Bændablaðið - 23.03.2017, Page 16

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Nú þegar sólin er farin að skína birtu sinni á okkar farsældar frón í meira en fjóra tíma á dag hleypur einhver fítonskraftur í landann. Þegar fólk vaknar til lífsins eftir skammdegið eru skíðin oft tekin fram og fólk rennir sér um fjöll og firnindi með bros á vör og sól í hjarta. En hvenær byrjaði fólk að skíða? Hellamyndir gefa það til kynna að maðurinn var farinn að binda prik undir fæturna á sér undir lok síðustu ísaldar. Það var svo sannarlega ekki til skemmtunar gert heldur einungis sjálfsbjargar- viðleitni. Menn komust hraðar yfir í leit sinni að lífsviðurværi. Elstu menjar um skíði sem vitað er um eru frá því um 6000 f. Krist og eru frá Norður- Rússlandi. Þessi skíði voru lík- legast notuð fyrst og fremst til að fara yfir frosið votlendi sem samgöngumáti og veiðiútbúnað- ur. Skíði þessa tíma voru oft með áföstu skinni á botninum og virk- uðu því sem gönguskíði. Tíminn líður og líklega breiddust skíði um allt í norðri, frá Rússlandi og til Skandinavíu. Hellamyndir frá um 3000 f. Krist staðfesta skíða- notkun á þessum svæðum. Skíði koma fyrir í norrænni goðafræði í sögum frá því árið 1300 f. Krist. Skíðagyðjan Skaði, kona sjávarguðsins Njarðar, bjó í Þrymheim. Hún ferðaðist um á skíðum og veiddi dýr með boga sínum og örvum. Eins og með allt annað sem er sniðugt og skemmtilegt nýtti mannskepnan sér auðvitað skíði til hernaðar. Kostirnir við það eru augljósir, meiri og hraðari yfirferð og hver og einn gat borið meira á herðum sér miðað við það að vaða í gegnum snjóinn. Til dæmis var barist á skíðum í stríði milli Rússa, Svía og Norðmanna árið 1716. Ekki er vitað hvað hinum norsk-danska manni að nafni Olaf Rye gekk til þegar hann ákvað að verða fyrsti skíðastökkvari mann- kynsögunnar og stökk 9,5 metra í votta viðurvist árið 1809. Þetta var þó nokkuð mörgum árum áður en fyrsta opinbera skíðamótið fór fram árið 1843 í Þrándheimi. Þar var þó keppt í einhvers konar bruni en ekki skíðastökki, fyrsta skíðastökksmótið fór ekki fram fyrr en 1861. Upp úr þessu fóru að verða til skíðafélög um allar koppagrundir þar sem því var komið við. Fyrstu vetrar- ólympíuleikarnir voru svo haldnir árið 1924. Það er hægt að leika sér í snjón- um án þess að standa á tveimur prikum. Maður að nafni Sherman Poppen fækkaði þeim niður í eitt. Snjóbretti er miklu nýrri uppfinn- ing heldur en skíðin, það var ekki fyrr en árið 1965 sem umræddur maður bjó til fyrsta snjóbrettið sem leiktæki handa dóttur sinni. Hann festi saman tvö skíði og batt reipi á framendann sem einhvers- konar stýri. Um 1970 hélt hann svo snjóbrettamót í Michigan sem vakti mikla athygli áhuga- manna um öll Bandaríkin. Nútíma snjóbrettið kom svo fram á sjón- arsviðið árið 1977 þegar tvítug- ur strákur að nafni Jake Burton, verðandi eigandi eins þekktasta snjóbrettafyrirtækisins í dag, frumsýndi bindingar sem hann hafði smíðað á sams konar móti. Skíða- og snjóbrettaiðkun er afskaplega skemmtileg afþreying og ég hvet alla sem hafa ekki prófað að drífa í því einhvern góðan veðurdag. Munið hjálminn. Jóhannes Frímann Halldórsson Á skíðum skemmt’ ég mér Málþing sem ber heitið Vestfirska vorið verður haldið á Flateyri dagana 5.–6. maí næstkomandi. Markmið málþingsins er að vekja athygli á vestfirsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi. Að málþinginu standa Perlur fjarðarins ehf., Flateyri, félag- ið Hús og fólk Flateyri og ýmsir heimamenn á Flateyri í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Heimamenn, fræðimenn og gestir munu skiptast á skoðunum í von um að umræða er tæki mið af reynsluheimi íbúa dreifðra byggða, þekkingu og sýn fræðimanna muni efla skilning á stöðu mála, viðfangsefnum og hugsanlegum úrræðum. Fyrirlesarar verða dr. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur, pró- fessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, dr. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur, Jón Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, dr. Kristinn Hermannsson, hagfræðingur, lektor við Glasgow-háskóla, Skotlandi, Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóð- fræðingur, Flateyri, Kristján Torfi Einarsson, útgerðarmaður og sjó- maður, Flateyri og Jóhanna G. Kristjánsdóttir, menntunarfræðing- ur, Flateyri. Umræðum um efni fyrirlestr- anna og stöðuna almennt verður gefið gott rými við lok fyrirlestra og í sérstökum pallborðsumræð- um enda afar mikilvægt að sem flest sjónarmið og röksemdir komi fram. Skráning og ítarlegri upplýs- ingar um ferðamöguleika, gistingu o.fl. er að finna á slóðinni https:// vestfirskavorid.uw.is Vestfirska vorið – Tveggja daga málþing verður haldið á Flateyri í maí um málefni dreifðra byggða á Íslandi STEKKUR Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru íbúar á Vestfjörðum í árslok 2016 samtals 6.883. Er þetta mikil fækkun frá 1901 þegar þeir voru 12.347, en flestir voru Vestfirðingar árið 1933, eða sam- tals 13.489. Vestfirðingar voru 7.137 árið 2011 og hefur því fækkað um 915 á síðustu fimm árum, eða sem nemur ríflega íbúafjölda Bolungarvíkur. Á þessum tíma hefur íbúum fækkað mest á norðanverðum Vestfjörðum og í dreifbýlinu. Íbúum hefur aftur á móti fjölgað í einstaka plássum eins og á Patreksfirði, á Bíldudal, í Bolungarvík og á Drangsnesi. Flestir voru íbúarnir 13.489 Sem dæmi um þróunina, þá voru íbúar Vestfjarða 12.347 árið 1901 og voru árið 1920 orðnir 13.397. Árið 1933 voru þeir orðnir 13.489, en síðan fór að halla undan fæti í íbúaþróuninni. Árið 1938 var íbúa- fjöldinn kominn niður í 1.299, en rokkaði í kringum 13.000 fram til ársloka 1942. Þá tók að fækka jafnt og þétt og voru íbúar orðnir 11.166 árið 1950 og í fyrsta sinn á öldinni orðnir færri en 11 þúsund árið 1953. Árið 1955 voru þeir 10.574 og 10.507 árið 1960. Skuttogaravæðingin var greinilega vítamínsprauta Árið 1970, við upphaf skuttogara- væðingarinnar, voru íbúarnir 10.050 og fjölgaði í 10.479 árið 1980 og í 10.513 árið 1981. Árið 1980 voru íbúar gamla Ísafjarðarkaupstaðar 3.352, Bolungarvíkur 1.266 og Patreksfjarðar 1.032. Í kjölfar kvótakerfisins hallaði hratt undan fæti Þetta var á tímum óðaverðbólgu og við setningu kvótalaganna 1984 voru íbúar Vestfjarða samtals 10.417. Síðan fór fljótlega að halla undan fæti á ný með sölu kvóta og skipa burt úr héraði. Þannig fóru íbúar Vestfjarða í fyrsta sinn undir 10.000 íbúa markið árið 1989 og voru 9.798 árið 1990. Aldamótaárið 2000 voru íbúar Vestfjarða svo orðn- ir 8.310. Fjöldinn var kominn niður í 7.700 árið 2005 síðan í 7.362 árið 2010 og í 6.970 árið 2015. Í lok árs 2016 voru íbúar Vestfjarða orðnir 6.883 og fækkaði því um 87 á milli ára þrátt fyrir fjölgun á nokkrum stöðum. Íbúafækkun Ísafjarðarbæjar er sláandi Ísafjarðarbær, höfuðstaður Vest- fjarða, telur nú 3.623 íbúa, en sveitarfélagið samanstendur af fjórum bæjum og þorpum ásamt sveitunum í kring sem áður tilheyrðu öðrum sveitarfélögum. Ísafjörður sameinaðist Eyrar- hreppi og þar með Hnífsdal árið 1971 en þar voru 397 íbúar. Síðan sameinaðist Ísafjörður sex sveitar- félögum að meðtöldum byggðar- kjörnunum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri árið 1996 í kjölfar kosninga sumarið 1995. Þann 1. desember 1996 voru íbúar hins sameinaða Ísafjarðarbæjar 4.518. Þann 1. desember 1970 voru íbúar Ísafjarðarkaupstaðar, þ.e. Ísfjarðar, Hnífsdals og sveitanna þar í kring samtals 2.680. Þá var íbúatala allra sveitarfélaganna sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ samtals 5.223, eða ríflega helmingur íbúa Vestfjarða. Eins og fyrr segir voru þeir við sameininguna 1966 samtals 4.518. Hefur fækkað um 1.600 manns á 47 árum Nú eru íbúar Ísafjarðarbæjar 3.623 og hefur því fækkað um 1.600 manns í öllum sveitarfélögunum sem honum tilheyra á tæpum 47 árum, eða sem nemur rúmlega öllum íbúum Bolungarvíkur og Patreksfjarðar í dag. Á síðustu tuttugu árum, eða frá sameiningunni 1996, hefur íbúum Ísafjarðarbæjar fækkað um 895. Vestfirska vorið vekur vonir Ný hugsun í byggðamálum, bættar samgöngur og nýsköpun í atvinnu- málum eins og í ferðaþjónustu og fiskeldi virðist loks vera að snúa þessari þróun við. Þess má sjá glögglega merki á sunnanverðum Vestfjörðum. Miklar væntingar eru einnig á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum. Þar hefur töluverð drift verið í uppbyggingu ferðaþjónustu þó skiptar skoðanir séu vissulega um ágæti væntanlegrar stóruppbyggingar fiskeldis í sjó. Allar þessar væntingar um alla Vestfirði byggja þó á einum sameig- inlegum þætti. Það er skýr krafa um stórbættar vegasamgöngur. /HKr. Þróun búsetu á Vestfjarðakjálkanum afar neikvæð með einni undantekningu frá 1933: Vestfirðingum hefur fækkað um helming frá byrjun síðustu aldar – Viðsnúningur virðist vera hafinn á sunnanverðum kjálkanum og væntingar víðar um að brátt fari að vora BYGGÐAMÁL Skutulsfjörður og Eyrin sem gamli Ísafjarðarkaupstaður stendur á. Fyrir 47 árum voru 1.600 eiri íbúar í sveitarfélögunum sem nú tilheyra Ísafjarðarbæ, eða samtals 5.223. Við formlega sameiningu sveitarfélaganna 1996 voru íbúar sömu sveitarfélaga 4.518. Nú eru þeir 3.623. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.