Bændablaðið - 23.03.2017, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
Fréttir
Þann 7. mars síðastliðinn skilaði
dr. Vífill Karlsson, hjá Sambandi
sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV),
viðskiptaáætlun til Samgöngustofu
um hugmynd að íslenskri lífdísil-
verksmiðju sem framleitt gæti
5.000 tonn af eldsneyti fyrir fiski-
skipaflotann á Íslandi. Niðurstöður
sýna að verksmiðjan myndi skila
15 prósenta hagnaði miðað við
gefnar forsendur.
Jón Bernódusson, verkfræðingur
hjá Samgöngustofu, vann á árunum
2008 til 2010 að tilraunaverkefn-
inu Umhverfisvænir orkugjafar hjá
Siglingastofnun. Verkefnið miðaði
að því að kanna fýsileika þess að
rækta vetrarrepju á Íslandi með
það fyrir augum að nýta olíuna úr
fræi hennar sem umhverfisvænan
orkugjafa, sem gæti leyst dísilolí-
una af hólmi fyrir fiskiskipaflotann.
Niðurstöðurnar úr verkefninu gáfu
fyrirheit um að lífdísilframleiðsla
með þessum hætti væri vænleg. Í
eðlilegu ræktunarári má reikna með
að uppskerumagn á hektara verði
um þrjú tonn af repjufræi.
„Greinargerð Samgöngustofu,
sem viðskiptaáætlunin byggir á, er
frá árinu 2014. Hugmyndin er að
íslenskir bændur rækti og framleiði
repjufræ í verksmiðjuna, en þar til
íslensk ræktun er komin á það stig
að geta fullnægt þörf verksmiðj-
unnar verða frækornin flutt inn til
landsins,“ segir Jón.
Forsendur greinargerðar
Samgöngustofu gera ráð fyrir að
verksmiðjan framleiði lífdísil fyrir
samgöngutæki eins og bifreiðar og
skip, um fimm þúsund tonn sem er
um eitt prósent af innfluttu jarð-
efnaeldsneyti. Lög frá 2015 heim-
ila fimm prósenta íblöndun í jarð-
efnaeldsneyti. Árið 2020 hækkar
hlutfallið í tíu prósent. Litið er á
slíka framleiðslu sem upphafið að
einhverju stærra. Í greinargerðinni
kemur fram að árlega sé flutt inn
til landsins um 2.000 tonn af repju-
olíu og 1.500 tonn af repjumjöli.
„Repjuolían er svo til eingöngu
notuð til steikingar og repjumjölið
fer aðallega í fóður fyrir búfénað
og fiskeldi.
Til að framleiða 5 þúsund tonn af
repjuolíu þarf að pressa 15 þúsund
tonn af repjufræjum. Við það verða
auk olíunnar einnig til um 10 þús-
und tonn af repjumjöli (repjuhrati).
Við pressun repjufræjanna er olían
þriðjungur af massa fræjanna og
repjumjölið tveir þriðju massans.
Við ræktun á repju og nepju er
um helmingur lífmassans stönglar,
sem nýta má sem áburð eða orku-
gjafa. Hinn helmingurinn eru fræin
sem breyta má í olíu og fóðurmjöl.
Einungis 15% af lífmassanum er
olía og 85% nýtast beint eða óbeint
sem fæða fyrir menn og dýr. Allur
lífmassinn nýtist því sem orka eða
fæða. Öll umræða um að repju-
ræktun valdi hækkun á matarverði
eða stuðli að minnkandi ræktun
til manneldis er því röng,“ segir í
greinargerðinni.
Gert er ráð fyrir að stofnkostnað-
ur verði um 500 milljónir króna, en
árlegur kostnaður er talinn verða 1,2
milljarðar. Innkoman er hins vegar
talin verða 1,5 milljarðar á ári –
og miðað við þær forsendur væri
hægt að greiða niður stofnkostnað
á þremur árum. Ekki er talið að líf-
dísillinn muni einn og sér standa
undir framleiðslunni, heldur muni
aukaafurðirnar – hratið og matarolía
– verða mikilvæg söluvara. Hratið
sem fóður fyrir húsdýr og eldisfiska
og matarolían til manneldis. /smh
Viðskiptaáætlun um fimm þúsund tonna lífdísilverksmiðju:
Myndi skila 15 prósenta hagnaði
– Til að framleiða fimm þúsund tonn af repjuolíu þarf að pressa 15 þúsund tonn af repjufræjum
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í repjuakri
sínum, en hann tók þátt í tilraunaverkefni Siglingastofnunar.
Gunnfríðarstaðir í Austur-Húnavatnssýslu:
Fyrsti viðarfarmurinn sendur til Elkem
Mikill vöxtur er í skóginum á
Gunnfríðarstöðum í Austur-
Húnavatnssýslu og nú er verið að
grisja 25 ára lerkiskóg sem gefa
mun boli í fyrsta iðnviðarfarm-
inn sem sendur verður járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga.
Hluti efnisins nýtist sem fletti-
efni. Þetta kemur fram á vef
Skógræktarinnar, skogur.is.
Kvikmyndagerðarmaðurinn
og skógræktarráðgjafinn Hlynur
Gauti Sigurðsson var á ferð í
Gunnfríðarstöðum á Bakásum í
Langadal í byrjun mánaðarins og
hitti þar starfsbróður sinn, Johan
Holst, sem var við grisjun í skógin-
um ásamt Helga Sigurðssyni. Landið
hefur á aldarfjórðingi breyst úr ber-
angri í skóg.
Lerkið ber merki áfalla
Reiturinn á Gunnfríðarstöðum
sem Johan og Helgi eru að grisja
er lerkireitur, rúmir tveir hektarar
að stærð. Hann hefur orðið fyrir
áföllum og lerkið ber þess merki,
mörg trén margstofna og kræklótt,
en þó segir Johan ótrúlegt hvað út
úr skóginum fæst og vöxturinn með
ólíkindum. Þarna er frjósamt land og
skógræktarskilyrði góð. Reiturinn
er í eigu Skógræktarfélags Austur-
Húnvetninga. Árið 1961 fékk félagið
jörðina Gunnfríðarstaði á Bakásum
að gjöf og hóf gróðursetningu strax
árið eftir. Jörðin hafði þá verið í eyði
í allmörg ár. Gefendurnir voru hjón-
in Helga Jónsdóttir og Steingrímur
Davíðsson.
Fyrstu fjögur árin voru gróð-
ursettar um 74 þúsund trjáplöntur
en ekkert var sett niður árið 1966
vegna baráttu við grasið. Fram að
árinu 2000 voru gróðursettar um 200
þúsund trjáplöntur sem nú mynda
rúmlega 70 ha myndarlegan skóg.
Frá árinu 2000 hefur fyrst
og fremst verið plantað í Land-
græðsluskógaverkefninu sem er á
efri hluta jarðarinnar og hafa verið
settar niður tæpar 100 þúsund
plöntur, eða samanlagt um 300.000
plöntur á 50 árum. Mest hefur verið
sett niður af lerki, birki og stafafuru.
Lerkið gefur iðnvið
Lerkið gefur nú iðnvið og er stefnt
að því að senda einn timburbíl til
Grundartanga þegar grisjuninni
lýkur. Sumir bolirnir eru ótrúlega
sverir miðað við aldur trjánna.
Efni sem er flettingarhæft verð-
ur unnið að Silfrastöðum þar sem
þau skógarbændurnir og skóg-
fræðingarnir, Johan Holst og Hrefna
Jóhannesdóttir, eru að koma sér upp
viðarvinnslu. Meðal annars er hug-
mynd að nýta það til klæðningar á
hús í Gunnfríðarstaðaskógi. /MÞÞ
Johan Holst við grisjun 25 ára lerkiskógar í Gunnfríðarstaðaskógi á Bakásum í Austur-Húnavatnssýslu. Jafnvel
þótt tréð ha virst kræklótt og margstofna leynist í því þokkalega beinn stofn og ettingarhæfur. Mynd / Skógræktin
Í viðskiptaáætluninni er eftirfarandi lýsing á söluvörunum sem verða til við lífdísilframleiðsluna:
„Lífdísill er einstakur að því leyti til að hann er endurnýjanlegur orkugjafi og umhverfisvænn og því
mun æskilegri en hefðbundið jarðefnaeldsneyti. Endurnýjanlegur er hann því hann byggir á ræktun
og umhverfisvænn vegna þess að hann bætir ekki við neinum gróðurhúsalofttegundum í lofthjúpinn.
Framleiðsla á lífdísil skilar aukaafurðum. Við ræktun á repju og nepju er um helmingur lífmassans
stönglar, sem nýta má sem áburð eða orkugjafa. Hinn helmingurinn eru fræin sem breyta má í olíu og
fóðurmjöl. Einungis 15% af lífmassanum er olía og 85% nýtast beint eða óbeint sem fæða fyrir menn
og dýr. Allur lífmassinn nýtist því sem orka eða fæða.
Verksmiðjan mun afkasta 5 þúsund tonnum á ári. Til þess þarf að pressa 15 þúsund tonn af
repjufræjum sem keypt verða af bændum. Við það verða auk olíunnar einnig til um 10 þúsund tonn
af repjumjöli (repjuhrati) sem aukaafurð. Við pressun repjufræjanna er olían þriðjungur af massa
fræjanna og repjumjölið tveir þriðju massans. Repjufóðrið er próteinrík afurð og því getur það einnig
nýst vel í brauðgerð til manneldis, sem hluti í heilfóður húsdýra bænda og sem fóðurblöndun í fiskeldi.
Að auki verða til 300 tonn af glýseróli og 30 af metanóli sem aukaafurðir.
Þá gæti hluti olíunnar (5%) verið seldur sem matarolía fyrir mun hærra verð en lífdísilolían.“
Söluvörur lífdísilverksmiðjunnar
Olíuvinnsluferlið
1. Þegar repjufræin koma af akrinum eru þau
þurrkuð þangað til rakastigið er orðið 7%.
2. Fræin eru svo sett í olíupressu þar sem tekin
er úr þeim olía (35–38%) við 40°C. Hratið
eða fóðurmjölið er verðmæt fóðurkaka sem
nota má til fóðrunar t.d. nautgripa, svína,
fyrir sauðfé eða í fiskeldi.
3. Olían er svo hreinsuð með síum eða
skilvindu. Olían sem kemur úr pressunni er
nefnd kaldpressuð olía og hún er hin fínasta
matarolía. Ef nota á hana til matargerðar er
hún hreinsuð með mjög fínum síubúnaði.
4. Olían er sett í emstrun. Tréspíra og sóda er
blandað saman við olíuna. Þessi efni sjá til
þess að glyserólið í olíunni sest á botninn
og því má auðveldlega tappa úr olíunni.
Eftir stendur lífdísillinn sem nota má á
allar dísilvélar.
Gangnamannafélag Sveinsstaðaafréttar:
Vilja reisa viðbyggingu
við Stekkjarhús
Gangnamannafélag Sveinsstaða-
afréttar hefur óskað eftir viðræð-
um við Dalvíkurbyggð vegna við-
byggingar við Stekkjarhús.
Fram kemur í erindi félagsins að
það og sveitarfélagið hafi á árinu
2011 gert samning þess efnis að
félagið sæi um viðhald og rekstur
á húsinu og hafi því verið sinnt af
félagsmönnum.
Aukinn fjöldi ferðamanna undan-
farin ár, einkum þá sérstaklega
göngu- og fjallafólks, hafi leitt til
þess að notkun á húsinu hafi aukist.
Hugmynd félagsins er að reisa
viðbyggingu við norðvesturhlið
hússins. Efniskostnaðaráætlun
sem gerð hefur verið hljóðar upp
á um 2,2 milljónir króna. Félagar
í Gangnamannafélaginu velta upp
þeirri hugmynd að sveitarfélagið
leggi til helming efniskostnaðar
og félagið greiði hinn helminginn,
en að auki muni félagsmenn
Gangnamannafélagsins leggja til
alla vinnu, verkfæri og önnur tæki
sem til framkvæmda þurfi.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar
samþykkti á fundi á dögunum að
fá fulltrúa Gangnamannafélagsins
á fund sinn til skrafs og ráðagerða.
/MÞÞ
Þingeyjarsveit:
Skammtímalán í þakviðgerðir
Umræður um síðasta áfanga á
endurnýjun þaks á Þingeyjarskóla
urðu á fundi sveitarstjórn-
ar Þingeyjarsveitar nýverið.
Kostnaðaráætlun vegna endur-
nýjunar þaksins hljóðar upp á 5,1
milljón króna.
Fram kemur í tillögu oddvita
sveitarfélagsins að þegar starfsstöðv-
ar Þingeyjarskóla voru sameinaðar í
eina í húsnæði Hafralækjarskóla hafi
legið fyrir að ráðast þyrfti í umfangs-
miklar viðgerðir á þaki hans. Um
væri að ræða lokaáfanga verksins.
Ekki var gert ráð fyrir verkefninu
í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og
því lagt til að sveitarstjórn sam-
þykkti viðauka við fjárhagsáætlun
að upphæð 5,2 milljónir króna sem
mætt yrði með skammtímalántöku.
Samþykktin var gerð til að koma í
veg fyrir að framkvæmdin skerði
fyrirhugað viðhald á vinnuumhverfi
nemenda og starfsfólks.
Peningum eytt í vitleysu ...
Fulltrúar T-lista lögðu á fundinum
fram bókun þar sem fram kemur sú
skoðun fulltrúa listans að húsnæði
Hafralækjarskóla hefði átt að gefa
eða selja á hrakvirði fyrir mörgum
árum.
„Peninga sem búið er að eyða í
vitleysu er ekki hægt að nota sem
afsökun til að eyða meiri peningum
í vitleysu,“ segir í bókun fulltrúa
T-listans.
Tillaga oddvita var samþykkt á
fundinum með fimm atkvæðum full-
trúa A-lista gegn tveimur atkvæðum
fulltrúa T-listans. /MÞÞ
Jón Bernódusson.