Bændablaðið - 23.03.2017, Side 9

Bændablaðið - 23.03.2017, Side 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Sjálfboðaliðar Umhverfis- stofnunar hafa unnið samtals 1.750 dagsverk síðastliðin ár, að 80 verkefnum á 29 mismunandi friðlýstum svæðum. Þar má nefna náttúrulega göngustíga, endur- heimt landslags og verndun líf- fræðilegrar fjölbreytni. „Ég er mjög stoltur af því umfangsmikla sjálfboðaliðastarfi sem fram fer árlega,“ segir René Biasone, umsjónarmaður sjálfboða- liðastarfs hjá Umhverfisstofnun René segir í pistli á heimasíðu Umhverfisstofnunar mikilvægt að koma því á framfæri í hverju sjálf- boðaliðastörf í þágu náttúruverndar felist. „Margar skilgreiningar eru til og ekkert alhliða samkomulag. En flestir eru sammála um að það að vera sjálfboðaliði þýði að sá hinn sami leggi sitt af mörkum til að mæta viðurkenndri þörf/nauðsyn, með samfélagsábyrgum viðhorfum, og án þess að vinna í hagnaðarskyni,“ segir René. Vinna að ólíkum verkefnum Hann bendir á að sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar, sem vinni t.d. að endurheimt landslags með því að afmá för vegna utanvegaaksturs, gegni mikilvægu hlutverki, sem vart væri hægt að inna af hendi með öðrum hætti. Margir sjálfboðalið- ar séu nemendur í náttúrufræði, líffræði, landafræði eða jarðfræði. Sumir stefni að landvörslu í þjóð- görðum. Með því að þjóna náttúr- unni sem er almenningi í hag öðlist þau þekkingu. Sem dæmi um ólík verkefni sjálfboðaliða nefnir René endurheimt landslags og víðern- is, verndun fuglalífs og gróðurs með stýringu gesta í óbyggðum og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Umhverfisstofnun rökstyðji starfsemina með 1. grein nátt- úruverndarlaga þar sem segir að auðvelda eigi umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengj- ast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Þjóðgarðar hafi þessi hlut- verk vel skilgreind í 47. grein. Innlendir leggja líka lið Víða í heiminum, sérstaklega í Evrópu, reka ýmsar opinberar stofn- anir sjálfboðaliðastarfsemi líkt og hér á landi. „Sjálfboðaliðastarf í þágu náttúru er alls ekki „ódýrt vinnuafl“. Skipulagning verkefna, ráðningaferli sjálfboðaliða, búnaður s.s. fatnaður, tjaldgræjur, verkfæri og öryggisbúnaður kosti sitt sem og gisting, matur, þjálfun sjálfboðaliða og liðstjóra. Þá nefnir hann að sjálf- boðaliðar séu líka innlendir. „Á árinu 2016 hafa 104 sjálfboðaliðar frá 13 mismunandi löndum unnið á Íslandi, m.a. íslenskir nemendur við FÁ og MH, ásamt kennurum þeirra.“ /MÞÞ Náttúrustofa Norðurlands: Í samrekstri fjögurra sveitarfélaga Fjögur sveitarfélög á Norður- landi vestra, Skagaströnd, Skagafjörður, Húnaþing vestra og Akrahreppur, hafa ákveðið að starfrækja í sameiningu Náttúrustofu Norðurlands vestra, ásamt öðrum þeim sveitarfélög- um á svæðinu sem kunna að ger- ast aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin leggja að lág- marki til 30% af rekstrarkostnaði náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins. Framlög sveitarfélaganna skiptast í hlutfalli við íbúafjölda. Í september 2015 voru þessi fjögur sömu sveitarfélög sammála um að standa saman að því að efla og tryggja rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra en rekstur henn- ar hafi þá legið niðri. Húnaþing vestra og Skagaströnd settu það skilyrði að hluti starfseminnar yrði í þeim sveitarfélögum að því er fram kemur á vefnum huni.is. Náttúrustofa Norðurlands vestra er rannsóknarstofnun á sviði nátt- úrufræða og tók til starfa í febrú- ar árið 2000. Stofan er staðsett á Sauðárkróki en starfssvæði hennar afmarkast af Hrútafirði í vestri og Tröllaskaga í austri. /MÞÞ Umsjónarmaður sjálfboðaliðastarfs hjá Umhverfisstofnun: Sjálfboðaliðar í þágu náttúru eru ekki ódýrt vinnuafl Akureyri: Flokkunartunnur í miðbænum Fjórum nýjum flokkunartunnum hefur verið komið fyrir í miðri göngugötu Akureyrarbæjar, í Hafnarstræti. Akureyrarbær hefur verið í farar- broddi íslenskra sveitarfélaga þegar að flokkun úrgangs kemur og eru nýju tunnurnar liður í því að efla það enn frekar. Sorpflokkun hefur verið í bænum um árabil með góðum árangri, jarðgerðarstöð er á svæð- inu, metanstöð, lífdísilframleiðsla, matarolíu er safnað og þá er skóg- rækt nokkuð umfangsmikil. Flokkunartunnurnar í miðbænum eru settar saman í eina stöð þar sem vegfarendur geta losað sig við og flokkað um leið gler, plast, pappír og almennt rusl. Slíkar flokkunartunnur er víða að finna í stórborgum erlendis og ætlun- in er að fjölga þeim á Akureyri innan tíðar ef reynslan af notkun þeirra verður góð sem við er að búast. Fyrst um sinn verður, að því er fram kemur á vefsíðu Akureyrarbæjar einblínt á að koma þeim fyrir á miðbæjar- svæðinu þar sem oft er margt um manninn. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.