Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Guðmundur Jóhannsson
ábyrgðarmaður í
nautgriparækt
mundi@rml.is
Niðurstöður skýrsluhaldsársins
hjá mjólkurframleiðendum 2016
Niðurstöður skýrsluhaldsársins í
mjólkurframleiðslunni 2016 hafa
verið reiknaðar og birtar á vef
Ráðgjafarmiðstöðvar landbún-
aðarins www.rml.is. Hér á eftir
verður farið yfir helstu tölur úr
uppgjörinu. Þeir framleiðendur
sem skiluðu upplýsingum um
afurðir kúa sinna á nýliðnu ári
voru 575 en á árinu 2015 voru
þeir 580. Niðurstöðurnar eru þær
helstar að 24.999,2 árskýr skiluðu
6.129 kg nyt að meðaltali. Það er
afurðaaukning um 278 kg frá
árinu 2015 en þá skiluðu 25.609,9
árskýr meðalnyt upp á 5.851 kg.
Jafnframt eru þetta mestu með-
alafurðir frá upphafi vega og í
fyrsta skipti sem þær ná yfir 6.000
kg eftir árskú.
Meðalbústærð á landinu reiknað-
ist 43,5 árskýr á árinu 2016 en sam-
bærileg tala var 44,0 árið á undan.
Meðalbústærð reiknuð í skýrslu-
færðum kúm var nú 59,5 kýr en 2015
reiknuðust þær 56,8.
Mestar meðalafurðir
voru í Skagafirði
Þegar litið er á niðurstöður eftir
svæðum kemur í ljós að í Skagafirði
eru meðalafurðir mestar, 6.486 kg
eftir árskú, en skammt undan er
Austurland með 6.424 kg á árskú.
Þar hafa afurðir aukist mjög milli
ára en árið 2015 voru þær 5.848 kg/
árskú. Þriðja sæti verma Árnesingar
en þar skilaði árskýrin að meðal-
tali 6.379 kg. Stærst voru búin í
Eyjafirði, 53,5 árskýr en minnst í
Suður-Þingeyjarsýslu 27,9 árskýr.
Meðalbúið aldrei stærra
Meðalbústærð jókst umtalsvert
milli ára enda jókst innlegg mjólk-
ur um 4,3 milljónir lítra milli ára.
Meðalinnlegg á bú með innlegg allt
árið nam 250.182 lítrum samanbor-
ið við 233.991 lítra á árinu 2015.
Þetta er aukning upp á 6,92%. Á
sama tíma fækkaði innleggjendum
mjólkur um 40 talsins og voru kúabú
í framleiðslu 580 talsins nú um ára-
mótin 2016/17.
Íslandsmet á Brúsastöðum
í Vatnsdal
Mest meðalnyt eftir árskú á nýliðnu
ári, 2016, var á búi Brúsa ehf. á
Brúsastöðum í Vatnsdal, 8.990
kg á árskú. Þar með féll fimm ára
gamalt Íslandsmet þeirra Ólafs og
Sigurlaugar í Hraunkot í Landbroti
en það var 8.340 kg á árskú á árinu
2011. Búið á Brúsastöðum var fimmta
afurðahæsta búið á árinu 2015 en
vermdi efsta sæti listans árin 2013
og 2014. Árangur þeirra hjóna Gróu
Margrétar Lárusdóttur og Sgurðar
Eggerz Ólafssonar á Brúsastöðum
undanfarin ár er stórglæsilegur enda
hefur eftir honum verið tekið. Þau
hlutu m.a. Landbúnaðarverðlaunin
2015 og má taka undir orð þáverandi
landbúnaðarráðherra við afhendingu
verðlaunanna um að búinu sé sinnt
af miklum myndarskap, jafnt hvað
umhirðu og góðan árangur varðar
en jafnframt og ekki síður hvað ytra
umhverfi og ásýnd viðkemur. Annað
búið í röðinni árið 2016 var bú Þrastar
Þorsteinssonar á Moldhaugum í
Eyjafirði en þar var nytin 8.274 kg eftir
árskú. Þriðja í röðinni við uppgjörið
nú var bú Guðlaugar og Eybergs á
Haunhálsi í Helgafellssveit en þar var
meðalnyt árskúna 8.173 kg. Í fjórða
sæti var bú Félagsbúsins á Syðri-
Grund í Höfðahverfi við Eyjafjörð
þar sem meðalafurðir árskúnna
voru 8.129 kg. Fimmta búið var bú
Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á
Svalbarðsströnd, meðalnytin þar var
8.091 kg eftir árskú. Næsta bú, nr.
6 á listanum, var bú Félagsbúsins á
Espihóli í Eyjafirði með meðalafurðir
upp á 8.049 kg eftir árskúna. Sjöunda
og síðast þeirra sem náðu meðal-
afurðum yfir 8.000 kg/árskú var bú
Pálma Ragnarssonar í Garðakoti í
Hjaltadal en þar reiknaðist meðalnyt
árskúnna 8.029 kg. Meirihluti þeirra
búa, sem hér hafa verið talin, fannst
á hliðstæðum lista fyrir ári síðan og
þau þeirra sem ekki voru í 10 efstu
sætunum þá mátti finna á fyrstu síðu
listans yfir afurðahæstu búin árið
2014, þannig að hér eru þeim sem
til þekkja öll nöfn kunnugleg. Á 80
búum reiknaðist meðalnyt árskúa yfir
7.000 kg árið 2016 en 51 bú náði því
marki árið 2015.
Sigurður Kristjánsson
Skýrsluhald
sk@rml.is
Ársuppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar 2016
Uppgjörssvæði Árskýr
Afurðir á
árskú
Fita %
Prótein
%
Heilsárs-
kýr
Kýr á
skýrslu
Í skýrslu-
haldi í
des. 2016
Skiluðu
skýrsl- um í
des. 2016
Skiluðu
skýrslum
2016
Skrá
kjarn-
fóður
Kjarnf. á
árskú kg
Meðal-bú-
stærð (árs- kýr)
Meðal- bú-
stærð (skýrsluf.
kýr)
Kjalarnesþing 282,9 5.128 3,98 3,26 170 410 6 6 7 2 1.254 40,4 58,6
Borgarfjörður 2.151,8 5.752 4,21 3,40 1.506 2.916 47 47 51 27 723 42,2 57,2
Snæfellsnes 668,0 6.238 4,47 3,37 459 953 19 18 21 7 782 31,8 45,4
Dalasýsla 407,5 5.535 4,10 3,42 255 562 8 8 9 4 748 45,3 62,4
Vestfirðir 628,7 5.535 4,09 3,44 450 792 17 17 17 10 936 37,0 46,6
Húnavatnssýslur og
Strandir
1.371,4 6.194 4,22 3,41 937 1891 43 41 45 25 877 30,5 42,0
Skagafjörður 2.475,8 6.486 4,25 3,50 1.663 3.347 47 46 49 27 980 50,5 68,3
Eyjafjörður 4.703,9 6.235 4,24 3,46 3.157 6.402 83 82 88 41 611 53,5 72,8
Suður-Þingey-
jarsýsla
1.481,2 5.990 4,23 3,49 1006 1.978 48 48 53 22 625 27,9 37,3
Austurland 978,9 6.424 4,20 3,48 688 1.292 22 22 23 13 794 42,6 56,2
Austur-Skaf-
tafellssýsla
501,5 6.347 4,21 3,41 291 709 10 10 10 5 863 50,2 70,9
Vestur-Skaf-
tafellssýsla
776,4 5.178 4,21 3,39 493 1093 23 23 27 10 469 28,8 40,5
Rangárvallasýsla 3.556,7 5.973 4,26 3,45 2.384 4.991 75 73 75 22 591 47,4 66,5
Árnessýsla 5.014,6 6.379 4,17 3,42 3.484 6.853 99 99 100 45 927 50,1 68,5
Samtals 24.999,2 6.129 4,22 3,44 16.943 34.189 547 540 575 260 765 43,5 59,5
Bú þar sem meðalnyt var yfir 7.800 kg/árskú
Bú - árslok 2016 Skýrsluhaldarar
Fjöldi
árskúa
Afurðir kg/
árskú
560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 50,9 8.990
650926 Moldhaugar
Þröstur Þorsteinsson,
Moldhaugum
60,8 8.274
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 28,1 8.173
660220 Syðri-Grund
Félagsbúið Syðri-
Grund
51,8 8.129
660104 Gautsstaðir Pétur Friðriksson 98,6 8.091
651005 Espihóll Félagsbúið Espihóli 61,4 8.049
570925 Garðakot Pálmi Ragnarsson 65,2 8.029
660519 Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf 51,8 7.981
761412 Núpur
Björgvin Rúnar Gun-
narsson
83,9 7.950
860326 Skíðbakki
Rútur og Guðbjörg -
Skíðbakka 1
59,8 7.925
870909 Skáldabúðir Gunnbjörn ehf 58,4 7.923
870840 Reykjahlíð Búkostir ehf. 70,5 7.914
570314 Sólheimar
Valdimar Óskar
Sigmarsson
36,2 7.904
350513 Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 68,8 7.859
Nythæstu kýrnar árslok 2016
Kýr Faðir
Árs-
afurðir
Prótein Fita Bú
0676 Nína 02016 Ófeigur 13.833 3,95 4,02
560112
Brúsastaðir
0336 Hrísa 02012 Skurður 13.779 3,33 4,20
850319
Austurhlíð
0684
Stebba
Dýra.
04009 Salómon 13.621 3,84 3,59
560112
Brúsastaðir
1161 Skvís 0965 Óskar 13.594 3,82 4,17 570210 Gil
1348671-
0131 Króna
1349391-0198 13.400 3,22 3,78
350802
Ásgarður
0624 Pol-
lýanna
03014 Hegri 13.181 3,91 4,04
560112
Brúsastaðir
1229 Urður 00010 Laski 13.148 2,86 2,84
350513 Hvan-
neyri
0695
Surtla
09047 Gæi 13.110 3,33 3,72
650926 Mold-
haugar
1722 Aska 08058 Vegbúi 12.869 3,18 3,70 770190 Flatey
0439
Klukka
07049 Húfur 12.733 3,51 4,14
651110 Græ-
nahlíð
0683 Brella 07049 Húfur 12.708 3,31 3,52
870934 Gun-
nbjarnarholt
0562 Raun
06039 Bag-
galútur
12.611 3,12 4,26
871058 Hrep-
phólar
0857 Rita 03014 Hegri 12.483 3,65 3,76
870840 Reyk-
jahlíð
0342 Lilja 09048 Stuldur 12.413 3,40 4,55
560106
Hnjúkur
0917 Yrsa 08041 Sigurfari 12.380 3,26 3,82
871080
Auðsholt 1
0961 Lína 08068 Teningur 12.306 3,82 4,02
660102 Efri-
Dálksstaðir
1528281-
1129 Svipa
10038 Svipur 12.194 3,35 4,16
650926 Mold-
haugar
0599 Björt 02001 Glæðir 12.147 3,46 3,36 660440 Dæli
1445621-
0150 Korna
98046 Hræsingur 12.069 3,59 3,90
560112
Brúsastaðir
0537 Lilja 02042 Þrymur 12.033 3,46 4,02
570925
Garðakot
1359891-
0258 Rola
06001 Dreitill 12.033 3,74 5,37
360592
Laxárholt 2