Bændablaðið - 23.03.2017, Page 12

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Fréttir Þó nú virðist vor vera á næsta leiti hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum mikil snjókoma á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt 26. febrúar. Á sama tíma var lít- ill snjór miðað við árstíma víðast hvar annars staðar á landinu. Sökum mikils fannfergis brá Vegagerðin á það ráð að kalla til tæki og mannskap utan af landi til að flýta fyrir að hreinsa vegi og vegkanta. Hannes Hilmarsson, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, á dráttarvél með snjóblásara framan á vélinni og hefur aðallega verið við snjó- mokstur á Holtavörðuheiði og á Ströndum undanfarin ár. Hann var á meðal þeirra sem tók þátt í „hvíta- gullsæðinu“ á höfuðborgarsvæðinu. Hannes setti traktorinn sinn á vörubíl og ók suður og byrjaði við suðurenda Hvalfjarðarganga. Á nóttunni alla síðustu viku var Hannes í að blása snjónum frá veg- köntum út frá Reykjavík beggja vegna vegar ásamt fleiru. /HLJ Óvenjumikill snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu mánaðamót: Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði til aðstoðar Framkvæmdanefnd Norðurþings hefur samþykkt að stefna að hönnun og lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi á þessu ári. Fram kemur í fundargerð nefndarinnar að skoðað verði með samlegð vegna framkvæmda á vegum Þingeyjarsveitar. Einnig að lokið verði við hönnun ljós- leiðarakerfis um þá hluta dreifbýl- is Norðurþings sem eftir standa og gert ráð fyrir að sækja um styrki fyrir framkvæmdum í kjölfarið þannig að ljúka megi því verkefni á næsta ári, 2018. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um kostnað og útfærslu verður fjallað um þá þætti sem og fjárheim- ild vegna verkefnisins. Fjórir af fimm nefndarmönnum samþykktu þetta en fimmti nefndar- maðurinn, Kjartan Páll Þórarinsson, var á móti. Fréttavefurinn 641.is kveðst hafa heimildir fyrir því að sveitarstjórn Norðurþings muni samþykkja til- lögu nefndarinnar og þannig geti íbúar í dreifbýlishluta Norðurþings tengst ljósleiðara á þessu ári og því næsta. Valþór Freyr Þráinsson, bóndi á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi, sagði í spjalli við 641.is að það yrði frábært fyrir sveitina að fá loksins alvöru samband og verða þá komnir með fjarskiptaþjónustu sem væri á pari við íbúa í Þingeyjarsveit, Mývatnssveit og á Tjörnesi. /MÞÞ Reykjahverfi í Norðurþingi: Stefnt að lagningu ljósleiðara á árinu Dalvíkurbyggð: Nýr vegur upp að Upsum Nýr vegur var síðastliðið sumar lagður upp að Upsum í beinu fram- haldi af Böggvisbraut á Dalvík, til norðurs og yfir Brimnesána sem liggur í tveimur stokkum undir veginn. Með þessum nýja vegi varð aðgengi að Upsakirkju mun betra en staðurinn er sögufrægur og er fyrst getið í Landnámabók en einnig í Svarfdæla sögu. Þar segir að Karl hinn rauði, sonur Þorsteins svörfuðar landnámsmanns hafi búið á Upsum. Við Upsakirkju er að finna upplýs- ingaskilti með ýmsum fróðlegum upplýsingum um kirkjuna og sögu hennar. Vegurinn bætti einnig aðgengi að hundasvæðinu en norðan og ofan við Upsir er merkt svæði þar sem lausaganga hunda er leyfð. Framkvæmdum við veginn er ekki lokið en nú á dögunum var bætt úr öryggi vegfarenda þegar vegrið voru sett á veginn þar sem Brimnesáin liggur undir. Á komandi árum stend- ur svo til að leggja bundið slitlag á veginn. /MÞÞ Upsakirkja. Bættur vegur að hundasvæði. Nýr vegur var lagður frá Böggvisbraut að Upsum í fyrrasumar. Húnavatnssýslur: Heimafóður styrkir söfn Félagið Heimafóður ehf. hefur afhent Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði styrki sem ætlaðir eru til viðhalds og endur- bóta á húsakosti safnanna. Styrktarupphæðin til hvors safns um sig nemur 740 þúsund krónum. Afhending styrkjanna fór fram í Sjávarborg á Hvammstanga að viðstöddum stjórnarmönnum Heimafóðurs, forráðamönnum safn- anna og fleiri gestum. Sagt er frá þessu á vef Heimilis- iðnaðarsafnsins. Þar kemur fram að starfsemi Heimafóðurs ehf. hófst í byrjun níunda áratugarins og fólst einkum í því að halda utan um vélasamstæðu sem malaði og kögglaði þurrt hey hjá bændum í Húnavatnssýslum. Þannig gat heimaaflað fóður fullnægt meiru af fóðurþörf búfjárins. Eftir að rúllu- tæknin kom til skjalanna var sjálf- hætt með slíka framleiðslu. Fyrr á þessu ári kom stjórn félagsins saman og þótti fara vel á því að skipta fjár- munum þess milli þessara safna. Allir stjórnarmenn félagsins ásamt forráðamönnum safnanna og fleiri gestum komu saman í Sjávarborg á Hvammstanga þar sem afhending styrkjanna fór fram. Eftir afhendinguna þáðu við- staddir kaffiveitingar og áttu saman notalega stund þar sem rifjað var upp sitthvað úr búskaparsögu héraðsins sem og um starfsemi Heimafóðurs. /MÞÞ Sólveig Benjamínsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafnsins á Reykjum, Guðmundur Karlsson, stjórnarfor- maður Heimafóðurs og Elín S. Sig- urðardóttir, forstöðumaður Heimilis- iðnaðarsafnsins. Mynd / Jóhannes Torfason Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar. Myndir / Hannes Hilmarsson Hvíldartími við moksturinn hjá vél og manni á N1 Mosfellsbæ. Háskóli Íslands kannar áhrif af mannvirkjum á upplifun ferðamanna: 87% ferðamanna tóku ekki eftir Blönduvirkjun í umhverfinu – 89% töldu virkjunarsvæðið náttúrulegt en um 7% töldu það manngert Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýl- is hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað. Þetta er á meðal ályktana sem draga má af svörum ferðamanna sem birt eru í nýrri skýrslu Háskóla Íslands og unnin var fyrir Landsvirkjun. Í ljós kom að 87% þeirra sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni við Blöndu eða tengdum mannvirkjum. Bróðurpartur þeirra sem þátt tóku, 92%, telja ósnortin víðerni hluta af aðdráttarafli svæðisins, þó þar megi sjá ýmis virkjunarmannvirki. Flestir, 89%, telja svæðið í kringum Blönduvirkjun náttúrulegt en um 7% telja það manngert. Könnunin var gerð meðal ferða- manna síðastliðið sumar í nágrenni Blönduvirkjunar og gefur til kynna að langflestir ferðamenn í og við Blönduvirkjun eru ánægðir með dvöl sína á svæðinu, aðeins 8% voru óánægð, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar. Þar segir einnig að meirihluta ferðamanna finnist svæðið náttúrulegt og telur ósnortin víðerni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins, þrátt fyrir að þar megi sjá virkjun- armannvirki á borð við lón, stíflur, veituskurði, vegi og raflínur. Þess má geta að meðal ferðamanna voru flestir Þjóðverjar, eða 35%, Frakkar um 11% og Íslendingar rúm 9%. Mannvirkin falli vel að landslaginu Könnunin leiddi m.a. í ljós að 87% sögðust ekki hafa tekið eftir virkj- uninni og tengdum mannvirkjum og meirihluti sagði tilvist virkjunarinnar ekki hafa áhrif á áhuga sinn á því að ferðast um svæðið. Í skýrslunni segir að í ljósi þess að virkjunarmannvirkin á Blöndusvæðinu trufli upplifun ferða- manna lítið megi draga þá ályktun að hönnun þeirra sé góð og þau falli vel að landslaginu. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við líf- og umhverfis- vísindadeild Háskóla Íslands, er aðal- höfundur skýrslunnar. Markmiðið með rannsókninni var að kanna áhrifin af mannvirkjum á upplifun ferðamanna af náttúru landsins. Ákveðið var að skoða dæmi um virkjun í rekstri, bæði lón og stöðvarhús, sem er í nágrenni við fjölsótta ferðamannaleið yfir hálendið. Meðal þess sem var kannað var hvort munur væri á viðhorfi ferða- manna til svæða þar sem þegar væri búið að reisa virkjun og á svæðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjun. Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður sambærilegra kannana sem gerðar voru sumarið 2015 á sjö svæðum á landinu í tengslum við þriðja áfanga rammaáætlunar. Blönduvirkjun raskar ekki um of ímynd um ósnortið hálendi Í ljós kom að um 92% ferðamannanna telja ósnortið víðerni vera hluta af aðdráttarafli Blöndusvæðisins og er þar um að ræða litlu lægra hlutfall en á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað, en þar var hlutfallið á bilinu 93–98%. Það virðist því sem að Blönduvirkjun raski ekki um of þeirri ímynd sem hálendið hefur sem ósnortið víðerni í augum ferða- mannanna sem þar fara um. Á vef Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarssyni forstjóra að þetta sé í fyrsta sinn sem svo viðamikil könnun sé gerð meðal ferðamanna á upplifun þeirra af virkjun í rekstri á Íslandi. „Ljóst er að ef vel er staðið að hönnun geta virkjanir og ferða- mennska farið vel saman. Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mann- virki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað.“ /MÞÞ Ferðamenn virðast ekki átta sig á að landslagið inn af húsunum sem sjást við Blönduvirkjun sé að hluta manngert. Aðeins 7% ferðamanna gera sér grein fyrir að Blöndulón sé uppistöðulón raforkuvers og að hluta manngert. Myndir / Landsvirkjun

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.