐSENT :: Björg Baldursdóttir skrifar Tryggjum Bjarna sæti á Alþingi Í komandi alþingis- kosningum verður m.a. kosið um framtíð hinna dreifðu byggða, vöxt og viðgang þeirra. Bjarni Jónsson er ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einn reyndasti sveitastjórnar- maður á Norðurlandi vestra, sem er dýrmæt reynsla fyrir alþingismann. Bjarni mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum dreif- býlisins, nái hann kjöri, enda mun ekki af veita. Nú benda skoðanakannanir til þess að enginn Skag- firðingur muni ná kjöri til Alþingis. Með dyggum stuðningi við VG eru þó yfir- gnæfandi líkur á að Bjarni nái þingsæti. Í síðustu kosn- ingum vantaði aðeins örfá atkvæði upp á að hann kæmist inn. Setjum X við V og tryggjum kjör Bjarna Jónssonar. Hann mun hér eftir sem hingað til hafa að leiðarljósi hagsmuni hinna dreifðu byggða. Oft var þörf en nú er nauðsyn. X-V á kjördag. Björg Baldursdóttir Sameiningarviðræður í Austur-Húnavatnssýslu Skagabyggð verður með Sveitarstjórn Skagabyggðar hefur tekið ákvörðun um að gerast þátttakandi í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu og bætist því í hóp hinna þriggja í sýslunni sem ákveðið hafa að hefja formlegar viðræður um sameiningu. Í bókun frá 12. október kemur fram það álit sveitarstjórnar Skagabyggðar að sameiningarviðræður geti orðið sveitarfélögum í sýslunni til framdráttar og tók því ákvörðun um að gerast aðili að viðræðunum þrátt fyrir að meirihluti íbúa, sem svöruðu skoð- anakönnun sem gerð var á fjölmennum íbúafundi í Skagabyggð þann 10. október, væri andvígur sameiningu. /FE 40/2017 15

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.