Bændablaðið - 26.01.2017, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Fjármál LbhÍ í bata og 70 milljónir lagðar í Reyki:
Björn hættir sem rektor
Björn Þorsteinsson hefur sagt
stöðu sinni lausri sem rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skuldastaða skólans hefur batnað
en 85% af skuldum LbhÍ við rík-
issjóð voru afskrifaðar um síðustu
áramót. Gert er ráð fyrir að 70
milljónir króna fari í uppbyggingu
Garðyrkjuskólans að Reykjum á
þessu ári.
Í samtali við Bændablaðið sagði
Björn að ástæður þess að hann kýs að
láta af störfum áður en skipunartími
hans sé allur séu persónulegar. Starf
rektors Landbúnaðarháskólans verður
auglýst laust til umsóknar fljótlega og
mun Björn láta af störfum um leið og
nýr rektor tekur við.
Hagur LbhÍ vænkast
Björn segir að fjárhagur Land-
búnaðarháskólans hafi tekið miklum
stakkaskiptum frá árinu 2014. „Þegar
ég tók við skólanum var búinn að
vera hallarekstur á skólanum í mörg
ár og búið að leggja drög að aðgerð-
um til að láta enda ná saman. Það
féll síðan í minn hlut að hrinda þeim
erfiðu aðgerðum í framkvæmd sem
fólust meðal annars í því að segja upp
starfsmönnum. Við það snerist rekstur-
inn við og skólinn skilaði afgangi og
gat greitt upp í skuldir sínar við rík-
issjóð.
Við lokaafgreiðslu fjárlaga um
síðustu áramót voru 85% af skuldum
skólans við ríkið afskrifaðar. Í dag
hillir því undir að rekstur skólans sé
kominn í eðlilegt ástand og að hægt
sé að fylla í þau faglegu skörð sem
mynduðust við niðurskurðinn,“ segir
Björn.
Langvarandi viðhaldsleysi á
byggingum
Við gerð nýs fjárlagafrumvarps var
ákveðið að leggja 70 milljónir króna til
viðgerða á húsakosti gamla garðyrkju-
skólans á Reykjum. Björn rektor segir
að meira fjármagn þurfi til að koma
húsnæði skólans í viðeigandi horf.
„Viðhaldsleysi skólans hefur verið
langvarandi vegna fjármagnsskorts og
því nauðsynlegt að kortleggja fram-
kvæmdirnar vel. Fjármagnið dugar
til að hefja fyrstu aðgerðir og gera
framkvæmdaáætlun um næstu skref.
Ekkert hefur enn verið ákveðið með
röð framkvæmda og greiningavinna
að fara í gang í samstarfi við fasteigna-
skrifstofu menntamálaráðuneytisins og
Ríkiskaupa,“ segir Björn. /VH
Fréttir
Ríkisstjórnarflokkarnir með meirihluta
í öllum fastanefndum Alþingis
Búið er að kjósa í allar fastanefnd-
ir Alþingis og eru stjórnarflokk-
arnir með meirihluta í þeim öllum.
Haraldur Benediktsson, fyrrver-
andi formaður Bændasamtaka Íslands
og þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
er formaður fjárlaganefndar og
Hanna Katrín Friðriksson, formaður
þingflokks Viðreisnar, verður vara-
formaður. Valgerður Gunnarsdóttir,
Sjálfstæðisflokki, verður formaður
umhverfis- og samgöngunefndar.
Atvinnuveganefnd
Ekki var búið að kjósa for-
mann atvinnuveganefndar þegar
Bændablaðið fór í prentun en
samkvæmt heimildum verður Páll
Magnússon, Sjálfstæðisflokki, for-
maður hennar.
Ásamt Páli eru eftirfarandi þing-
menn í atvinnuveganefnd: Ásmundur
Friðriksson, Sjálfstæðisflokki,
Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn,
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri
framtíð, Óli Björn Kárason,
Sjálfstæðisflokki, Eva Pandora
Baldursdóttir, Pírötum, Lilja Rafney
Magnúsdóttir, Vinstri grænum, Logi
Már Einarsson, Samfylkingunni
og Sigurður Ingi Jóhannsson,
Framsóknarflokki. /VH
Formaður og framkvæmdastjóri BÍ:
Ræddu við nýjan ráðherra um
málefni landbúnaðarins
Um leið og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir tók við sem nýr
landbúnaðarráðherra óskuðu
Bændasamtökin eftir fundi með
henni. Sá fundur var haldinn um
miðja síðustu viku en það voru þeir
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, og Sigurður
Eyþórsson framkvæmdastjóri sem
hittu hana að máli.
Að sögn Sindra var fundurinn
góður en farið var yfir ýmis mál sem
eru ofarlega á baugi og bændur vildu
ræða við nýjan ráðherra.
Hugmyndir um endurskipun í
starfshóp um búvörusamninga
„Við ræddum meðal annars við
ráðherra um stefnuyfirlýsingu nýju
ríkisstjórnarinnar og hugmynd-
ir ráðherrans um að endurskipa í
starfshóp um endurskoðun búvöru-
samninga. Við lögðum áherslu á að
þeir sem hafa tilnefnt fulltrúa sína
í hópinn héldu þeim,“ segir Sindri.
Í þessari viku setti Gunnar Bragi
Sveinsson, fyrrverandi landbúnað-
arráðherra, færslu á Facebook þar
sem hann spáði því að talsmönnum
milliliða yrði bætt í nefndina þar
sem þeir geti gætt sinna hagsmuna.
Sagði hann jafnframt að búvöru-
samningar fjölluðu ekkert um
afkomu heildsala né verslunarinn-
ar. „Talsmenn heildsala eiga a.m.k.
ekkert erindi í slíka nefnd þar sem
þeir eru milliliðir sem auka kostn-
að neytenda,“ sagði Gunnar Bragi.
Frystikrafan er mikilvæg
Hráakjötsmálið bar á góma á
fundi ráðherra með bændum en
Bændasamtökin hafa í ræðu og riti
lagt þunga áherslu á að ekki sé slakað
á frystikröfunni þegar kemur að því
að flytja inn erlent kjöt. „Við fórum
yfir okkar rök í málinu sem eru sterk.
Við viljum ekki leyfa innflutning á
hráu kjöti hingað til lands enda leggj-
um við mikla áherslu á að vernda
okkar heilbrigðu búfjárstofna. Þetta
er líka lýðheilsumál en við höfum
margoft bent á mikla sýklalyfjanotk-
un í búfjárrækt í þeim löndum sem
við eigum mest viðskipti við.“
Að auki sagði Sindri að rætt
hefði verið um samkeppnisstöðu
landbúnaðarins og almennt um
tollamál og innflutning á matvæl-
um. Að lokum var ráðherra boðið í
heimsókn í Bændahöllina sem hún
þáði með þökkum. „Við óskuðum
nýjum ráðherra að sjálfsögðu til
hamingju með embættið og treyst-
um því að samstarf við bændur verði
farsælt og heilladrjúgt,“ sagði Sindri
Sigurgeirsson.
/TB
Sindri Sigurgeirsson.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
landbúnaðarráðherra sagði í samtali
við Bændablaðið að á fundi hennar
með forsvarsmönnum BÍ í síðustu
viku hefði verið farið yfir nokkur
atriði sem lúta að búvörusamning-
um og landbúnaði almennt. Auk
þess sem fundinum hafi verið ætlað
efla samskiptin Bændasamtakanna
og nýs landbúnaðarráðherra.
Endurskoðunarnefndin
endurskoðuð
„Sindri og Sigurður voru meðal
annars að spyrjast fyrir um nefndina
sem ætlað er að endurskoða
búvörusamningana og hvernig ég
hef hugsað mér að hana. Hvernig
endurskoðun varðandi tollkvóta
verður háttað og hvernig á að endur-
skoða mál mjólkuriðnaðarins og
samkeppnislög.
Ég sagði þeim að ég ætlaði að
endurskipa eða endurraða í endur-
skoðunarnefnd. Ég er ekki enn búin
að ákveða hvort nefndin verði skip-
uð öll að nýju eða hvort ég tek út þá
fulltrúa sem voru skipaðir af síðasta
ráðherra og skipa nýja í þeirra stað.“
Fyrirkomulag tollkvóta skoðað
„Endurskoðun á fyrirkomulagi toll-
kvóta er annað verkefni sem verður
að skoða að mínu mati í ljósi þess
að tollkvótarnir munu aukast mikið
á næstunni. Ég tel að fyrirkomulag
tollkvótanna eins og þeir eru í dag
muni ekki nýtast neytendum sem
skyldi eftir að þeir verða auknir.“
Þorgerður segir að áður en nokk-
uð verði ákveðið með breytingar á
tollkvótunum ætli hún að bíða eftir
samþykkt Evrópusambandsins um
málið sem væntanlega liggur fyrir
í vor.
Samkeppnisumhverfi
mjólkuriðnaðarins
„Hvað mjólkuriðnaðinn og
samkeppnislög varðar sagði ég
Sindra og Sigurði að eitt af því
sem ég ætlaði mér að gera væri að
láta skoða samkeppnisumhverfi
mjólkuriðnaðarins, en ekkert hefur
verið ákveðið í þeim málum enn
sem komið er,“ sagði Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir. /VH
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra:
„Fórum yfir nokkur atriði búvörusamninganna“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi við Austurvöll. Mynd / BBL
Þessir hressu krakkar í 5. bekk í Landakotsskóla í Reykjavík fögnuðu bónda-
deginum á föstudaginn var með viðeigandi hætti. Sum hver mættu í lopa-
klæðnaði í tilefni dagsins og umsjónarkennarinn fór yfir það í kennslustund
út á hvað þorrasiðirnir ganga.
Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Á þorranum gera
landsmenn vel við sig í mat og drykk en ekki er ýkja langt síðan að sá siður varð
almenn ur að halda súrveislur á þorra. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðhátta-
fræðing er þess getið að mánaðarnafnið sé kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.
Börnin í 5. bekk Landakotsskóla fagna komu þorra. Mynd / TB
Matvælastofnun vinnur að áhættu- og frammistöðuflokkun fyrir frumframleiðslu:
Hvatning til betri búskapar
Matvælastofnun vinnur að
áhættu- og frammistöðuflokkun
fyrir frumframleiðslu; framleiðslu
á kjöti, mjólk og öðru búfjárhaldi.
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fag-
sviðsstjóri samhæfingar hjá
Matvælastofnun, segir að markmið
með áhættu- og frammistöðuflokk-
unarkerfi í frumframleiðslu sé að for-
gangsraða eftirliti í samræmi við þær
kröfur sem löggjöfin gerir ráð fyrir.
„Mest eftirlit verður með starf-
semi sem felur í sér mesta áhættu
varðandi dýravelferð og matvæla-
öryggi. Áhættumiðað eftirlit tryggir
að eftirliti sé forgangsraðað út frá
þörfum. Með frammistöðuflokkun
dregur úr eftirliti með þeim sem
standa sig vel, á meðan eftirlit er
aukið þar sem ekki hefur tekist að
uppfylla að öllu leyti ákvæði laga og
reglugerða. Þannig fæst betri nýting
á tíma, mannauði og fjármagni sam-
hliða skilvirkara eftirliti.
Vonir standa til að hægt verði að
ljúka útfærslu á áhættuflokkunar-
kerfinu á þessu ári og vinna eftir
því frá og með næsta ári.
Frammistöðuflokkun í frumfram-
leiðslu verður ekki að fullu virk fyrr
en búið er að skoða allar starfsstöðv-
ar samkvæmt áhættuflokkunarkerf-
inu, sem tekur líklega um þrjú ár.
Kerfið verður eftir það í stöð-
ugri endurskoðun,“ segir Jónína.
„Bændur verða varir við að tíðni
eftirlits með starfsemi þeirra breyt-
ist í kjölfar áhættuflokkunar og það
verður markvissara. Neytendur
munu einnig njóta góðs af mark-
vissara eftirliti með matvælaöryggi
og dýravelferð.“
Þrír frammistöðuflokkar
Frammistaða verður flokkuð í þrjá
flokka; A, B og C eftir fjölda frávika
og alvarlegra frávika við einstök
skoðunaratriði og hvernig staðið er
að úrbótum. Þetta er að sögn Jónínu
með líkum hætti og gert er varðandi
áhættu- og frammistöðuflokkun
fóður- og matvælafyrirtækja. Þeir
sem standa sig vel fá minna eftirlit
og þar með lægri eftirlitsgjöld, en
þeir sem standa sig illa fá tíðara
eftirlit og hærri eftirlitsgjöld.
Jónína segir að allar nýjar
starfsstöðvar byrji í frammistöðu-
flokki B. „Til að hægt sé að flokka
frammistöðu fyrirtækis í fyrsta sinn
þarf að skoða að minnsta kosti 95
prósent þeirra skoðunaratriða sem
skilgreind hafa verið fyrir starf-
semina. Ef skoðun leiðir til þess að
starfsstöðin færist í frammistöðu-
flokk A, margfaldast eftirlitsþörf-
in með 0,5 þannig að starfsstöðin
fær 50 prósent færri eftirlitstíma en
þegar hún var í flokki B. Ef starfs-
stöð færist í frammistöðuflokk C,
margfaldast eftirlitsþörfin með 1,5
þannig að starfsstöðin fær 50 prósent
fleiri eftirlitstíma en þegar hún var í
B flokki.“ /smh
Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ.
Bóndadagurinn markar komu þorra