Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 31

Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 búa samtök sem kallast Vinir grasa- garðsins og frá 2012 hafa meðlimir samtakanna að mestu séð um viðhald rósa- og trjásafnsins auk svæða sem geyma safn fjölæra plantna og nytja- jurta. Starf sjálfboðaliðanna er ærið og íbúum Árósa til mikils sóma. Trjásafnið í Marseliborgarskógi Garðurinn sem á dönsku kallast Forstbotanisk have er safn trjá- tegunda víða að úr veröldinni og hreinasta perla að heimsækja. Safnið, sem er um fimm hektarar að flatarmáli, er í suðurhluta Árósa og í norðurhluta Marseliborgarskógar, sem er kenndur við samnefnda höll Margrétar Þórhildar drottningar. Heimsókn í garðinn er frábærlega skemmtileg og ekki síst á falleg- um sólskinsdegi. Göngustígarnir eru lagðir í bugðum og handan við hverja þeirra er alltaf eitthvað nýtt á sjá. Lauf á tegund sem maður þekkir ekki og meira að segja þokkalega stórt stöðuvatn með sund- og vað- fuglum. Meðal þess sem við gengum fram á var stórt klofið beykitré sem hafði orðið fyrir eldingu. Mér skilst að tréð verði látið vera þar sem það liggur og muni þjóna sem afdrep fyrir skordýr og minni spendýr á meðan það rotnar og breytist í nær- ingarefni fyrir annan gróður. Fyrstu trén í safninu voru gróðursett árið 1923 og á hverju ári bætast ný við. Í dag finnast um 900 trjákenndar plöntur í garðinum, bæði stór tré og lágir runnar. Meðal tegunda í garðinum eru risafura, musteristé og fjöldi ávaxtatrjáa, hindarblóma og lyngrósa. Í garðinum og nærliggj- andi skógi eru einnig dádýr, íkornar, hegrar og uglur auk fjölda annarra dýra. /VH Hluti rósasafnsins. Rósirnar eru í umsjón sjálfboðaliðasamtaka sem kalla sig Vinir grasagarðsins. Mynd / VH Kaktusar frá Suður-Ameríku. Mynd / VH Papajaaldin, sem stundum er kallað sólaldin, er aldin amerískrar hitabeltisjurtar sem svipar til melónu. Mynd / VH Risafura (Sequoiadendron giganteum) í trjásafn- inu. Mynd / VH Skordýrahótel. Lauf musteristrés (Ginkgo biloba). Tréð er upprunnið í Kína og eina eft- irlifandi tegundin af ættbálki must- erisviða. Guðrún Helga Tómasdóttir og Guðjón Guðmundsson ásamt dönsku mjólk- urkúnni í grasagarðinum í Árósum. Mynd / VH Vatnaliljur. Mynd / VH 25% afsláttur af bætiefnum fyrir meltinguna, dagana 26. janúar - 18.febrúar. Bakhjarlar á blóti! Netverslun – lyfja.is Milk thistle Fyrir lifrina á álagstímum. Verð: 2.639 kr. Verð áður: 3.519 kr. Fljótandi blanda jurta sem getur hvatt meltinguna til góðra verka. Verð: 1.796 kr. Verð áður: 2.396 kr. Verð: 2.376 kr. Verð áður: 3.168kr. Multidophilus 12 Öflug blanda góðgerla fyrir heilbrigða meltingarstarfsemi og góðar hægðir. Verð: 1.791 kr. Verð áður: 2.388 kr. Super Digestaway Getur hjálpað gegn uppþembu og þyngslum í maga. Gallexier 25% afsláttur Solaray Finndu þinn sólargei sla í næs tu verslun Lyfju.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.