Bændablaðið - 23.03.2017, Page 61

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Uppl. í síma 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is www.velafl.is Hamm 3414 Árg 2009, 1,700 tímar 13 tonn í góðu lagi Verð 6,900,000 + vsk Case WX148 Árg 2014, 200 vst Rótortilt, 2 skóflur. Verð 15,500,000 + vsk Hitachi ZX38U-5 Árg 2016, 150 tímar PAT belti, langur dipper Hraðtengi og 3 skóflur. Verð 5,650,000 + vsk Hyundai R360LC-7 Árg 2004, 8,400 tímar Hraðtengi, fleyglagnir Verð 5,900,000 + vsk Hyundai HX260L Árg 2016, 400 vst Hraðtengi, fleyglagnir og Smurkerfi. 700mm spyrnur Verð 17,900,000 + vsk Hitachi ZX280LC-1 Árg 2005, 7,200 tímar Hraðtengi, Fleyglagnir Verð 6,000,000 + vsk New Holland MH 3,6 Árg 2007, 3,000 tímar Rótortilt og 2 skóflur Verð 6,500,000 + vsk M.Benz Actros Árg 2001, 320,000km Hliðar sturtur m/vökva í borðum Nýleg dekk Verð 3,700,000 + vsk Óska eftir beltagröfu. Óskastærð ca 20 t. Hafið samband við Jónas í síma 865-1379 eða í tölvupósti slave@ simnet.is Óska eftir kembivél og rokk (hollensk- um) fyrir ullarvinnslu. Uppl. í síma 863-4965. Óska eftir notuðu girðingarneti í not- hæfu ástandi, helst á Suðurlandi. Uppl. í síma 862-2847. Passap Duomatiz prjónavél óskast. Uppl. í síma 848-8726. Óska eftir traustum hrossum í litla hestaleigu. bjarkirunar@gmail.com - 897 6750 . Bkv. Bjarki. Atvinna Blikk ehf. Selfossi óskar eftir blikk- smiðum /járniðnaðarmönnum í vinnu. Uppl. gefur Guðmundur í síma 824- 7750. Óskum eftir starfsmanni í hestaleigu í sumar frá júní fram í miðjan sept- ember. Erum staðsett í Borgarfirði. Uppl. í síma 692-0294/hoskuldurk@ gmail.com Starfsmaður óskast á kúabú á Suðurlandi. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu. Uppl. í síma 864-0152 eða runar.si@simnet.is Óska eftir starfkrafti frá 1. maí - 15. ágúst. Byrja með sauðburð, svo barnapössun, aðstoð við heimilisst. og þjálfun heimilishrossa. Uppl. í síma 846-7188, Bryndís. Sauðburðarmann/konu vantar á Sauðanes á Langanesi. Von er á að um 750. ær beri. Góð kjör og góður matur. Best að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og geti unnið út júní. Allar nánari uppl. veitir Ágúst Marinó í síma 891-9266. Sel ehf., Hofsstaðasel Skagafirði óskar eftir að ráða vana starfsmenn í ýmiskonar verkefni tengdum land- búnaði og verktöku. Vinna á dráttavél- um, vörubílum og viðhaldi þeirra auk annara verkefna. Uppl. veitir Bessi í síma 894-9360 eða bessi@fjolnet.is Sumarhús Ert þú flakkari í eðli þínu? Færanlegt heimili? Sumarhús á floti eða jafn- vel heilsársbústaður. Mótor siglari/ seglskúta til sölu, á verði sem stopp- ar engan. Skipið er 15 metra langt. Um borð eru 7 svefnpláss í 3 káetum. Myndir og uppl.: baldur@netland.is Þjónusta Öll alhliða hönnun á byggingum. Sumarhús, íbúðarhús, skemmur, fjós, fjárhús og ferðaþjónustubyggingar. BK Hönnun ehf. s. 865-9277 - birk- ir@bkhonnun.is RG BÓKHALD. Bókhald, skattfram- töl, uppgjör launaútreikningar, stofnun fyrirtækja fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Uppl á rgbokhald@gmail.com, og sími 696-3003. Bútasaumur – hvað er það? Bútasaumur er gamall, reyndar svo gamall að enginn veit upp- runann, en fundist hafa stykki allt frá rúmlega 3000 árum fyrir Krist. Bútasaumsstykki hafa fundist í mörgum löndum og má nefna sem dæmi Japan, Evrópu, Ameríku, Afríku, Ítalíu og Arabíu. Talið er að hægt sé að rekja til 17. aldar þann bútasaum sem við þekkjum nú. Vert er að geta þess að bútasaumur var, líkt og nú, bæði til nytja og skrauts. En hvað er þá þessi bútasaumur? Jú, eins og nafnið bendir til, felst hann í því að sauma saman búta svo úr verði heilt stykki með einhverju mynstri. Kannski má segja að það að gera við föt með bótum hafi og sé ein tegund bútasaums. Rúmteppi, bæði til að sofa undir og sofa ofan á, voru gerð með bútasaumi eða bótasaumi, þ.e. bútar voru saumaðir saman til að mynda heild. Nytjalist Landnemar í Bandaríkjunum komu með bútasaum með sér og blómstraði hann þar mest sem nytjalist. Gaman er að geta þess að á tímum þræla- stríðsins voru ýmis mynstur búta- saums notuð til að vísa þeim sem leituðu frelsis veginn. Það var gert á þann hátt að teppi með viðkomandi mynstri var hengt út á girðingu eða þvottasnúru. Þá vissi viðkomandi að hann ætti til dæmis að fara með veginum, beygja eða að fram undan væri öruggt skýli. Þetta var auðvitað alveg frábær leið til að koma skila- boðum á framfæri því hvern grunar að saklaust rúmteppi feli í sér leið- beiningar? En aftur að bútasaumi. Enska heitið „patchwork“ á við um allan saumaskapinn á meðan lagið er ein- falt, þ.e. verið er að sauma saman bútana. Við notum hugtakið búta- saumur við allan ferilinn. Langoftast er saumaður beinn saumur svo ekki á það að fæla fólk frá því að prófa. „Quilting“, eða stunga, er svo notað þegar verkið hefur verið sett saman, þ.e. í efra lag sem eru bút- arnir, miðlag sem er yfirleitt einhvers konar vatt úr ull eða gerviefnum og bak. Stundum er vattinu sleppt. Stungan felst í því að stinga gegn- um lögin þrjú til að festa þau saman. Hægt er að stinga í höndum eða í saumavél og er stungan misjöfn eftir notkun verksins og listformi. Bútapest Það hefur stundum verið sagt til gam- ans að sá sem byrjar á því að sauma bútasaum smitist af því sem kallað er bútapest eða „quilting bug“. Það má til sanns vegar færa að bútasaumur nær ansi góðum tökum á þeim sem hann stundar og eru mýmörg dæmi um andvökunætur þegar ekki var hægt að hætta að sauma. Handverk heilar líkama og sál Handverk af öllu tagi er talið heilandi og gott fyrir heilsuna. Ekki bara vinnan sjálf heldur einnig félagsskapurinn sem getur fylgt ef fólk vill. Að sökkva sér ofan í hand- verk er nefnilega ein tegund núvit- undar. Það er því engin tilviljun að handverk er stundað alls staðar þar sem unnið er að endurhæfingu fólks sem hefur orðið fyrir líkamlegum eða andlegum áföllum. Það að sjá tilbúinn hlut sem maður sjálfur hefur búið til styrkir sjálfsmyndina og eykur vellíðan. Hvað þarf til? Tækin eru einföld. Saumavél eða bara nál og tvinni. Hnífur, stika og motta til að skera efnin – eða bara skæri ef ekki vill betur til. Bútasaumsfélagið Á Íslandi er starfandi félag búta- saumara. Það heitir Íslenska búta- saumsfélagið og er hægt að finna m.a. á www.butasaumur.is. Öllum er frjálst að hafa samband við félag- ið og mæta á fundi. Sá eða sú sem vill læra bútasaum getur fundið gott byrjendanámskeið eða bara einhvern sem kann bútasaum og vill aðstoða. Það er enginn skortur á slíku fólki. /VH Stundum er sagt að sá sem byrjar á því að sauma bútasaum smitist af því sem kallað er bútapest eða „quilting bug“. Tillaga til þingsályktunar um kjötrækt: Kjöt búið til án þess að slátra dýrum Lögð hefur verið fram þingsálykt- un á Alþingi um að fela sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að kanna stöðu kjötræktar og skipuleggja aðgerðaáætlun um innleiðingu tækni fyrir íslenskan landbúnað. Markmiðið með aðgerðaáætlun- inni er að flýta fyrir því að kjötrækt verði samkeppnishæf við afurðir af hefðbundinni veiði eða ræktun dýra til manneldis. Samkvæmt tillögunni á samantekt um stöðu kjötræktar að liggja fyrir eigi síðar en 1. nóvember 2017 og ráðherra leggi fram tillögu til þings- ályktunar um stefnu stjórnvalda hvað varðar kjötrækt eigi síðar en 1. mars 2018. Flutningsmaður tillögunnar er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Ríflega aldargömul hugmynd Í greinargerð með tillögunni segir að kjötrækt sé aðferð til þess að búa til kjöt án þess að slátra þurfi dýri. Hugmyndin hefur verið til síðan 1912 þegar Alexis Carrel tókst að halda frumum úr hjarta kjúklings á lífi í 34 ár utan líkama lifandi lífveru. Winston Churchill spáði því árið 1931 að innan 50 ára yrðum við laus við þann fáránleika að þurfa að rækta heilan kjúkling til þess að borða bara læri eða bringu. Árið 1995 samþykkti mat- vælastofnun Bandaríkjanna (FDA) tilraunir til að rækta kjöt með það að markmiði að matur yrði ekki vanda- mál í löngum geimferðum. Jákvæð umhverfisáhrif Helsti kostur þess að rækta kjöt umfram dýrarækt til manneldis eru umhverfisáhrifin og, þótt það eigi síður við á Íslandi, að ekki þarf að nota sýklalyf í kjötrækt. Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum kjötræktar. Í greinargerðinni segir að kjötrækt sendi 78 til 96% minna af gróðurhúsalofttegundum frá sér en hefðbundin dýrarækt, notar 99% minna landrými og 82 til 96% minna af vatni. Einungis fuglarækt notaði minni orku, annars þarf kjötrækt 7 til 45% minni orku en hefðbundin dýrarækt. Brýnt að Ísland sé undirbúið Óháð því hvað Ísland gerir til þess að undirbúa tilkomu þessarar tækni til matvælaframleiðslu mun hérlendis þurfa að glíma við þær breytingar sem kjötrækt hefur á neysluvenjur. Þó að eftirspurn eftir kjöti úr dýrum hverfi örugglega ekki minnkar hún líklega mjög, þó ekki sé nema vegna umhverfisáhrifanna. Það hefur mögulega veruleg áhrif á landbún- að og sjávarútveg á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Því er mjög brýnt að Ísland sé undirbúið fyrir þessar tækniframfarir, bæði með aðgerðaáætlun og lögum. /VH Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.