Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Við fengum jörðina leigða vorið
1993 og fluttum hingað það vor,
keyptun jörðina árið 1997.
Býli: Brekkugerði.
Staðsett í sveit: Fljótsdal,
N-Múlasýslu.
Ábúendur: Jóhann F. Þórhallsson
og Sigrún Erla Ólafsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Tvö uppkomin börn: Þórveig og
Þórhallur, tengdasonur, Jón Steinar
Garðarsson Mýrdal og barnabarn,
Óskar Máni.
Fjárhundarnir Tumi og Rós frá
Eyrarlandi.
Stærð jarðar? Um 2.000–3.000
ha. Stærsti hluti lands er ofan 300
metra yfir sjó. Um 30 ha tún og
100 ha skógrækt.
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og
skógræktarbúskapur.
Fjöldi búfjár og tegundir? 300 ær
og 15 gangnahross.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á vetrum eru það gjafir kvölds og
morgna. Grisjun skógar um miðj-
an dag og farið á hestbak. Sigrún
sækir vinnu niður á Reyðarfjörð
til Fjarðaáls.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Skemtilegast er sauð-
burður og göngur. Mér finnst
ekkert verk leiðinlegt sem tengist
búskap, kannski helst bókhaldið.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Það er ekki gott að segja, ef
afkoman heldur áfram að versna,
eins og hún hefur gert frá hruni,
bæði í sauðfénu og þá sérstaklega
í skógræktinni, þá er nauðsynlegt
að hefja annan rekstur á jörðinni
til að tryggja afkomuna. Það er
spurning hvað það ætti að vera.
Hér eru hagstæðar náttúrufarslegar
aðstæður til landbúnaðar.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Við þurf-
um að eiga öfluga bændaforustu
sem stendur vörð um hagsmuni
landbúnaðarins almennt. Það er
einnig mikilvægt að við bændur
stöndum vörð um okkar forystu-
sveit, með málefnalegri gagnrýni
og ábendingar um það sem betur
mætti fara.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni? Við
teljum að íslenskur landbúnaður
geti átt bjarta framtíð ef það verð-
ur staðinn vörður um hreinleika
matvælaframleiðslunnar í landinu
og passað upp á kolefnissporið í
greininni.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara? Í hreinleika búvaranna.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur og grænmeti.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Hreindýrakjöt.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar fyrstu jólatrén
voru seld.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum
Ef samviskan er sterk en líkaminn
kallar á skyndibita, er best að gera
hollari skyndibita.
Þar er ofurfæðan lax efstur á blaði.
Laxeldi á Íslandi er að aukast og er
því tilvalið að velja íslenskan lax í
bland við bandarískar tortillaflögur,
rasp og krydd – sem mætti kallast ný
útgáfa af fiski í raspi.
Laxaborgari
› 1 bolli tortillaflögur - muldar (raspur)
(mylja þær í matvinnsluvél eða bara
kremja þær í opnum poka)
› 1 stk. beinlaust laxaflak
› 1 skallotlaukur, saxaður fínt
› 2 hvítlauksrif, söxuð
› 1 stórt egg
› 1/3 bolli brauðmylsna (eða soðnar
kartöflur til að binda borgarann
saman)
› 1 msk. chili-mauk
› 1/2 tsk. chili-duft
› 1/2 tsk. reykt paprika
› 1/2 tsk. kúmenduft
› 1/2 tsk. salt
› 1/2 tsk. pipar
› 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
› 3 til 4 matskeiðar ólífuolía
› 8 góð lítil bollubrauð
› 6 sneiðar góður ostur
› Smá brúskur af uppáhalds salat-
inu þínu (mér finnst gott að gera
rauðkáls-hrásalat)
› 2 avókadó,(lárpera) skornar í sneiðar
› Hveiti og eggjahvíta (til að hjúpa í
rasp)
Chili (krydd) majó
› 1/2 bolli majónes
› 1 tsk. chilimauk að eigin vali eða
annað krydd, kryddjurtir, wasabi eða
sinnep.
Setjið tortillamylsnu á stóran disk.
Gott að taka fyrst flögurnar í mat-
vinnsluvél, eða merja fínt í rasp.
Sumir vilja bæta sesamfræjum
saman við.
Saxið laxinn (eða skerið í bita), gott
er að nota matvinnsluvél. Saxið þar
til laxinn er í litlum bitum, en ekki
alveg í fars. Takið laxinn og setjið í
stóra skál. Bætið skallotlauk, hvít-
lauk, egg, brauðmylsnu (eða jafnvel
mörðum soðnum kartöflum), chili-
sósu, kryddi, salti og pipar ásamt
steinselju í skál. Hrærið í með skeið
til að blanda öllu saman og þjappið
svo blöndunni saman með hreinum
höndum, eða notið einnota hanska.
Skiptið blöndunni í um átta borgara,
en miðið við stærð brauðsins sem
á að nota.
Setjð svo hveiti á disk og eggjahvítu
á annan disk. Svo er borgarinn settur
fyrst í hveitið, svo eggjahvítuna og
svo í tortillamylsnuna. Hjúpið allan
borgararann og endurtakið með alla
hina. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs
hita og setjir tvær matskeiðar af
ólífuolíu á pönnuna. Steikið borg-
arana á báðum hliðum þangað til
þeir eru gullnir á lit, í um tvær til
þrjá mínútur á hvorri hlið (ég geri
þetta í tveimur skömmtum). Látið
hvíla í heitum ofni í að lágmarki á
aðra mínútu eða í tvær til að tryggja
að þeir eru heitir inn að miðju.
Það er hægt að setja saman borg-
arann með ýmsu meðlæti. Setjið
grænt salat á botnbrauðið eða hrásal-
at. Setja svo hamborgara ofan á og
eftir smekk bragðbættu majónesi og
lárperu. Berið strax fram!
Krydd majónes
Bætið bragðefnum að eigin vali
við majónesið í hrærivél eða mat-
vinnsluvél og maukið þar til það er
slétt. Þú getur gert þetta vel í tíma.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Hjúpið allan borgararann með hveiti, eggjahvítu og tortillamylsnunni. Laxaborgarinn er hollur skyndibiti.
Rauðkáls-hrásalat sem sett er á
brauðbotninn.
Brekkugerði
Myndir / Þórveig Jóhannsdóttir