Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 14

Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Tvö sveitarfélög á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, hafa lýst yfir áhyggjum af ófjár- magnaðri samgönguáætlun Alþingis. „Fyrst og fremst þarf að horfa til öryggis vegfarenda, en alkunna er að mikil og vaxandi umferð er um allt land um þessar mundir vegna aukins ferðamannastraums til landsins og aukinna flutninga á vegum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar. Vegarkaflar á þjóðvegi 1 sem ekki hafa verið malbikaðir eru sérstaklega nefndir og segir í bókun að vegarkaflinn um Berufjörð sé á köflum varhugaverður og nánast ófær við ákveðin skilyrði. Öryggissjónarmið verði höfð að leiðarljósi Vegurinn til Borgarfjarðar eystri er einnig nefndur, en mikilvægi þess vegar hefur aukist á undanförnum árum vegna aukinnar umferðar þangað. Bæjarráð Fjarðabyggðar bendir á að eitt af sex stefnumál- um Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sé að leggja áherslu á lagfæringu þeirra vegarkafla sem ekki eru með bundið slitlag. Hvetur bæjarráð þingmenn til að leita leiða til að koma auknu fjár- magni til vegakerfis landsins, m.a. með öryggissjónarmið að leiðarljósi, „og að horfa til langtímasjónarmiða við uppbyggingu innviða landsins í heild“. Samgöngukerfi komið að fótum fram Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fjallaði einnig um nýjustu upplýsingar um fjárveitingar vegna samgönguáætl- unar 2015 til 2018 sem samþykkt var á liðnu hausti. Telur ráðið ekki við það unað að ekki verði staðið við áætlunina. „Þau verkefni sem þar er að finna eru sannanlega engin gælu- verkefni heldur bráðnauðsynleg úrbótaverkefni á samgöngukerfi sem komið er að fótum fram,“ segir í bókun ráðsins. Augljóst sé að fjár- veitingar til samgöngumála þurfi að vera að minnsta kosti 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu til að hægt sé að viðhalda og byggja upp samgöngu- kerfið eins og þörf sé á. Krefst bæjarráð þess að þing- menn kjördæmisins gangi þannig til verks að hægt verði að fara í nauðsynlegar og samþykktar sam- gönguframkvæmdir á Austurlandi á þessu ári og því næsta. Neitum að láta hafa okkur að fíflum eina ferðina enn Miðstjórn félagasamtakanna Ungt Austurland hefur einnig lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með boð- aðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í ályktun samtakanna segir að nú sé kominn tími til að efna kosninga- loforð. „Ungir Austfirðingar neita að láta hafa sig að fíflum eina ferðina enn og krefjast þess að staðið verði við gefin loforð. Þingheimur, og þar með talinn samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, samþykkti rétt fyrir kosningar samgönguáætlun þar sem úrbótum á þessum vegum var lofað.“ Fram kemur í ályktun samtak- anna að ónýtir vegir gangi gegn til- gangi þeirra um bætt búsetuskilyrði á Austurlandi. „Með ákvörðunum sem þess- um vinna stjórnvöld beinlínis gegn því markmiði. Við það verður ekki unað.“ /MÞÞ Fréttir Áhyggjur sveitarfélaga fyrir austan vegna samgönguáætlunar: Engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynlegar úrbætur Bárðardalsvegur. Mynd /MÞÞ Bárðardals- og Dettifossvegir: Sveitarstjórn vill láta klára dæmið Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fjallaði um niðurskurð á sam- gönguáætlun Alþingis á fundi sínum nýlega og samþykkti bókun þar sem fram kemur að ekki sé hægt að sætta sig við að áætlunin hafi ekki að fullu verið fjármögn- uð við gerð fjárlaga árið 2017. Mikill niðurskurður fylgi áætlun sem er vanfjármögnuð um 10 millj- arða króna og vegna verkefna sem til stóð að framkvæma á þessu ári. Þess ber þó að geta að stjórnvöld eru nú að skoða hvernig hægt sé að mæta þeirri miklu óánægju sem blossaði upp um allt land er fréttist af því að ekki ætti að standa við þá áætlun í vegamálum sem Alþingi samþykkti í haust. Mikilvæg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu Í bókun sveitarstjórnar Þingeyjar- sveita er nefnt að fyrsti áfangi í uppbyggingu Bárðardalsvegar sem og þriðji áfangi Dettifossvegar séu meðal þeirra verkefna sem sam- gönguráðherra leggur til að skorin verði niður. Fjármagn í flughlaðið á Akureyri mætir niðurskurði og er ekki á áætlun. „Þessar framkvæmdir og fleiri sem fyrirhugað er að falla frá eru mikilvæg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu og eru liður í því að styrkja innviði landsbyggðar- innar og stuðla að möguleikanum fyrir fjölbreytta uppbyggingu um allt land,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Kemur niður á umferðaröryggi Bent er á að áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála geti leitt til hruns í samgöngukerfinu og muni það koma hart niður á umferðaröryggi, ferðaþjónustu og öðrum atvinnu- greinum sem og íbúum landsins. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja þegar það fjármagn sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun, þannig að upp- bygging þessara samgöngumann- virkja sem og annarra um land allt komi til framkvæmda á árinu sam- kvæmt áætlun. Niðurgrafinn moldarvegur Húsavíkurstofa hefur einnig gagn- rýnt niðurskurð á samgönguáætl- un og þá einkum og sér í lagi hvað varðar uppbyggingu Dettifossvegar. Í ályktun Húsavíkurstofu segir að ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eystra hafi um langt skeið kallað eftir því að fram- kvæmdum við þann veg verði lokið, enda annar hann ekki eftirspurn um þessar mundir. „Dettifossvegur nr. 862 er niður- grafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftirspurn sem nú þegar er til staðar á svæðinu við Dettifoss, aflmesta foss Evrópu og einu stærsta aðdráttarafli fyrir ferðamenn á Norðurlandi,” segir í ályktuninni. /MÞÞ „Áframhaldandi fjársvelti til sam- göngumála getur leitt til hruns í samgöngukerfinu sem mun koma hart niður á umferðaröryggi, ferðaþjónustu, öðrum atvinnu- greinum og íbúum landsins,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi Bæjarstjórnar Akureyri nýverið. Á fundinum urðu umræður um niðurskurð á samgönguáætlun Alþingis. Fram kemur í bókun að bæjar- stjórn telur það algjörlega óviðun- andi að nýsamþykkt samgöngu- áætlun hafi ekki verið fjármögnuð að fullu við gerð fjárlaga 2017. Hún sé vanáætluð um 10 milljarða króna á yfirstandandi ári og hafi samgöngu- ráðherra því lagt til mikinn niður- skurð á þeim verkefnum sem til stóð að framkvæma á árinu. Meðal þeirra verkefna sem ráð- herra samgöngumála leggur til að skorið verði niður er þriðji áfangi Dettifossvegar. Ljóst sé því að framkvæmdum við veginn ljúki ekki á árinu 2018 líkt og stefnt var að. Þá mæti fjármagn í flughlað á Akureyrarflugvelli einnig niður- skurði og sé ekki á áætlun. Mikilvæg hagsmunamál „Þessar framkvæmdir og fleiri sem fyrirhugað er að falla frá eru mikil- væg hagsmunamál fyrir byggðarlög í landinu og eru liður í því að styrkja innviði landsbyggðarinnar og stuðla að möguleikanum fyrir fjölbreytta uppbyggingu um allt land,“ segir í bókun Bæjarstjórnar Akureyrar og bent á að áframhaldandi fjársvelti geti leitt til hruns í samgöngukerfinu. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar skorar á Alþingi, ráðherra og ríkis- stjórn að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja þegar það fjármagn sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun, þannig að uppbygging þessara sam- göngumannvirkja sem og annarra um land allt komi til framkvæmda á árinu samkvæmt áætlun. /MÞÞ Bæjarstjórn Akureyrar um fjársvelti í vegamálum: Getur leitt til hruns í samgöngukerfinu Horft inn Berufjörð frá Djúpavogi. Mynd / HKr. r Mjóa rði. Þessi leið nýtur vaxandi vinsælda meðal ferðamanna þótt hún sé utan Hringvegar 1 og því ekki í forgangi með viðhald. Mynd / HKr. Hvalnesskriður á Þjóðvegi 1 geta verið hættulegar vegfarendum. Mynd / HKr. Vegurinn til og frá Borgar rði eystri liggur um Njarðvíkurskriður sem ekki eru alltaf árennilegar. Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.