Bændablaðið - 26.01.2017, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Frumlegir knattspyrnuunnendur á Englandi:
Fyrsti fótboltaleikvangur heims sem
unninn er úr nytjum skógarins
Arkitektastofan Zaha Hadid
Architects bar sigur úr býtum í
samkeppni um nýjan fótboltaleik-
vang Forest Green Rovers FC í
enska bænum Stroud. Það er ekki í
frásögur færandi nema vegna þess
að hann verður unninn úr nytjum
skógarins og hefur byggingin þar
af leiðandi lágt kolefnisspor og
mun fullbyggður kallast sjálfbær
leikvangur úr tré.
Zaha Hadid Architects eru meðal
annars þekkt fyrir að vinna með líf-
ræn form þegar þeir hanna nýjar
byggingar. Því fannst þeim tilval-
ið að vinna með tré sem aðalhrá-
efni fyrir fótboltafélagið sem hefur
í lengri tíma gert út á sjálfbærni
meðal annars með því að bjóða upp
á grænmetisfæði fyrir leikmenn sína
og áhangendur.
Tré er áhugavert byggingarefni að
mati arkitektastofunnar, vegna lágs
koltvísýringsspors þess, því um þrír
fjórðu hlutar af kolefnislosun leik-
vangsins kemur frá byggingarefni
hans. Að kröfu forsvarsmanna Forest
Green Rovers FC verður efniviðurinn
í leikvanginum að koma frá viður-
kenndu sjálfbæru skógarlandsvæði.
Arkitektastofan hefur einnig valið tré
vegna þess hversu slitsterkt efni það
er og fagurt. Hér verður einnig unnið
út frá því að áhorfendastæði og gólf
verði úr tré sem er vanalega smíðað
úr steypu eða stáli.
Leikvangurinn, sem mun rúma 5
þúsund áhorfendur, verður kolefn-
ishlutlaus fyrir um 40 hektara
stórt svæði í kring sem mun hýsa
vistfræðilegan skemmtigarð. Svæðið
á að þjóna gestum sínum sem íþrótta-
og tómstundagarður sem leggur
áherslu á græna tækni og sjálfbærni.
/ehg
Kíkt í smiðju Norðmanna:
Markaðssetning ferðaþjónustu
til sveita og afurða beint frá býli
- kynningarferð fyrir íslenska bændur
Norskir bændur hafa um árabil
byggt upp ferðaþjónustu, afþrey-
ingu og sveitaverslanir undir merk-
inu „Hanen“. Hey Iceland í sam-
vinnu við Beint frá býli og Opinn
landbúnað stendur fyrir fræðslu-
ferð þar sem áhersla er lögð á að
kynnast starfsemi norskra bænda
og ferðaþjónustuaðila í dreifbýli.
Í ferðinni kynnumst við félaga-
samtökunum Hanen (www.hanen.is )
og heimsækjum félagsmenn sem eru
búsettir á landsbyggðinni og bjóða
m.a. upp á mat beint frá býli, gistingu
og afþreyingu. Einnig verða þekkt-
ar náttúruperlur skoðaðar á leiðinni
og í lokin njótum við góðra stunda
í Bergen áður en haldið er heim til
Íslands.
Ferðatími er 25.–30. apríl og flog-
ið er til Osló en heim frá Bergen.
Markmið ferðarinnar er að kynnast
því hvernig frændur okkar Norðmenn
byggja upp ferðaþjónustu í dreifbýli
Noregs undir merkjum Hanen. Í
ferðinni fáum við að kynnast fjöl-
breyttri starfsemi Hanen, m.a. fram-
leiðslu beint frá býli, sveitaverslun,
gistingu, veitingum og afþreyingu.
Auk þess mun leið okkar liggja um
stórbrotna náttúru í Vestur-Noregi.
Haldið er frá Keflavík til Oslóar að
morgni þriðjudags og á föstudegin-
um lýkur skipulagðri dagskrá með
staðarleiðsögn um Bergen. Á laugar-
deginum er frjáls dagur en síðan er
haldið heim til Íslands frá Bergen á
sunnudeginum en áætluð lending er
kl. 15 í Keflavík.
Ferðin er sérstaklega skipulögð
fyrir þá sem hafa áhuga á upp-
byggingu landsbyggðarinnar með
tengingu við ferðaþjónustu. Ferðin
ætti að höfða vel til félaga innan
Hey Iceland, Beint frá býli og Opins
landbúnaðar, þ.e. aðila sem starfa í
greininni og aðra áhugasama sem
vilja læra af reynslu annarra, fá nýjar
hugmyndir og efla samvinnu á milli
þeirra sem starfa í ferðaþjónustu á
landsbyggðinni.
Þessa dagana er unnið að undir-
búningi ferðarinnar, en snemma í
febrúar verður send út ítarlegri dag-
skrá með upplýsingum um kostnað.
Ferðin verður í sölu hjá
Bændaferðum, en í undirbúningsnefnd
sitja fulltrúar frá Bændasamtökunum,
Beint frá býli og Hey Iceland/Félagi
ferðaþjónustubænda.
UTAN ÚR HEIMI
Sérstaðan getur skapað miklar tekjur:
Heymjólk
Það hefur lengi legið fyrir að sér-
staða við framleiðslu landbúnað-
arvara skiptir verulegu máli þegar
kemur að markaðssetningu. Þetta
þekkja íslenskir bændur mæta
vel og víða erlendis hafa á undan-
förnum árum skotið upp kollinum
vörumerki sem byggja á einhvers
konar sérstöðu.
Stundum er það landið eða land-
svæðið sem bent er á sem sérstöðu og
má nefna sem dæmi norska Jarlsberg
ostinn, sem er reyndar bara gouda
ostur en nýtur sérstöðu víða um heim
vegna upprunans. Það er sérstaðan
sem skiptir máli þegar horft er til
möguleikanna á hærra verði og auk-
inni framlegð og bændur í Austurríki
áttuðu sig snemma á því hvað upp-
runinn og sérstaðan hefur mikil áhrif
á möguleikana á bættri framlegð. Þeir,
ásamt bændum í Sviss, voru með
þeim fyrstu til þess að nýta sér Alpana
sem sérstöðu við markaðssetningu á
mjólk og mjólkurvörum og þeir hafa
undanfarin ár verið í töluverðri sókn
með fleiri vörur sem byggja á sérstöðu
og er ein þeirra svokölluð heymjólk.
Forn aðferð
Heymjólk er, eins og nafnið gefur til
kynna, mjólk sem framleidd er með
fóðrun kúa á heyi. Þetta þykir e.t.v.
sumum hálf broslegt en staðreyndin
er að það er stór markaður fyrir þessa
sérstöku mjólk sem byggir á þeirri
fornu aðferð við framleiðslu mjólkur
að kýrnar fá einungis gras af beit á
sumrin og þurrhey á veturna. Annað
gróffóður má ekki gefa kúnum en auk
þess má fóðra kýrnar með kjarnfóðri,
vítamínum og steinefnum. Vothey
má ekki gefa þessum kúm en rann-
sóknir hafa sýnt að sýrustig í vömb
kúa sem ekki fá vothey verður annað
og fitusýrusamsetning mjólkurinnar
verður einnig önnur. Fyrir vikið er
heymjólk nokkuð frábrugðin annarri
mjólk hvað bragð snertir og sker sig
því frá annarri mjólk. Þessi aðferð
við fóðrun kúnna er auðvitað ekki
ný af nálinni og hefur verið notuð í
hundruð ára í Ölpunum.
Áður notuð í harða osta
Hér áður fyrr, áður en markaðssetn-
ingarfólk áttaði sig á því að hægt væri
að selja heymjólk sérstaklega, voru
sérfræðingar í ostagerð fyrir löngu
búnir að átta sig á því að heymjólk
væri öðruvísi en önnur mjólk. Lengi
vel var slík mjólk sótt sérstaklega á
þau bú sem hana framleiddu og fór
mjólkin fyrst og fremst í framleiðslu
á ákveðnum hörðum ostum. Reynsla
mjólkurfræðinganna hafði leitt þá til
þess að nýta mjólkina í þessa ostagerð
enda hentaði hún sérlega vel í slíka
ostagerð þar sem heymjólkin var með
mun lægra hlutfall smjörsýru-bakter-
ía en önnur mjólk, en þær geta valdið
óheppilegri gerjun í hörðum ostum.
Skilgreiningin á heymjólk
Þó svo að heymjólk hafi upphaf-
lega verið markaðssett í Austurríki
hefur þessi tegund mjólkur færst
til margra annarra landa og er í dag
einnig framleidd í Sviss, Frakklandi,
Þýskalandi, Danmörku og vafalítið
fleiri löndum. Fyrir vikið er núorðið
til nákvæm skilgreining á því hvað
þarf til, svo markaðssetja megi mjólk
sem heymjólk. Heymjólk hefur því,
rétt eins og lífrænt vottuð mjólk,
fengið afar skýran og skilgreindan
bakgrunn. Heymjólk getur einungis
komið frá kúm sem fá aldrei vothey
og skal rúmlega 60% af fóðri kúnna
vera frá beit eða þurrheyi. Hinn hluti
fóðursins má koma frá kjarnfóðri eða
öðru slíku en þó engu fóðri eða fóð-
urefnum sem hafa verið súrsuð eða
hafa gerjast með einum eða öðrum
hætti. Þá er bændum óheimilt að gefa
kúnum rúlluhey hafi það verið pakk-
að í plast!
Mun dýrari framleiðsluaðferð
Þau kúabú sem eru með vottun
til framleiðslu á heymjólk fá ekki
einungis greitt hærra afurðastöðva-
verð fyrir mjólkina sökum sérstöð-
unnar heldur einnig vegna hærri
framleiðslukostnaðar. Þar sem gefa
þarf kúnum hey á veturna, sem er
mun dýrari framleiðsluaðferð við
gróffóður en vothey, er kostnaður-
inn töluvert hærri og hafa bændurnir
sem framleiða heymjólk verið að fá
í kringum 25% hærra afurðastöðva-
verð en þeir sem framleiða hefð-
bundna mjólk. Til þess að setja þetta
í samhengi má einnig geta þess að
afurðastöðvaverð erlendis fyrir líf-
rænt vottaða mjólk, sem er enn dýrari
í framleiðslu en heymjólk, hefur oft
verið í kringum 45–50% hærra en
hefðbundið afurðastöðvaverð.
8 þúsund vottuð bú
Í Austurríki eru nú 8 þúsund kúabú
með vottun og geta þau því fram-
leitt heymjólk og alls nemur árleg
framleiðsla á þessari tegund mjólkur
rúmum fjögur hundruð milljónum
lítra eða um 15% af heildarmjólk-
ur-framleiðslu landsins. Þó svo að
um lítið magn sé að ræða, sé litið
til heildarframleiðslu landsins, þá
er þetta hlutfall langtum stærra en í
öðrum löndum Evrópusambandsins
en árið 2014 nam vottuð heymjólkur-
framleiðsla 3% af allri mjólkurfram-
leiðslu Evrópusambandslandanna.
Útflutningsvara
Vegna langrar sögu heymjólkur í
Austurríki eru þarlendar afurða-
stöðvar fremstar í markaðssetningu
á slíkri mjólk og mjólkurvörum
sem unnar eru úr heymjólk. Í dag
eru á markaði rúmlega 400 mis-
munandi mjólkurvörur frá aust-
urrískum afurðastöðvum sem eru
unnar úr heymjólk og má þar nefna
bæði osta, jógúrt, drykkjarmjólk og
smjörgerðir. Mest af þessum vörum
eru seldar til Þýskalands og Ítalíu
en vegna smæðar framleiðslunnar
í Austurríki hafa afurðastöðvarnar
mest unnið að því að halda sér við
þessa tvo markaði.
Bannað að markaðssetja sem
hollustuvöru
Þó svo að heymjólk og heymjólkur-
vörur séu fyrst og fremst markaðs-
settar með tilvísun til uppruna og
gamalla hefða þá höfðu sum minni
afurðafélögin reynt að markaðssetja
heymjólk sem sérstaka hollustuvöru
og markaðssett hana sem hreinustu
mjólkina á austurríska markaðinum.
Slíka fullyrðingu sættu aðrir fram-
leiðendur mjólkur sig ekki við og
fengu, árið 2013, þarlenda dómstóla
til þess að banna markaðssetningu á
heymjólk sem byggði á fullyrðing-
um sem ekki væri hægt að sanna.
Heymjólk og heymjólkurvörur hafa
því eftir það verið einungis markaðs-
settar með tilvísun í upprunann og
allar fullyrðingar um að slík mjólk
eða mjólkurvörur séu betri en aðrar
mjólkurvörur eru á bak og burt.
Möguleikar hérlendis?
Þegar horft er til þess hve miklum
árangri Austurríkismenn hafa náð við
markaðssetningu á heymjólk og vax-
andi útbreiðslu hennar til landanna í
kring og meira segja til Danmerkur,
verður ekki hjá því komist að velta
því upp hvort slík sérstöðumjólk gæti
átt erindi inn á hinn íslenska markað.
Við höfum langa hefð og reynslu af
framleiðslu á þurrheyi og ef mark-
aðurinn vill borga hærra verð fyrir
slíka mjólk þá er um að gera að bjóða
upp á þann valkost. Vegna smæð-
ar markaðarins má vissulega setja
spurningarmerki við framleiðslu á
ferskvörum úr slíkri mjólk en fram-
leiðsla á t.d. hörðum osti gæti verið
áhugaverð.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Sviðsstjóri mjólkurgæðasviðs
Dýralækninga- og gæðadeild
SEGES í Danmörku
Gamli góði heyvagninn kemur að góðum notum hjá þeim bændum sem eru
með heymjólkurvottun. Á Íslandi leynast enn nokkrir slíkir undir hlöðuvegg.
Það liggja mikil verðmæti í heyinu
og sérstaða fólgin í því að fóðra ein-
vörðungu með því.
Í Austurríki er mikið gert úr hey-
mjólk enda er 15% allrar framleiddrar
mjólkur vottuð sem slík.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers
FC í enska bænum Stroud.
Myndir / Zaha Hadid Architects