Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 búa samtök sem kallast Vinir grasa- garðsins og frá 2012 hafa meðlimir samtakanna að mestu séð um viðhald rósa- og trjásafnsins auk svæða sem geyma safn fjölæra plantna og nytja- jurta. Starf sjálfboðaliðanna er ærið og íbúum Árósa til mikils sóma. Trjásafnið í Marseliborgarskógi Garðurinn sem á dönsku kallast Forstbotanisk have er safn trjá- tegunda víða að úr veröldinni og hreinasta perla að heimsækja. Safnið, sem er um fimm hektarar að flatarmáli, er í suðurhluta Árósa og í norðurhluta Marseliborgarskógar, sem er kenndur við samnefnda höll Margrétar Þórhildar drottningar. Heimsókn í garðinn er frábærlega skemmtileg og ekki síst á falleg- um sólskinsdegi. Göngustígarnir eru lagðir í bugðum og handan við hverja þeirra er alltaf eitthvað nýtt á sjá. Lauf á tegund sem maður þekkir ekki og meira að segja þokkalega stórt stöðuvatn með sund- og vað- fuglum. Meðal þess sem við gengum fram á var stórt klofið beykitré sem hafði orðið fyrir eldingu. Mér skilst að tréð verði látið vera þar sem það liggur og muni þjóna sem afdrep fyrir skordýr og minni spendýr á meðan það rotnar og breytist í nær- ingarefni fyrir annan gróður. Fyrstu trén í safninu voru gróðursett árið 1923 og á hverju ári bætast ný við. Í dag finnast um 900 trjákenndar plöntur í garðinum, bæði stór tré og lágir runnar. Meðal tegunda í garðinum eru risafura, musteristé og fjöldi ávaxtatrjáa, hindarblóma og lyngrósa. Í garðinum og nærliggj- andi skógi eru einnig dádýr, íkornar, hegrar og uglur auk fjölda annarra dýra. /VH Hluti rósasafnsins. Rósirnar eru í umsjón sjálfboðaliðasamtaka sem kalla sig Vinir grasagarðsins. Mynd / VH Kaktusar frá Suður-Ameríku. Mynd / VH Papajaaldin, sem stundum er kallað sólaldin, er aldin amerískrar hitabeltisjurtar sem svipar til melónu. Mynd / VH Risafura (Sequoiadendron giganteum) í trjásafn- inu. Mynd / VH Skordýrahótel. Lauf musteristrés (Ginkgo biloba). Tréð er upprunnið í Kína og eina eft- irlifandi tegundin af ættbálki must- erisviða. Guðrún Helga Tómasdóttir og Guðjón Guðmundsson ásamt dönsku mjólk- urkúnni í grasagarðinum í Árósum. Mynd / VH Vatnaliljur. Mynd / VH 25% afsláttur af bætiefnum fyrir meltinguna, dagana 26. janúar - 18.febrúar. Bakhjarlar á blóti! Netverslun – lyfja.is Milk thistle Fyrir lifrina á álagstímum. Verð: 2.639 kr. Verð áður: 3.519 kr. Fljótandi blanda jurta sem getur hvatt meltinguna til góðra verka. Verð: 1.796 kr. Verð áður: 2.396 kr. Verð: 2.376 kr. Verð áður: 3.168kr. Multidophilus 12 Öflug blanda góðgerla fyrir heilbrigða meltingarstarfsemi og góðar hægðir. Verð: 1.791 kr. Verð áður: 2.388 kr. Super Digestaway Getur hjálpað gegn uppþembu og þyngslum í maga. Gallexier 25% afsláttur Solaray Finndu þinn sólargei sla í næs tu verslun Lyfju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.