Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 1
1. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 11. janúar ▯ Blað nr. 506 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Íslensk grænmetisframleiðsla er með um helmingi minna kolefnisspor en innflutt grænmeti:
Innflutningur landbúnaðarafurða stóreykur
losun kolefnis út í andrúmsloftið
– Innfluttar matvörur og drykkir skilja eftir sig um eða yfir 41 þúsund tonn af koldíoxíði
Samkvæmt úttekt sem verkfræði
stofa gerði fyrir Samband
garðyrkjubænda (SG) er kolefnis
spor íslensks grænmetis allt niður í
26% af því sem innflutt grænmeti
skilur eftir sig. Í afskornum
blómum er talan um 18%. Að
meðaltali getur verið nærri
helmingsmunur á losun CO2 –
íslenskri framleiðslu í hag.
Samkvæmt útreikningum
Bændablaðsins skilja flutningar á
280 þúsund tonnum af matvöru til
Íslands vart eftir sig minna en 41
þúsund tonn af koldíoxíði (CO2) á
ári.
Þessar tölur styrkja óneitanlega
þá hreinleikaímynd sem farið
hefur af framleiðslu á íslenskum
landbúnaðarafurðum. Þetta er
um leið þversögn við þá áherslu
sem talsmenn hagsmunasamtaka
í verslun hafa lagt á aukinn inn
flutning landbúnaðarafurða, ekki
síst hvað varðar hrátt kjöt, egg,
mjólkurafurðir og grænmeti.
Mikill umhverfisávinningur af
aukinni innlendri framleiðslu
Mikið hefur verið rætt um að draga
úr því kolefnisspori sem Íslendingar
skilja eftir sig á hverju ári. Stefna
stjórnvalda miðar við að búið
verði að kolefnisjafna landið fyrir
árið 2050. Ljóst er að það verður
ekki gert nema með víðtækum
aðgerðum á mörgum sviðum og
liður í því gæti verið að efla innlenda
matvælaframleiðslu til að draga úr
mikilli kolefnismengun sem hlýst
af innflutningi. Með því ynnist
m.a. gjaldeyrissparnaður, aukið
fæðuöryggi þjóðarinnar, styrking
byggða og aukin atvinna.
Kolefnisspor sem ræktun á
grænmeti og ávöxtum skilur
eftir sig er æði mismunandi eftir
tegundum, samkvæmt gögnum
SG sem Bændablaðið hefur undir
höndum. Þar hefur kolefnislosun
innlendu grænmetisframleiðslunnar
verið reiknuð út á sömu forsendum
og erlend framleiðsla. Eru erlendu
tölurnar reyndar sagðar byggðar
á mjög varfærnu mati. Þannig er
ræktun á íslensku salati einungis
að skilja eftir sig 26,17% af
því kolefni sem innflutt erlend
salatframleiðsla skilur eftir sig. Þá
er gúrkuframleiðsla að skilja eftir
sig 43,7% og venjulegir tómatar
54,8%. Munurinn liggur einkum í
flutningum.
Inni í þessum útreikningum sem
gerðir voru fyrir SG er reiknað
kolefnisspor á öllum aðföngum,
orku og vegna tækja og búnaðar
sem notaður er við ræktun á Íslandi
og borið saman við það sem þekkist
erlendis.
Meira að segja íslensku
kartöflurnar eru hagstæðari
Athygli vekur að í samanburði á
útiræktun, t.d. á kartöflum, koma
íslenskir kartöflubændur aðeins
betur út en kollegar þeirra t.d. í
Bretlandi og Hollandi. Skýrist
það einkum af orku sem notuð er í
kæligeymslum og af kolefnislosun
í flutningum. Þar er íslenska
kartöfluræktunin að skila um 8
prósentustigum lægri kolefnislosun
en erlenda framleiðslan. Það er þrátt
fyrir hlutfallslega minni uppskeru
og meiri olíunotkun á hvern hektara
á Íslandi. Varðandi útiræktað
grænmeti, eins og gulrætur, hvítkál
og fleira, er kolefnislosunin á
Íslandi 88,21% af því sem innflutta
grænmetið skilur eftir sig.
Íslensk afskorin blóm í ofurflokki
Þegar skoðuð eru gögn Sambands
garðyrkjubænda um íslenska
blómarækt kemur í ljós að sú
framleiðsla er í algjörum sérflokki
í samanburði við innflutt afskorin
blóm. Þar er kolefnisspor íslenskra
afurða aðeins 18,44% sem hlutfall
af kolefnisspori innfluttra afurða.
Þar kemur líka fram að kolefnisspor
hollenskra blóma er rúmlega
16 sinnum stærra en afskorinna
blóma sem ræktuð eru á Íslandi.
Skýringin liggur að stærstum hluta
í þeirri hreinu raforku sem notuð er
á Íslandi. Raforka sem hollenskir
bændur nota losar um 100 til 200
sinnum meira af kolefni en íslensk
raforkuframleiðsla.
Við ræktun á trjám og runnum
eru íslenskir bændur einungis að
skilja eftir sig 46,55% af CO2
í hlutfalli af því sem innflutt
framleiðsla gerir. Það er einungis
við framleiðslu hluta sumarblóma
að kolefnissporið á innfluttu
framleiðslunni er samkvæmt
úttektinni örlítið hagstæðara, eða
sem nemur 5 prósentustigum.
Öll önnur framleiðsla íslenskra
garðyrkjubænda er umhverfislega
hagstæðari en erlend og oftast
verulega mikið betri. /HKr.
– Sjá einnig umfjöllun um
kolefnisspor af innfluttum
matvörum á bls. 20–21.
Hrossin í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð gæða sér á töðu í snjónum þegar mörsugur er að verða hálfnaður. Þessar harðgeru skepnur eiga eftir að þreyja þorrann, góuna og einmánuðinn áður en
þau geta búist við að vorið gangi í garð fyrir alvöru. Það verður vart fyrr en í hörpu, sem stendur frá því síðla í apríl og fram í seinnipart maímánaðar samkvæmt gregoríska tímatalinu. Mynd / HKr.
Um 54% erlendra
ferðamanna hafa borðað
íslenskt lambakjöt
10
Afar vel heppnaður
fundur á Hellu um
markaðssetningu
lambakjöts
24–25
Skarar fram úr í
handverki og hönnun
úr sauðfjárafurðum
30