Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Bókin Heiða – fjalldalabóndinn
eftir Steinunni Sigurðardóttur
hlaut Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun kvenna, sem
voru veitt við hátíðlega athöfn
í Höfða 19. janúar síðastliðinn.
Bókin hlaut verðlaunin í flokki
fræðibóka og rita almenns eðlis,
en hún fjallar um sauðfjárbóndann
Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur á
Ljótarstöðum í Skaftártungu.
Öðrum þræði segir bókin frá
baráttu hennar gegn virkjunar-
áformum í sveitinni. Í framhaldi
af þeirri baráttu fór Heiða í fram-
boð til sveitarstjórnar og á þar nú
sæti fyrir óháða framboðið Sól í
Skaftárhreppi. Hún bauð sig einnig
fram í síðustu alþingiskosningum
fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt
framboð og er varaþingmaður á
Suðurlandi.
Skylda að vernda landið
Í umsögn dómnefndar um bókina
segir: „Steinunn Sigurðardóttir
skrifar í Heiðu, fjalldalabóndan-
um um unga konu sem er marg-
slunginn persónuleiki, full af
andstæðum og fer eigin leiðir í
lífinu. Heiða er einyrki á afskekktu
sauðfjárbúi sem hellir sér út í
sveitarstjórnarstörf vegna and-
stöðu sinnar við hugmyndir um
Búlandsvirkjun í Skaftárhreppi,
enda ljóst að virkjun myndi
gerbreyta náttúrufari héraðsins.
Bókin sýnir bónda sem segist hafa
tímabundin umráð yfir landinu og
telur það skyldu sína að vernda
það. Deilur um virkjunina valda
úlfúð í samfélaginu en sagan
dregur einnig upp mynd af tryggri
fjölskyldu og góðum grönnum.
Heiða er persóna sem vekur áhuga
lesandans og Steinunn hefur gert
meistaraleg skil.“
Heiða – fjalldalabóndinn
hlaut Fjöruverðlaunin
MENNING&LISTIR
Leikfélag Hveragerðis er 70 ára:
Garðyrkjumenn sýna
strippdans
„Leikritið segir frá nokkrum
garðyrkjumönnum og fleirum
sem ákveða að auka tekjurnar
með því að koma fram og sýna
strippdans. Sérstaklega bera þeir
hag félaga síns fyrir brjósti þar
sem hann er atvinnulaus og á það
á hættu að missa samband við
son sinn borgi hann ekki með-
lagið. Við erum átján leikarar
og Jón Gunnar Þórðarson leik-
stýrir verkinu, frjór og drífandi
leikstjóri sem félagið er heppið
með,“ segir Hjörtur Benediktsson,
formaður Leikfélags Hveragerðis,
sem frumsýnir leikritið „Naktir
í náttúrunni“ sem byggt er á
kvikmyndinni „The full monty“
föstudaginn 27. janúar. Leikritið
er staðfært að Hveragerði og
nágrenni, ma. fléttast inn í verkið
Eden og Tívolíið sáluga, Kjörís,
Heilsustofnun og Hótel Örk svo
eitthvað sé nefnt.
70 ára afmæli
Leikfélag Hveragerðis á 70 ára
afmæli á þessu ári, stofnað 1947 og
alltaf jafn ungt og ferskt. „Það er
gaman og þakklætisvert þegar allt
fer af stað, að það skuli alltaf vera
til einstaklingar sem tilbúnir eru að
leggja hönd á plóg, hvort sem er við
smíðar, málningarvinnu, sauma, hár-
greiðslu , andlitsmálun og annað sem
til fellur við svona uppsetningu fyrir
utan sjálfan leikinn. Það er dýrmætt
þegar fólk finnur tíma fyrir listina
meðfram brauðstritinu. Ekki má
heldur gleyma fjölskyldum þessa
fólks sem mætir á æfingar og í aðra
vinnu, nánast hvert kvöld í 6 til 8
vikur. Því fólki ber einnig að þakka
fyrir þolinmæðina,“ segir Hjörtur
og bætir við: „Hveragerðisbær hefur
alltaf sýnt félaginu mikinn velvilja
og stuðning, sem ber að þakka, og
gera sér ljóst að það er hverju bæj-
arfélagi heiður að hafa öfluga leik-
starfsemi innanbæjar sem laðar að
fjölda fólks ár eftir ár á sýningar.
Þess má geta að í öll þessi 70 ár
hefur Leikfélagið sett upp eina eða
fleiri sýningar árlega og aldrei fall-
ið úr ár. Menningarstarfsemi hér
hefur frá upphafi verið mikil enda
hefur Hveragerði verið sannkallaður
menningarbær,“ segir formaðurinn.
Uppselt er á frumsýninguna 27.
janúar. Önnur sýning verður laugar-
daginn 28. janúar og þriðja sýning
sunnudaginn 29. janúar. Sýningar
hefjast kl. 20.00 og miðaverð er kr.
3.000, fyrir hópa, 10 eða fleiri, kr.
2.500. Miðapöntunarsími 863-8522.
Sýnt er í Leikhúsinu Austurmörk 23.
/MHH
Hjörtur Benediktsson, formaður
leikfélagsins, fer með hlutverk í
sýningunni en hann hefur verið einn
af aðalleikurunum í gegnum árin í
Hveragerði.
Mikil tilhlökkun er fyrir sýningunni hjá Leikfélagi Hveragerðis þar sem nokkrir
leikarar muna sýna strippdans á sviðinu. Stjórn félagsins segir ómetanlegt
að eiga fólk sem hefur gert sýninguna að veruleika, hvort sem er í stóru
eða smáu.
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2017:
Aðkallandi málefni
samtímans
Sjö útskrifanemendur úr Ljós-
myndaskólanum standa fyrir
sýningu á verkum sínum í
Lækningaminjasafninu á Sel-
tjarnar nesi. Sýningin verður
opnuð 28. janúar og stendur til
12. febrúar.
Í verkunum takast nemendurnir
á við ýmis aðkallandi málefni. Má
þar nefna heimilisofbeldi, föður-
missi, fólksflótta úr sveitum lands-
ins, kynþroska stúlkna, aðskilnað og
einmanaleika svo nokkuð sé nefnt.
Mundi
Verk Steinunnar Grímu Kristins-
dóttur, MUNDI, fjallar um hverf-
andi byggð í sveitum landsins.
Myndefni hennar er Guðmundur
Magnús Þorsteinsson, bóndi á
Finnbogastöðum í Árneshreppi á
Ströndum.
„Annars vegar fólksflótta úr
sveitum og hins vegar það að verða
einn eftir þegar allir flytja burt í leit
að lífsfyllingu. Fólk flytur í burtu
af ýmsum ástæðum, sækir í skóla,
makaleit og vill fjölbreyttari störf.
Ég tók fyrir íslenska bóndann en
afkoma hans er slæm þrátt fyrir að
allir á býlinu hjálpist að við störfin.
Þegar einungis tvær hendur eru eftir
til að vinna öll verkin aukast líkurn-
ar á að gefa þurfi lífsstarfið upp á
bátinn og sjá á eftir öllum dýrunum
í sláturhúsið.“
Sjö nemendur útskrifast
Nemendurnir sem útskrifast að
þessu sinni eru: Elma Karen,
Hafsteinn Viðar Ársælsson, Hanna
Siv Bjarnadóttir, Laufey Elíasdóttir,
Steinunn Gríma Kristinsdóttir, Steve
Lorenz og Þórdís Ósk Helgadóttir.
Sýningin verður haldin í
Lækningaminjasafninu á Sel-
tjarnarnesi og stendur frá 28. jan-
úar til 12. febrúar. Opið verður frá
fimmtudögum til sunnudags frá kl.
12.00-18.00. /VH
Bókakápa Heiðu.
MUNDI - Guðmundur Magnús Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöðum í
Árneshreppi á Ströndum.