Bændablaðið - 23.03.2017, Side 45

Bændablaðið - 23.03.2017, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Óskar Pétursson Þóra Einarsdóttir Stórtónleikar í Hörpu 25. mars Karlakórinn Heimir í Skagafirði í samstarfi við Vesturfarasetrið á Hofsósi efnir til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 25. mars. Kórstjóri píanóleikara annast undirleik. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir, Óskar Pétursson og Birgir Björnsson. Gestakór er Hljómfélagið, kórstjóri Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Miðasala og nánari upplýsingar má finna á harpa.is og í síma 528 5050. M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR Aðgangur er ókeypis Skráning á vefnum si.is RÁÐSTEFNA UM MAT OG ÞEKKINGU ÞEKKING OG FÆRNI Í MATVÆLAGREINUM Kl. 11.30 Hádegishressing í samvinnu við meistarakokka Grillsins Setning og afhending verðlauna Ecotrophelia Ísland – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Tæknin byltir matvælaiðnaði – Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís Nýjar aðferðir við miðlun fræðslu til starfsmanna Þjálfun í þenslu – hvernig næ ég til starfsmanna? – Hlíf Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas Nýjar leiðir við þjálfun og miðlun – Hróbjartur Árnason, lektor við Menntavísindasvið HÍ Vinnustaðanám og fræðsla Icelandair hótela – Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela Menntanet sjávarútvegsins – Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur SFS Reynslusögur úr fyrirtækjum Gæði, öryggi og arðsemi í framleiðslu – Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska Hverjir kaupa fiskinn okkar, erum við á réttri leið? – Klemenz Sæmundsson og Ásdís Vilborg Pálsdóttir, verkefnastjórar hjá Fisktækniskóla Íslands Starfsþjálfunaráætlun – Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs Ráðgjöf til bænda – Nýjar áskoranir í breyttu umhverfi – Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins Pallborðsumræður með þátttöku ungs fólks úr ýmsum greinum og ráðstefnuslit kl. 16.00 Kynnir og ráðstefnustjóri: Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. HÓTEL SÖGU - 2. HÆÐ FIMMTUDAGINN 6. APRÍL KL. 11.30-16.00 DAGSKRÁ: Byggðastofnun: Fleiri óska nú eftir lánum Mikil aukning hefur verið í láns- beiðnum til Byggðastofnunar á síðustu árum eftir erfiða tíma í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Heildarupphæð lánsumsókna 2016 var um 4 milljarðar samanborið við 4,4 milljarða 2015 og 3,3 millj- arða 2014. Samþykktar voru 70 umsóknir en 28 var synjað. Lánasafn stofnunarinnar er nú rúmir 11 milljarðar króna og skiptist nokkuð jafnt á milli landshluta, en ferðaþjónusta og landbúnaður eru fyrirferðarmestu greinarnar, með um 26% hvor fyrir sig. Tvær nýjar tegundir lána Árin 2014 og 2015 samþykkti stjórn Byggðastofnunar tvær nýjar tegundir lána. Annars vegar lán vegna jarða- kaupa eða kynslóðaskipta í landbún- aði, en þau lán eru með 5% verð- tryggðum vöxtum til allt að 25 ára og möguleika á að greiða einungis vexti fyrstu 3 árin. Lánaflokkurinn var svo útvíkkaður árið 2016 og nær nú einnig til fjármögnunar endurbóta og /eða uppbygginga á húsakosti í landbúnaði. Hins vegar lán til stuðnings fyrirtækjareksturs kvenna, en þau geta verið allt að 10 milljónir króna í hvert verkefni og til 10 ára. Vaxtakjör eru verðtryggð og þau sömu og af lánum til land- búnaðar, eða 2% álag á REIBOR í óverðtryggðu. Á síðasta stjórnarfundi Byggða- stofnunar var svo samþykktur nýr lánaflokkur vegna nýsköpunar. Lánin eru sérsniðin að nýsköpunar- verkefnum varðandi afborganaferli, lengd og tryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar. /MÞÞ Sauðárkrókur, þar sem höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru til húsa. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.