Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 1
7 34
6. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 23. mars ▯ Blað nr. 487 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000
Kúabúum á Íslandi fækkaði um 40 á síðasta ári og hefur fækkað um 75% frá 1980:
Heildarsala á mjólkurafurðum
hefur aldrei verið meiri
– Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM
Aðalfundur Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði (SAM)
vegna 31. starfsárs félagsins var
haldinn 9. mars síðastliðinn.
Þar kom fram að metsala var á
mjólkurafurðum á síðasta ári.
SAM safnar og vinnur tölur
um framleiðslu, sölu og birgð-
ir mjólkurafurða á Íslandi.
Upplýsingarnar skila tölfræði sem
nýtt er til að fylgjast með innan-
landsmarkaði mjólkurafurða, auk
þess sem upplýsingar eru veitt-
ar til aðildarfélaga, Hagstofu
Íslands, tölfræðistofnunar Evrópu-
sambandsins (Eurostat) og alþjóð-
legu mjólkursamtakanna IDF
(International Dairy Federation).
Skýrslurnar eru einnig grunnur að
útreikningi á mánaðarlegum verð-
tilfærslum, sem reiknaðar eru milli
aðildarfélaga SAM á grundvelli
heimildarákvæðis í búvörulögum.
Í skýrslu Rögnvaldar
Ólafssonar, fráfarandi formanns
stjórnar SAM, kom fram að mjólk-
urframleiðsla jókst á árinu 2016
og var 150,3 milljónir lítra hjá
aðildarfélögum SAM en árið 2015
nam framleiðslan 146 milljónum
lítra. Var innvegin mjólk á síðasta
ári rúmlega 46 milljónum lítrum
meiri en á árinu 2000.
Meðalinnvigtun frá hverjum
framleiðanda 2016 var 252.219
lítrar og jókst um 22.605 lítra á
árinu, eða 9,8%.
Síðustu tvö ár hefur meðal-
innvigtun hvers framleiðanda
aukist um 46.813 lítra á ári.
Hlutfallsleg aukning frá árinu 2014
nemur 23%.
Greiðslumark aukið um 8
milljónir lítra
Greiðslumark verðlagsársins 2016
var 136 milljónir lítra. Hjá aðildar-
félögum SAM var tekið á móti
150.322.481 lítra og mjólk umfram
greiðslumark var 14.399.222 lítrar.
Greiðslumark verðlagsársins
2017 hefur verið ákveðið sam-
kvæmt tillögu SAM 144 milljónir
lítra.
75% fækkun kúabúa frá 1980
Í ársskýrslu SAM kemur fram
að alls voru starfandi 596 kúabú
á landinu á árinu 2016 og hafði
þá fækkað um 40 frá árinu áður.
Það er meiri fækkun en samanlagt
síðustu þrjú ár þar á undan. Frá
1980 hefur mjólkurframleiðend-
um (kúabúum) fækkað um 75%.
Mesta sala mjólkurafurða frá
upphafi mælinga SAM
Heildarsala mjólkurafurða, hvort
sem litið er á fitu eða próteingrunni,
hefur ekki mælst meiri frá því að
SAM hóf að reikna sölu mjólkur-
afurða á fitu og próteingrunni árið
1993. Milli 2015–2016 varð 1,7%
aukning í sölu mjólkurvara.
Sala á nýmjólk eykst en
léttmjólkursalan minnkar
Sala á mjólk og sýrðum vörum
dróst þó saman um 160 tonn, eða
0,4%, árið 2016. Þar hafði mest áhrif
samdráttur í sölu á léttmjólk eða um
-457.000 lítra.
Sala nýmjólkur jókst aftur á
móti fjórða árið í röð eftir samdrátt
í áratugi þar á undan. Þá jókst sala á
skyri um 16,8%, á smjöri um 4,2%,
á ostum um 3,2% og á mjólkurdufti
um 33,1%.
Heildarsala á drykkjarmjólk
(nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og
fjörmjólk) var 26,7 milljónir lítra
árið 2016 og minnkaði um nær 1,1
milljón lítra frá árinu 2015. Sala á
drykkjarmjólk hefur minnkað um
5 milljónir lítra frá árinu 2010, eða
15,8% samtals. /HKr.
Ár Birgðir í upphafi Innvegin mjólk Seldar afurðir Útflutningur Birgðir í lok Mismunur
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
Umreiknað í lítra mjólk m.v. prótein
Birgðir og umreiknuð ráðstöfun miðað við fitu
Þær kalla sannarlega ekki allt ömmu sína þessar hörku iðnaðarkonur úr Félagi fagkvenna. Þær voru að vekja athygli fólks sem mætti á Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni um
síðustu helgi að iðngreinar eru ekkert síður fyrir konur en karla. Bændur þurfa því ekkert að kippa sér upp við þó það komi kona að gera við traktorinn næst þegar hann bilar, steypa upp nýtt
fjós eða tengja nýju þriggja fasa ra ögnina. Hér eru mm af þessum snillingum, talið frá vinstri: Ingunn Anna Jónsdóttir múrari, Margrét Arnarsdóttir rafvirki, Þeba Björt Karlsdóttir símsmiður,
rafvirki, byggingastjóri og búfræðingur, Guðný Helga Grímsdóttir húsgagnasmiður og Þóra Björk Samúelsdóttir, raftæknifræðingur og rafvirki. – Sjá meira á bls. 28–30 Mynd / HKr.
Góð aðsókn að
Matarmarkaði
Búrsins í Hörpu
24
Miðasala á
Landsmót hestamanna
2018 hafin
Innblásnir af
bændamenningu og
þjóðernisrómantík