Bændablaðið - 23.03.2017, Page 28

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Íslandsmót iðn- og verkgreina haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík: Ungar konur sækja á í fjölmörgum hefðbundnum karlagreinum − Mikil gróska og afar fjölbreyttar leiðir í landbúnaði, sjávarútvegi, matvæla-, byggingariðnaði, þjónustugreinum, véltækni, flugi og fleiru Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í Laugardalshöllinni um nýliðna helgi. Þar var jafnframt haldin heljarmikil og lifandi sýn- ing á því sem er að gerast í afar fjölbreyttum heimi verkmennta- greina. Félag fagkvenna lét sig ekki vanta í Laugardalshöllina, en þar innanborðs er m.a. að finna búfræðing og konur úr flestum verkmennta- og tæknigreinum sem finnast í landinu. Við erum konur á öllum aldri í karllægum iðnstörfum,“ sagði Margrét Arnarsdóttir rafvirki. „Það eru konur í alls konar fögum, raf- virkjar, smiðir, píparar, skrúðgarð- yrkjumeistarar og allt mögulegt. Það eru konur í flestum iðngrein- um, en við eru enn mjög fáar. Ég held að það séu ekki nema 40 konur útskrifaðar sem rafvirkjar af ríflega 4.000 rafvirkjum í landinu. Það eru fjórar útskrifaðar sem píparar og aðeins fleiri í húsgagnasmíði og fleiri greinum. Samt erum við enn allt of fáar.“ –Það er þá trúlega enginn í múr- verki í þessum hópi? „Jú, hún stendur nú hér við hliðina á mér. Það eru samt allt of fáar konur í iðngreinum og við erum að reyna að hvetja konur til að sækja í þessi störf.“ „Já, við erum að reyna að gera okkur aðeins meira sýnilegar svo stúlkur fái fyrirmyndir,“ segir Þeba Björk Karlsdóttir, símsmiður, raf- virki, byggingastjóri og búfræðing- ur. Margrét tekur undir það og segir: „Það þarf bara að sýna að við erum bara venjulegar konur í þessum störfum og ekkert örðuvísi en aðrar.“ /HKr. Ungar og kraftmiklar konur úr Félagi fagkvenna, talið frá vinstri: Ingunn Anna Jónsdóttir múrari, Margrét Arnars- dóttir rafvirki, Þeba Björt Karlsdóttir símsmiður, rafvirki, byggingastjóri og búfræðingur, Guðný Helga Grímsdóttir húsgagnasmiður og Þóra Björk Samúelsdóttir raftæknifræðingur og rafvirki. Steinunn Helgadóttir var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina og kynnti fólki það sem fram fer á fataiðnbraut í Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans. Þar er m.a. kennd klæðskeraiðn og kjólasaumur. Nemendur sem útskrifast úr þessum greinum í vor eru eitthvað á annan tuginn. Meðalnámstími í kjólasaumi og klæðskurði er alls fjögur ár, samtals mm annir í skóla og 24 vikna starfsþjálfun. Þar af að lágmarki átta vikur í starfsþjálfun undir handleiðslu meistara í viðkomandi iðngrein. Að loknu námi í skóla og starfsþjálfun öðlast nemandi rétt til að gangast undir sveinspróf er veitir rétt til starfa í iðninni samkvæmt iðnaðarlögum og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Steinunn sagði þetta skemmtilegt fag og fólk sem það lærði væri fatahönnuðum afar nauðsynlegt. Þá nýttist þetta nám vel út í lí ð og tiltölulega auðvelt væri að fá atvinnu þar sem fjöldi saumastofa væri nú starfandi. Myndir / HKr. Þuríður Ósk Magnúsdóttir og María Gréta Magnúsdóttir voru að gera blóm úr marsipani og fórst það vel úr hendi. Bílgreinarnar eru engin undantekning. Þar eru konur farnar að gera sig gildandi, m.a. í bifvélavirkjun, þó enn séu þær allt of fáar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.