Bændablaðið - 26.01.2017, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Fréttir
„Það er að mörgu að hyggja,
margir samverkandi þættir
sem spila vel saman sem gera
að verkum að góður árangur
næst,“ segir Sigurður Ólafsson,
en hann og eiginkonan, Gróa
Margrét Lárusdóttur, bændur
á Brúsastöðum í Vatnsdal, reka
afurðahæsta kúabú landsins.
Brúsi, nafnið sem búið er
rekið undir, hefur undanfarin 5 ár
verið í hópi afurðahæstu kúabúa
landsins og þar af þrisvar skipað
fyrsta sætið.
Meðalafurðir búsins voru á
liðnu ári að meðaltali 8.990 kg á
árskú. Nína 676 í þeirra eigu var
svo afurðahæsta kýr landsins á
síðastliðnu ári, mjólkaði 13.833
kg sem er Íslandsmet.
Sigurður segir gróffóðrið,
heyið skipta verulegu máli og
að þau séu efnagreind og eins
að það kjarnfóður sem gefið sé
með passi við. „Við höfum keypt
kjarnfóður frá Landstólpa undan-
farin ár og ég tel að þær blöndur
sem fyrirtækið býður upp á henti
afar vel á okkar bú, við höfum
tekið eftir því að afurðir hafa auk-
ist eftir að við fórum að nota það,
það virkar í það minnsta vel á
okkar gripi,“ segir Sigurður. „Það
er kannski lykillinn að þessum
árangri.“
Heilmikil yfirlega
Sigurður segir það einnig skipta máli
að sinna búinu vel, vera vakinn og
sofinn yfir velferð kúnna, gæta vel
að hreinlæti og hafa til að mynda
bása alltaf hreina. „Eftir því sem við
sinnum búinu betur verður árangur-
inn meiri og betri og fleiri krónur
fást fyrir afurðir. Þetta er heilmikil
yfirlega og við sinnum þessu bæði
alla daga, förum fjórar ferðir í fjós á
dag,“ segir hann. „Við erum reyndar
líka svo heppin að eiga góða granna
sem hlaupa á stundum undir bagga og
hið sama gerum við fyrir þau. Það er
ómetanlegt.“
Gott fóðurkerfi skilar sínu og
einnig mjaltaþjónn sem verið hefur á
búinu frá árinu 2011. Jarðrækt hefur
alla tíð verið stunduð á Brúsastöðum,
tún eru endurunnin reglulega, um
20 til 25 ha á ári, en þannig segir
Sigurður að hámarksuppskera náist.
„Við höfum líka þann háttinn á að
kýrnar skortir aldrei hey, ef þær vilja
éta hafa þær kost á því hvenær sem
er sólarhringsins.“
/MÞÞ
Sigurður Ólafsson, bóndi á Brúsastöðum:
Margir samverkandi þættir sem spila
vel saman skila góðum árangri
Áburðareftirlit Matvælastofnunar fyrir 2016:
Fjórar áburðartegundir teknar af skrá
Ársskýrsla áburðareftirlits
Matvælastofnunar fyrir síðasta
ár var birt á vef stofnunarinnar
12. janúar síðastliðinn. Í skýrsl-
unni er að finna helstu niður-
stöður eftirlits með áburði, en
í fyrra fluttu 24 fyrirtæki inn
áburð og jarðvegsbætandi efni,
alls 306 tegundir. Fjórar áburðar-
tegundir voru með efnainnihald
undir vikmörkum. Í einu tilviki
voru fleiri en eitt næringarefni
undir leyfðum vikmörkum. Þessar
tegundir hafa verið teknar af skrá
Matvælastofnunar.
Kadmíum aldrei
yfir leyfðu hámarki
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum
áburðartegundum sem innihalda
fosfór. Efnið var oftast undir mæl-
anlegum mörkum og alltaf undir
leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.
Fáar athugasemdir voru gerðar
við merkingar, en helstu gallar voru
vegna misræmis milli skráninga og
merkinga einnig voru merkingar
máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru
gerðar athugasemdir ef merkingar
voru ekki á Íslensku.
Hjá Búvís voru gildi undir leyfðum
vikmörkum í sjö áburðartegundum af
þeim tólf sem Matvælastofnun tók sýni
úr. Efnagreiningar Búvís á systursýn-
um gáfu gildi undir leyfðum vikmörk-
um fyrir eina tegund. Áburðartegundin
Völlur 23-5+Ca+Mg+S+Se mældist
í báðum tilfellum undir leyfðum vik-
mörkum og er hún því tekin af skrá
Matvælastofnunar.
Hjá Fóðurblöndunni voru tekin
sýni úr 13 áburðartegundum sem fyr-
irtækið flytur inn, en engar tegundir
voru teknar af skrá.
Matvælastofnun tók sýni af átta
áburðartegundum sem Lífland ehf.
flytur inn. Tvær áburðartegundir sem
mældust undir leyfðum vikmörkum í
báðum mælingum, Líf 21-6-9,5 þar
sem kalí (K) mældist undir vikmörk-
um og Líf 20,6-11-9+Se sem mældist
sömu leiðis undir vikmörkum fyrir
kalí (K).
Matvælastofnun tók sýni af 15
áburðartegundum sem Skeljungur
hf. flytur inn. Efnagreiningar
Matvælastofnunar gáfu gildi undir
leyfðum vikmörkum í 11 áburðar-
tegundum, en aðeins ein áburðar-
tegund, OEN 20-18-15, var tekin
af skrá Matvælastofnunar þar sem
brennisteinn (S) mældist undir leyfð-
um vikmörkum í báðum greiningum.
Matvælastofnun tók sýni
úr átta áburðartegundum sem
Sláturfélag Suðurlands sf. flutti inn.
Efnagreiningar Matvælastofnunar
gáfu gildi undir leyfðum vikmörkum
í 2 áburðartegundum. Efnagreiningar
fyrirtækisins á systursýnum gáfu gildi
yfir leyfðum vikmörkum fyrir þessar
tegundir, því voru engar áburðar-
tegundir sem Sláturfélagið flytur inn
teknar af skrá. /smh
Með nýjum búvörusamningum
sem tóku gildi um áramót er tekinn
upp svæðisbundinn stuðningur fyrir
sauðfjárbændur.
Byggðastofnun var fengin til að
koma með tillögu að útfærslu í sam-
ræmi við samningana. Markmið svæð-
isbundins stuðnings eru að styðja þá
framleiðendur sem eru á landsvæð-
um sem eru háðust sauðfjárrækt og
framleiðendur sem hafa takmarkaða
möguleika á annarri tekjuöflun. Þar
eru sett skilyrði um að lögbýli skuli
vera í 40 km akstursfjarlægð eða lengra
frá þéttbýlisstöðum sem eru með yfir
1.000 íbúa, 75 km akstursfjarlægð eða
lengra frá þéttbýlisstöðum sem eru með
yfir 10.000 íbúa og 150 km akstursfjar-
lægð eða lengra frá Reykjavík.
Matvælastofnun er heimilt að víkja
frá skilyrðum um akstursfjarlægð ef
framleiðandi sýnir fram á með gögn-
um að þjóðvegur að lögbýli þar sem
hann stundar sauðfjárrækt hafi lokast
vegna snjóa, skriðufalla og vatnavaxta
í meira en fimm daga að ári síðastliðin
tvö ár. Bændur sem telja sig uppfylla
þetta heimildarákvæði þurfa að senda
gögn til Matvælastofnunar sem sýna
fram á þetta. Rétthafar svæðisbundins
stuðnings þurfa jafnframt að vera hand-
hafar greiðslna samkvæmt 3. gr. reglu-
gerðar um stuðning við sauðfjárrækt
og þurfa að hafa átt 250 ær eða fleiri
samkvæmt haustskýrslu síðastliðins
hausts. Framleiðendur í Árneshreppi
þurfa þó aðeins að hafa átt 100 ær eða
fleiri. /TB
Svæðisbundinn stuðningur
fyrir sauðfjárbændur
Landstólpi fær umboð fyrir
Fullwood-mjaltaþjóna
Landstólpi ehf. hefur fengið
einkaleyfi á Íslandi til að selja
Fullwood M2erlin mjaltaþjóna og
veita notendum þeirra tilheyrandi
þjónustu. Þetta gerist samkvæmt
nýjum umboðssamningi við breska
stórfyrirtækið Fullwood.
Í fréttatilkynningu frá Landstólpa
segir að Fullwood sé leiðandi í
hönnun og framleiðslu mjaltakerfa og
mjaltabúnaðar, hefur starfað í meira
en sjö áratugi og skiptir við bændur í
yfir 80 ríkjum um víða veröld.
Arnar Bjarni Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Landstólpa, segir að
samningurinn við Fullwood marki
tímamót hjá Landstólpa og raun-
ar íslenskum kúabúskap yfirleitt.
„Fullwood er breskt fyrirtæki og í
fremstu röð í heiminum á sínu sviði.
Aðdragandinn er vinna og viðræður
undanfarin tvö ár en nú er samkomu-
lagið í höfn eftir vandaðan undirbún-
ing.
Landstólpi tekur stórt skref í starf-
seminni með því að geta nú boðið hið
heimsþekkta og rótgróna vörumerki
Fullwood, sem hluta heildarlausn-
ar við fjós-
byggingar.
Það einfald-
ar skipulag,
samskipti og
framkvæmd-
ir að eiga við
einn aðila í
stað margra.
Slík hag-
ræðing jafn-
gildir sparnaði
og þar getur
munað miklu í krónum talið. Við
kappkostum að bjóða viðskiptavin-
um einungis það besta og Fullwood
mjaltaþjónar standa sannarlega undir
því.“
David O‘Hare, viðskiptaþróunar-
stjóri hjá Fullwood, kom til Íslands á
dögunum og gekk frá umboðssamn-
ingnum. Að hans sögn er starfsemi
Landstólpa afar fagmannleg og
staða fyrirtækisins sterk á íslenska
markaðnum. „Fullwood hefur miklar
væntingar til samstarfs um að koma
M2erlin á framfæri á Íslandi.“ /VH
Innlausn greiðslumarks mjólkur
Innvigtunargjald lækkar
Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttur, bændur á Brúsastöðum í
Vatnsdal, hafa hlotið fjölmörg verðlaun á sínum búskaparferli.
Myndir / HKr.
Sérstakt innvigtunargjald á mjólk
lækkar í kr. 20 frá 1. febrúar 2017.
Þetta var ákveðið á fundi í stjórn
Auðhumlu í síðustu viku í ljósi
fyrirliggjandi gagna um þróun
innvigtunar og fjölda gripa.
Fyrir breytingu var innvigtunar-
gjald 35 kr. á lítra. Auðhumla gaf það
út í lok október sl. að frá áramótum
yrði áfram greitt fullt verð fyrir alla
innlagða mjólk með tilliti til verð-
efna og gæða en sérstakt innvigtun-
argjald hækkaði í kr. 35 á hvern
lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Gjaldið yrði hins vegar endurskoðað
mánaðarlega og hækkað eða lækkað
eftir aðstæðum og því hvernig fram-
leiðsla og sala þróast. Ástæður fyrir
sérstöku innivigtunargjaldi eru þær
að Auðhumla greiðir hærra verð til
innleggjenda en fæst við sölu þessar-
ar mjólkur. /TB
Stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda:
Beingreiðslur í sauðfjárrækt ekki lengur
greiddar fyrsta virkan dag í febrúar
Jón Baldur Lorange, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarstofu
Matvælastofnunar, segir að vegna
nýrra búvörusamninga og í sam-
ræmi við reglugerð um stuðning
í sauðfjárrækt eigi að gera árs-
áætlun um heildargreiðslur fyrir
15. febrúar.
Fyrsta greiðsla á að fara fram í
febrúar en í reglugerðinni kemur
ekki fram nákvæmlega hvenær.
Vakin er athygli á því að fyrstu
greiðslur til sauðfjárbænda eru
áætlaðar um miðjan febrúar sam-
kvæmt nýjum búvörusamningi og í
samræmi við reglu-
gerð um stuðning
við sauðfjárrækt
nr. 1151/2016 sem
var birt á síðustu
dögum nýliðins árs.
Matvælastofnun
gerir ársáætlun um
heildargreiðslur til
framleiðenda fyrir
15. febrúar eins og
áður segir. Um er
að ræða beingreiðslur, gæðastýr-
ingargreiðslur, greiðslur fyrir ull-
arnýtingu og svæðisbundinn stuðn-
ing. Beingreiðslur í sauðfjárrækt
eru hluti ársáætlunarinnar og því
var gert ráð fyrir að þær yrðu ekki
lengur greiddar fyrsta virkan dag í
febrúar eins og verið hefur.
Jón Baldur segir hins vegar að í
ljósi þess að það kæmi sér illa fyrir
bændur að fá ekki neina greiðslu í
byrjun febrúar, þá sé unnið að því
að greiða beingreiðslur til sauðfjár-
bænda strax í byrjun febrúar.
Það yrði þá fyrirframgreiðsla,
sem síðan verði hluti af ársáætlun-
inni yfir allar stuðningsgreiðslur.
/VH
Jón Baldur
Lorange.
Valgeir Bjarnason hefur umsjón með
áburðareftirliti Matvælastofnunar.
Viðskipti með greiðslumark mjólk-
ur milli handhafa eru óheimil frá og
með 1. janúar 2017, nema milli lög-
býla í eigu sama aðila, samkvæmt
samningi um starfsskilyrði naut-
griparæktar sem skrifað var undir
19. febrúar 2016.
Ríkið hefur innlausnarskyldu á
greiðslumarki gagnvart þeim sem óska
eftir henni á árunum 2017-2019. Með
innlausn greiðslumarks mjólkur er
unnið skv. 9. gr. reglugerðar um stuðn-
ing við nautgriparækt nr. 1150/2016.
Handhafi greiðslumarks getur lagt
fram beiðni um innlausn á ónotuðu
greiðslumarki á þar til gerðu eyðublaði
í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með
beiðni um innlausn skal fylgja stað-
festing um eignarhald á lögbýli, sam-
þykki ábúenda, sameigenda og þing-
lýstu samþykki veðhafa jarðarinnar.
Beiðni um innlausn er bindandi frá
skiladegi beiðninnar um innlausn. Við
innlausn á greiðslumarki skal seljandi
endurgreiða greiðslur vegna greiðslu-
marks yfirstandandi framleiðsluárs
sem svarar til þess magns sem selt er.
Matvælastofnun skal draga fjárhæð
þessara greiðslna frá innlausnarverði
við frágang innlausnar.
Innlausnarverð er 138 kr./ltr.
Fyrir innleyst greiðslumark greiðir
ríkissjóður 138 kr./ltr. Innlausnarvirði
greiðslumarks helst óbreytt frá aug-
lýsingardegi innlausnarvirðis til 31.
desember 2017.
Greiðslumark framleiðanda þar
sem engin framleiðsla fer fram í a.m.k.
heilt verðlagsár skal ríkið innleysa á
fyrsta innlausnardegi hvers árs, án
þess að bætur komi fyrir.
Nánari upplýsingar á mast.is.
Arnar Bjarni og
David O‘Hare.