Bændablaðið - 23.03.2017, Page 29

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Stoltur pípari. Ingveldur Hannesdóttir er á fyrsta ári í pípulögnum. Hún ætlar að halda ótrauð áfram, enda hæg heimatökin þar sem hennar maður er að reka eigið pípulagningafyrirtæki. „Þetta er ótrúlega gaman og fjölbreytt starf. g myndi vilja fá eiri konur í þetta fag því þetta er ekkert síður kvenna- en karlagrein. Þetta er ekkert er tt, það er bara spurning um æ ngu eins og í öllu öðru.“ Ágústa Erlingsdóttir var í bás Garðyrkjuskólans í Hveragerði sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún lét gesti hafa með sér lítil glös með mold sem hún var búin að setja basilikufræ í og vökva. Sagðist hún hafa fengið hóp skólakrakka til sín sem öll fóru með glas með mold í. Þau ha öll verið himinlifandi en bílstjórarnir á rútunum sem þau voru í var ekki alveg eins hri nn. Ey rðingurinn Katla Gylfadóttir blómaskreytir var að kynna blómaskreytinga- námið hjá Garðyrkjuskólanum og bjó til blómvendi af stakri snilld. Benedikt Árni Harðarson og Auður Guðjónsdóttir voru að sýna rafknúinn kappakstursbíl TS15 sem verkfræðinemar í Háskóla Íslands hafa hannað. Búið er að fara með þennan bíl í keppni erlendis og á frægar kappakstursbrautir eins og Silverstone í Bretlandi. Það er stór hópur nemenda sem kemur að þessu verkefni eða um 45 manns og talsverð endurnýjun er í hópnum á hverju hausti. Er verkefnið dyggilega stutt af ýmsum fyrirtækjum. Helstu styrktaraðilar eru Marel, Rafnar, Össur, Vélvík, GT Laser, Eimskip, Rarik og eiri. Njóta nemendur þess um leið að hafa aðgengi að tækja og tækniverk- stæðum þessara fyrirtækja. Umsókn um orlofs styrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2017. Aðeins félagar í Bændasamtökum Íslands geta fengið úthlutun. Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Já Nei Umsóknina skal senda fyrir 31. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2017 Sumarið 2017 Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Eins og félagsmenn hafa orðið varir við hafa verið sendir út greiðsluseðlar fyr- ir félagsgjöldum BÍ vegna ársins 2017. Orlofsdvöl í sumarhúsum og orlofsíbúð BÍ verður eingöngu úthlutað til þeirra sem hafa greitt félagsgjöldin, samið um greiðslu þeirra eða lagt fram og fengið samþykkta umsókn um lægra félagsgjald. Við hvetjum alla sem ætla að sækja um til að hafa það í huga.!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.