Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2017
„Ferðin gekk í alla staði vel og
allir komu heilir heim, það er
fyrir mestu,“ segir Ari Jóhann
Sigurðsson í Varmahlíð í
Skagafirði, en í síðustu viku fór
hann ásamt fleiri vöskum mönn-
um í leiðangur hvers tilgangur
var að sækja kindur sem orðið
höfðu eftir í Staðarafrétt á liðnu
hausti. Heim var komið eftir
vel heppnaða aðgerð með fjórar
kindur sem allar eru komnar til
síns heima. Um helgina var síðan
farið í annan túr og þá heimtust
5 kindur til viðbótar.
Með Ara Jóhanni í för í fyrri
ferðinni voru þeir Guðmundur
Valtýsson, Eiríksstöðum, Þorbergur
Gíslason, Glaumbæ, Ólafur Bjarni
Haraldsson, Brautarholti, Arnór
Gunnarsson, Varmahlíð og Birgir
Hauksson, Valagerði. Fóru kapp-
arnir á þremur fjórhjólum og tveim-
ur sexhjólum, vel búnir með allar
græjur sem til þarf í leiðangur af
þessu tagi sem og með góðan fjar-
skiptabúnað.
„Ferðin tók í allt fjóra og hálf-
an tíma. Við lögðum af stað um kl.
11 þegar orðið var vel bjart, veður
var ljómandi gott, frost og logn og
ágætis ferðaveður hélst allan tím-
ann,“ segir Ari Jóhann. Farið var í
svonefnd Vesturfjöll, fjöllin norð-
ur af Vatnsskarði. Lagt var af stað
frá Gautsdal, norður Laxárdal og
í gegnum Litla-Vatnsskarð. Þaðan
var haldið út Víðidal og á móts við
Gvendarstaði, bæ sem fór í eyði um
aldamótin 1900, sáust fjórar kindur
sem héldu sig utan í Stakkfellinu.
Hafa haldið sig á afréttinum frá
því í haust
„Við höfum vitað af þessum kindum
frá því í haust, rjúpnaskytta sá þær
í október og svo sáust þær við eft-
irgrenslan um áramótin,“ segir Ari
Jóhann, en enn eru á þessum slóð-
um, í Staðarafrétt, einhverjar eftir-
legukindur. Vitað er um tvær kindur
sem sáust á Hryggjardal í desem-
ber sem ekki eru fundnar, auk þess
sem ein kind heldur sig á Miðdal. Á
þrettándanum voru tvær kindur sótt-
ar vestur á Miðdal, þannig að nú er
búið að sækja sex kindur. Þá fundust
tvö hross í Reykjarskarði í síðustu
viku sem saknað hafði verið síðan
í haust. „Það verður eflaust farið í
fleiri ferðir á næstunni, svona til að
kíkja yfir svæðið, en það veltur á
veðrinu, maður fer ekki nema veður
og skyggni sé gott. Við höldum ekki
í annan slíkan leiðangur með öllum
þeim mannskap og útbúnaði sem til
þarf upp á von og óvon,“ segir hann.
Vel gekk að handsama kindurnar
sem náð var í í Staðarafrétt í síðustu
viku, tík Guðmundar á Eiríksstöðum
var með í för og komst hún í veg
fyrir þær. Eftirleikurinn var nokkuð
auðveldur og allar voru kindurnar
settar upp á hjólin til þess að gera á
skömmum tíma. Þrjár kindanna eru í
eigu Erlu Lárusdóttur á Sauðárkróki
og þá átti Friðrik Stefánsson í
Glæsibæ eitt lamb.
/MÞÞ
Skagafjörður:
Heilmikill leiðangur gerður
eftir kindum í Staðarafrétti
– Tvær ferðir síðustu daga og alls níu kindur heimtar
Það voru nokkrar festur í ferðinni, þessi sýnu verst. En allt bjargaðist enda
vanir menn á ferð og öllu vanir.
Arnór Gunnarsson sleppti ekki takinu af eftirlegukindunum.
Vígalegir kappar. Ari Jóhann Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Guð-
mundur Valtýsson, Birgir Hauksson og Arnór Gunnarsson.
Ferðaþjónustan Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit
Laxárbakki er lítið ferðaþjónustu fyrirtæki sem býður upp á gistingu og veitingar allt
árið. Laxárbakki er staðsettur í Hvalfirði á bökkum „Laxár“. Hann er vel staðsettur við
þjóðveg 1, aðeins 12 km frá Akranesi og 17 km frá Borganesi. Laxárbakki er tilvalin
bækistöð fyrir frekari ferðalög um Vesturlandið, auk þess sem nánasta nágrenni býður
upp á ótalmarga spennandi möguleika fyrir ferða- og útivistarfólk. Stutt er á alla helstu
ferðamannastaði á suðvesturlandi eins og Húsafell, Langjökul, Þingvelli, Hvalfjörð og
Snæfellsnes. Einstakt fuglalíf er á staðnum og mikið er af góðum gönguleiðum eins og
Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Síldarmannagöngur, Glymur o.fl. Mjög
góð aðstaða er í veislusalnum fyrir fermingar, giftingar, ættarmót, hópefli, gönguhópa,
hestahópa og aðra hópa. Laxárbakki er einnig frábær staður fyrir aðdáendur norður-
ljósa því þar skapast oft mjög góð skilyrði til að njóta fegurðar þeirra.
Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður upp á gistingu í 12 glæsilegum studióíbúð-
um fyrir allt að 31 manns og 6 svefnherbergi í gistihúsi fyrir allt að 14 manns. Stór
veitingarstaður er á staðnum sem tekur allt að 100 manns í sæti. Sjá nánar heima-
síðu Laxárbakka: http://www.laxarbakki.is og heimasíðu fasteignamiðstöðvarinnar:
http://www.fasteignamidstodin.is
Sumarstörf í boði
Landgræðsla ríkisins óskar
eftir starfsfólki í sumarstörf
Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru
verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt
lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr.
91/2002. Höfuð¬stöðvar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Landgræðslustjóri situr í Gunnarsholti og þar er aðsetur landverndarsviðs, þró-
unarsviðs og skrifstofu fjármála og rekstrar. Héraðssetur eru staðsett í Gunnarsholti,
á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.
Helstu verkefni sumarstarfsmanna
Á Landverndarsviði:
1. Aðstoð á héraðssetrum Landgræðslunnar, tvær stöður fyrri
háskólanema, nánar á land.is.
2. Viðhald girðing á starfssvæði Landgræðslunnar á norðurlandi,
staðsett í Mývatnssveit, ein staða.
Á Þróunarsviði:
Aðstoð við rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins, tvær stöður fyrri
háskólanema, nánar á land.is.
Gunnarsholt Rangárþingi ytra:
1. Aðstoð í mötuneyti, þrif og aðstoð við móttöku gesta, ein staða.
Gistiaðstaða í boði í Gunnarsholti
Hæfni
Stundvísi, ábyrgð, þjónustulund og snyrtimennska skilyrði.
Bílpróf er nauðsynlegt.
Vinnuvélaréttindi æskileg í starf merkt 2
Um er að ræða 100% stöður sem henta hvort sem er konum eða
körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Fjármálaráðherra f.h.
ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til 16. febrúar næstkomandi. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf í maí. Umsókn skal fylla út og senda rafrænt
á heimasíðu Landgræðslunnar land.is, http://land.is/storf-i-bodi/.
Einnig má senda umsókn til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti,
851 Hella. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfs-
mannastjóri, í síma 488 3000 eða á netfangið sigurbjorg@land.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin