Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 40

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Í haust hafa orðið töluverðar breytingar hjá RML, nýir starfs- menn, ný hlutverk eldri starfs- manna og starfsmenn að færa sig um set. Hérna fylgir samantekt og kynning á því sem hefur verið að gerast í haust og fram til áramóta í starfsmannamálum en það er einlæg ósk okkar hjá RML að viðskiptavin- ir séu meðvitaðir um uppbyggingu og starfsemi RML og viti að við tökum alltaf vel á móti ykkur. Vignir Sigurðsson fram- kvæmdastjóri: Vignir hefur starfað hjá RML frá upphafi en hann var þá ráðinn sem fjár- málastjóri. Vignir sinnir starfi fram- kvæmdastjóra til haustsins, eða á meðan Karvel, sem var upphaf- lega ráðinn fram- kvæmdastjóri, er í leyfi. Vignir er með starfsstöð á Akureyri. Helga Halldórsdóttir fjármála- stjóri: Helga hefur starfað hjá RML frá upphafi en hún var ráðin sem verk efnastjóri tæknimála. Hún hefur séð um reikningagerð, tæknimál starfs- manna og fleira en tók við sem fjár- málastjóri í haust þegar Vignir tók við framkæmdastjórastöðunni. Helga starfar á Hvanneyri. Stefanía Jónsdóttir bókari: Stefanía er ný hjá RML. Hún var ráðin í haust sem bókari en þegar Helga fluttist yfir í fjár- málastjórasætið hefur Stefanía tekið við hluta af verk efnum Helgu eins og útskrift reikn- inga og sam- skipti við við- skiptavini sem hafa spurningar eða athugasemdir við reikningana. Við bjóðum Stefaníu velkomna í hóp- inn og vonum að viðskiptavinir eigi við hana gott samstarf í framtíðinni. Stefanía er með starfsstöð á Akureyri. Sigurður Guðmundsson ráðu- nautur: Sigurður kom inn nýr í haust. Hann er með framhaldsmenntun á sviði viðskipta og kemur sterkur inn í rekstrarhóp RML sem er að vinna mjög flott starf með bænd- um og í góðum tengslum við fjármálafyrirtæki. Við vonum að bændur verði duglegir að hafa samband og fá ráðgjöf varð- andi reksturinn. Starfsstöð hans er á Hvanneyri. Baldur Örn Samúelsson ráðu- nautur: Baldur hefur starfað hjá RML í rúmt ár, aðallega í ráðgjöf um fóðrun til bænda á Suðurlandi en hann var með starfsstöð á Selfossi. Nú hefur Baldur fært sig um set á Hvanneyri. Baldur mun sinna fjölbreyttari nautgriparæktar- verkefnum eins og kynbótaráðgjöf og kúadómum. Við bjóðum Baldur velkominn á Vesturland en minnum á að hann sinnir áfram bændum af öðrum landsvæðum í samræmi við þá stefnu RML að ráðunautar starfa á landsvísu. Sigurlína Magnúsdóttir ráðu- nautur: Sigurlína byrjaði seint í haust hjá RML sem almennur ráðunautur en hennar helstu áherslur verða á nautgripa- rækt. Hún hefur starfað þétt með Eiríki Loftssyni þar sem hún fær þjálf- un í fóðuráætlanagerð. Með vorinu fer hún einnig að skoða kvígur og því eiga skagfirskir bændur eftir að sjá meira af henni eftir því sem líður á. Starfsstöð hennar er á Sauðárkróki og mun hún því sinna að mestu verkefnum þar í sveit en auðvitað á það sama við um Sigurlínu eins og aðra ráðunauta RML að hún vinnur á landsvísu og veitir bændum alls staðar að af landinu ráðgjöf eftir því sem það á við. Harpa Birgis- dóttir ráðunautur: Harpa byrj aði seinnipart hausts hjá RML sem almennur ráðu- nautur. Hún hafði aðeins unnið sem verktaki í lamba- dómum fyrir RML áður en hún byrjaði sem ráðunautur. Hennar helsta verksvið verður, eins og Sigurlínu, í nautgriparæktinni en þar sem Harpa er á fámennri starfsstöð á Blönduósi kemur hún til með að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem upp koma á svæðinu. Snorri Þor- steinsson ráðu- nautur: Snorri byrjaði um ára- mótin hjá RML. Hann hefur fram- haldsmenntun í jarðvegsfræðum og mun starfa í faghópi jarðræktarinnar. Snorri er með starfsstöð á Hvanneyri en eins og áður hefur komið fram eru ráðunautar vel hreyfanlegir og með nútímatækni eigum við auðvelt með að sinna við- skiptavinum alls staðar að af landinu. Snorri og aðrir úr jarðræktarhópi veita ráðgjöf um endurræktun, áburðaráætl- anir eða annað sem tengist jarðrækt. Sigtryggur Veigar Herbertsson bútækniráðu- n a u t u r : S i g t r y g g u r var kynntur til leiks í síðasta Bændablaði en hann byrjaði hjá RML um áramótin. Hann hefur sérmenntun á sviði aðbúnaðar og tækni og kemur því til með að fylla í það skarð sem verði hefur á þessu sviði síðustu mánuði. Sigtryggur er með starfsstöð á Akureyri en veitir bændum í framkvæmdahug ráðgjöf um allt land. Við hvetjum viðskiptavini, gamla sem nýja, að fylgjast með okkur á heimasíðunni www.rml.is en þar er hægt að fá frekari upplýsingar um starfsmenn og starfsemi RML. /Berglind Ósk Óðinsdóttir, starfsmannastjóri RML Mannauður hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Spinder fjósainnréttingar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútímafjósa. Við afgreiðum stíur, jötugrindur og milligerði í mörgum stærðum og gerðum og í flestum tilfellum er afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. Hafðu samband: bondi@byko.is INNRÉTTINGAR byko.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Árið 2002 urðu töluverðar breytingar á starfsumhverfi garð- yrkjunnar. Innflutningstollar voru lækkaðir eða afnumdir og gerður var samningur milli ríkisvaldsins og garðyrkjubænda. Þessi samn- ingur var nefndur aðlögunarsamn- ingur þar sem honum var ætlað að laga atvinnugreinina að breyttu samkeppnisumhverfi. Teknar voru upp beingreiðslur í gúrkum, papriku og tómötum en á móti var opnað fyrir tollfrjálsan inn- flutning á þessum afurðum. Að þess- um 15 árum liðnum hafa orðið miklar breytingar í garðyrkjunni en í megin- atriðum hefur atvinnugreinin styrkt sig í sessi og staða hennar gagnvart erlendri samkeppni er nokkuð góð í dag. Eitt af því sem orðið hefur til þess að styrkja atvinnugreinina er aukin fagþekking. Á þessum tíma hefur þróunarfé búgreinarinnar að stórum hluta verið nýtt til kaupa á þekkingu frá erlendum sérfræðingum sem hafa heimsótt garðyrkjubændur reglulega í fylgd innlendra ráðunauta. Þessi þekk- ing hefur hjálpað bændum að þróa og bæta framleiðsluna og einnig hefur þetta samstarf styrkt mjög innlent ráð- gjafarstarf. Það gefur auga leið að einn til tveir innlendir garðyrkjuráðunautar geta ekki sérhæft sig í öllum þeim fjölmörgu framleiðslugreinum sem finnast innan garðyrkjunnar og því gott að geta keypt inn sérþekkingu á ákveðnum sviðum. Eftir því sem heimsóknum fjölgar eykst þekking sérfræðinganna á íslenskum aðstæð- um, persónuleg tengsl myndast og gagnkvæmt traust leiðir af sér betri og markvissari ráðgjöf. Auk þess að fá sérfræðingana hingað, hafa garðyrkju- bændur farið í kynnisferðir á þeirra heimasvæði og notið leiðsagnar þeirra. Fjölbreyttari starfsemi Í byrjun voru fjögur sérsvið undir í að grænmeti, með einn sérfræðing á hverju sviði. Síðan bættust við jarðar- ber (og önnur ber), svepparækt og líf- rænar varnir. Frá árinu 2002 hefur þróunarfé garðyrkjunnar verið takmarkað við æta hlutann, þ.e matjurtaframleiðsl- una. Í nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir að þróunarfé garðyrkju nýt- ist öllum greinum garðyrkjunnar, þ.e blómaframleiðslu og garðplöntufram- leiðslu auk matjurtanna. Þetta þýðir að þessi starfsemi verður aukin enn frekar og í áætlun fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að hingað komi 9 erlendir sérfræðingar í alls 24 heimsóknir. Aukinn kostnaður – gjald fyrir heimsóknir Þessum auknu umsvifum fylgir óhjákvæmilega kostnaðarauki. Fagráð í garðyrkju hefur mótað þá stefnu að verja auknum hluta af þróunarfé andi ári og þá verður auðvitað minna til skiptanna í annað, t.a.m kynningar- verkefni, tilraunaverkefni og ferða- styrki. Auk þessa er gert ráð fyrir að bændur greiði nú gjald fyrir hverja heimsókn, og verður það miðað við verðskrá RML. Ef íslenskir garðyrkjubændur ætla áfram að bæta samkeppnisstöðu sína með fjölbreyttri framleiðslu er staða þekkingar í greininni lykilatriði. Því er nauðsynlegt að þróa og efla samstarf við færustu sérfræðinga á hverju sviði svo íslensk garðyrkja verði áfram með á nótunum á heimsvísu. /Helgi Jóhannesson, ráðunautur í garðyrkju RML starfar með erlendum sérfræðingum í garðyrkju

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.