Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018
Búskapur er okkar fag:
Bændafundir BÍ um
allt land í næstu viku
Forystufólk Bændasamtaka
Íslands heldur til fundar við
bændur nú í upphafi árs. Alls
eru skipulagðir 18 almennir
bændafundir víðs vegar um
landið í næstu viku. Fundirnir
hefjast á þriðjudaginn kemur.
Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins verða með í för og
ræða um framtíðarsýn og þróun
ráðgjafarþjónustu.
Að sögn Sindra Sigurgeirssonar,
formanns BÍ, er af mörgu að
taka. Rætt verður um stöðuna í
landbúnaðinum og farið vítt yfir
sviðið. Árið 2017 var fyrsta ár
nýrra búvörusamninga og fyrir
liggur fyrsta endurskoðun þeirra.
Þá er nýlegur dómur EFTA-
dómstólsins um innflutning á
hráu kjöti og eggjum bændum
umhugsunarefni og ljóst að því
máli er hvergi nærri lokið. Sindri
segir að viðfangsefni næstu
missera verði áfram þau að bæta
hag bænda og móta framtíðarsýn
fyrir atvinnugreinina. Hann segir
mikilvægt fyrir bændastéttina að
standa saman og að rödd hennar
hljómi sem víðast og sterkast.
„Við verðum að gæta hagsmuna
landbúnaðarins og þess vegna
rekum við öflug Bændasamtök,“
segir Sindri í bréfi til félagsmanna
á bls. 39 hér í blaðinu.
Hádegis- og kvöldfundir
Fundirnir hefjast í hádeginu
þriðjudaginn 16. janúar með fundum
á Ísafirði, Kópaskeri og Egilsstöðum.
Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verða
fundir í Kjós, Breiðamýri og
Berufirði. Í hádeginu á miðvikudag
17. janúar verða fundir á Blönduósi, í
Eyjafirði og í Hornafirði. Kvöldfundir
á miðvikudag verða í Skagafirði, á
Ströndum og á Kirkjubæjarklaustri.
Í hádeginu á fimmtudag verða fundir
á Snæfellsnesi, í Heimalandi og á
Barðaströnd. Fundalotunni lýkur
með kvöldfundum í Dölum, á
Hvanneyri og í Þingborg í Flóa.
Al l i r fé lagsmenn í
Bændasamtökum Íslands eru
velkomnir á fundina. Nánari
upplýsingar um staði og
tímasetningar er að finna á bondi.
is og í auglýsingu á bls. 39.
/TB
Um síðustu áramót voru þrjú
varnarhólf á Austurlandi losuð
undan höftum riðuskilgreiningar.
Enn eru þó níu af 26 hólfum á
landinu skilgreind sem sýkt og
ekki sér fyrir endann á baráttunni
við sjúkdóminn.
Matvælastofnun ítrekar mikilvægi
þess að allir sauðfjáreigendur
séu vakandi og hafi samband við
héraðsdýralækni án tafar, verði þeir
varir við einkenni sem gætu bent til
riðu.
Á heimasíðu Matvælastofnunar
segir að samkvæmt reglugerð nr.
651/2001 um útrýmingu á riðuveiki
og bætur vegna niðurskurðar er
svæði skilgreint sem sýkt svæði í
20 ár frá staðfestingu riðutilfellis
í hólfinu. Á sýktum svæðum eru
allir flutningar á fé milli hjarða
innan svæðanna og frá þeim, yfir
varnarlínur, bannaðir. Hafi hins
vegar ekkert tilfelli verið staðfest í
20 ár í hólfi, telst það hreint.
Þrjú hólf losna
Þann 31. desember 2017 losnuðu
þrjú varnarhólf undan höftum
riðuskilgreiningar. Það eru hólfin
Norðausturhólf, Héraðshólf og
Austfjarðahólf. Þá má flytja fé frjálst
innan þessara hólfa, en áfram gildir
þó að ekki er heimilt að flytja fé
milli varnahólfa, það er að segja
yfir varnarlínur nema að fengnu leyfi
Matvælastofnunar.
Suðurfjarðarhólf telst enn sýkt
Við breytinguna varð Suðurfjarðahólf
eina varnarhólfið á Austurlandi
sem enn telst sýkt. Riðuveikin
lék Austfirðinga grátt hér á árum
áður. Skipulagður niðurskurður
vegna riðuveiki hófst á Austurlandi
haustið 1986, þá voru skornar þrjú
þúsund kindur. Ári síðar var fimmtán
þúsund kindum lógað og haustið þar
á eftir þrjú þúsund. Þar með lauk
niðurskurði alls fjár á svæði sem
afmarkast af botni Reyðarfjarðar að
sveitarmörkum Valla og Skriðdals
á Héraði norður að Lagarfljóti.
Jafnframt var á þessum tíma öllu fé
á Borgarfirði eystra lógað.
Mikilvægt að sauðfjáreigendur
haldi vöku sinni
Í ljósi sögunnar verður áfram
mikilvægt að sauðfjáreigendur
séu vakandi fyrir einkennum
riðuveikinnar og hafi samband
við héraðsdýralækni ef kind sýnir
grunsamleg einkenni. Einnig ef
kindur drepast heima við eða
þeim slátrað vegna sjúkdóma eða
slysa. Þá skal hafa samband við
Matvælastofnun og séð verður til
þess að sýni séu tekin, bændum að
kostnaðarlausu. /VH
Innflutningur landbúnaðarvara
hefur aukist hröðum skrefum
undanfarin ár og má búast við
að niðurfelling tolla auki þann
innflutning enn frekar.
Miðað við tölur Hagstofu
Íslands um innflutning á búvörum
í nóvember síðastliðnum, þá jókst
innflutningur á nautakjöti frá
áramótum til loka nóvember um
28% frá árinu 2016. Var breytingin
á milli ára því 128%. Þá nam
aukningin um 33% á svínakjöti
og 15% á alifuglakjöti. Þá jókst
innflutningur á reyktu, söltuðu
og þurrkuðu kjöti um 21%. Eins
ríflega tvöfaldaðist innflutningur
á pylsum og unnum kjötvörum og
var aukningin 106% og breyting
þessa 11 mánuði því 206% frá sama
tímabili 2016.
Veruleg aukning á innflutningi
mjólkurafurða
Varðandi mjólkurvörur var
aukningin mun meiri, eða hvað
varðar mjólk, mjólkur- og
undanrennuduft og rjóma. Þar var
aukningin þessa 11 mánuði milli
ára 72%.
Umtalsverð aukning var einnig
í innflutningi á sumu grænmeti og
var þar t.d. aukning í innflutningi á
tómötum um 14%.
Aukinn innflutningur vinnur
gegn minnkun á CO2
Athyglisvert er að skoða þetta
í ljósi þess kolefnisspors sem
matvælaframleiðsla og flutningar
skilja eftir sig og fjallað er um á
forsíðu og á blaðsíðum 20 og 21.
Þar kemur í ljós að með hliðsjón
af losun gróðurhúsalofttegunda,
þá er í öllum tilfellum hagstæðara
að framleiða vöruna sem næst
neytendum og í mörgum tilfellum
skilur íslenska framleiðslan eftir sig
mun minna kolefnisspor en erlend
framleiðsla. Þar spilar hrein orka
á Íslandi stóra rullu, sér í lagi í
garðræktinni. Aukinn innflutningur
á landbúnaðarafurðum vinnur því
greinilega gegn markmiðum um
að draga úr losun CO2 og annarra
gróðurhúsalofttegunda. /HKr.
Innflutningur eykst stöðugt
á landbúnaðarafurðum
FRÉTTIR
Nýtt áhættuflokkunarkerfi fyrir
bændur tekið í notkun hjá MAST
– Frammistöðuflokkun tekin upp eftir þrjú ár
Í byrjun þessa árs tók
Matvælastofnun í notkun nýtt
áhættuflokkunarkerfi. Með
kerfinu verður ákvörðuð tíðni
eftirlits með frumframleiðslu
matvæla og öðru dýrahaldi.
Í kjölfarið verður tekin
upp frammistöðuflokkun
frumframleiðenda í landbúnaði.
Kerfið var kynnt hagsmuna-
aðilum á opnum fundi
Matvælastofnunar 2. nóvember
síðastliðinn og var svo til umsagnar í
desember síðastliðnum.
Jónína Þ. Stefánsdóttir,
fagsviðsstjóri samhæfingar hjá
Matvælastofnun, hefur umsjón
með áhættuflokkuninni. Spurð
hvort kerfinu sé meðal annars
ætlað að koma í veg fyrir að
aðbúnaðarvandamál komi upp hjá
frumframleiðendum, eins og gerðist
til að mynda í Brúneggjamálinu,
segir hún að kerfið taki á samræmdu
mati á þörf á eftirliti. „Kerfið mun
ekki eitt og sér koma í veg fyrir
að upp geti komið vandamál með
aðbúnað eða umhirðu dýra. Kerfið
er liður í að allt reglubundið eftirlit
sé byggt á áhættumati og taki mið af
frammistöðu eftirlitsþega. Kerfið
hefur verið innleitt fyrir eftirlit
Matvælastofnunar í matvæla- og
fóðurfyrirtækjum á undanförnum
árum og nú er verið að innleiða það
á bændur. Þessu kerfi er ætlað að
meta þörf á eftirliti á samræmdan
hátt milli allra eftirlitsþega þannig
að þunga eftirlitsins sé beint þar
sem áhætta er mest og frammistaða
verst.“
Frammistöðuflokkun að þremur
árum liðnum
Jónína segir að bændur muni finna
fyrir því að tíðni eftirlits með
þeirra starfsemi breytist í kjölfar
áhættuflokkunar og það verði
markvissara. „Neytendur munu
einnig njóta góðs af markvissara
eftirliti með matvælaöryggi og
dýravelferð. Að þremur árum
liðnum mun frammistöðuflokkun
taka gildi. Þá getur eftirlitstíðni
aukist eða minnkað eftir því
hvernig gengur að uppfylla kröfur
löggjafar og uppfylla þannig
skilyrði sem sett eru fyrir færslu
milli frammistöðuflokka. Gera
má ráð fyrir að niðurstöður úr
frammistöðuflokkunarkerfinu geti
orðið aðgengileg almenningi, en
samkvæmt texta í frumvarpi um
breytingar á lögum um matvæli
sem kynntar voru síðastliðið
sumar var ráðgert að ráðherra
myndi ákveða með hvaða hætti
frammistöðuflokkun yrði birt og
hvort skýrslur yrðu birtar.“
Í inngangi skjalsins um kerfið
kemur fram að kerfið verði
notað af Matvælastofnun til að
meta eftirlitsþörf út frá áhættu
starfseminnar og niðurstöðum
úr eftirliti. Samkvæmt íslenskri
löggjöf er Matvælastofnun skylt
að haga tíðni opinbers eftirlits með
dýravelferð og matvælaöryggi eftir
áhættu. Kerfið tekur til þeirra sem
halda nautgripi, sauð- og geitfé,
hross, svín, alifugla og loðdýr – og
falla undir lögbundið eftirlit MAST.
Áhættuflokkun sem unnið verður
eftir hefur farið fram; annars vegar
varðandi dýravelferð og hins vegar
matvælaöryggi. Áhættuflokkar
gefa ákveðna grunneftirlitstíðni.
Aðrir þættir hafa áhrif á hver
heildareftirlitstíðni verður og á
það hversu marga eftirlitstíma
þarf.
Þrír frammistöðuflokkar
Frammistaða verður flokkuð í
flokkana A, B og C eftir fjölda
og alvarleika frávika við einstök
skoðunaratriði og hvernig staðið
er að úrbótum. Þetta er að sögn
Jónínu með líkum hætti og gert
er varðandi frammistöðuflokkun
fóður- og matvælafyrirtækja.
Þeir sem standa sig vel fá
minna eftirlit og þar með lægri
eftirlitsgjöld, en þeir sem standa
sig illa fá tíðara eftirlit og hærri
eftirlitsgjöld. /smh
Í ljósi sögunnar verður áfram
mikilvægt að sauðfjáreigendur séu
vakandi fyrir einkennum riðuveik-
-
dýralækni ef kind sýnir grunsamleg
einkenni.
Sauðfjárveikivarnir:
Aflétting riðuhafta í varnarhólfum