Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Háskóli Íslands og Háskólafélag Suður lands eru að þróa með sér spennandi verkefni varðandi þróun fagháskólastigsins. Þar er um að ræða verkefni á sviði ferðamálafræða, tæknifræði og hagnýtra leikskólafræða. Háskólafélagið, sem er með höfuðstöðvar sínar í Fjölheimum á Selfossi og fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu, er með um sextíu háskólanema sem leigja sér aðstöðu til náms í Fjölheimum og hafa þar sjálfstæðan aðgang frá morgni til miðnættis alla sjö daga vikunnar. „Nú á haustönn lagði félagið um 600 próf fyrir nemendur úr flestum háskólum landsins auk framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám. Umfang þessarar starfsemi eykst ár frá ári, með þessu hefur skapast hér raunverulegt háskólasamfélag,“ segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri félagsins. Auk Fjölheima á Selfossi er að finna á starfssvæði félagsins námsver á Hellu, Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri, en á Höfn tók Þekkingarsetrið Nýheimar í haust við þessari háskólaþjónustu Háskólafélagsins á Höfn. Sigurður segist horfa bjartur fram á næstu tíu árin í starfsemi Háskólafélagsins. „Já, verkefnin eru næg en í nútíma samfélagi ráðast búsetugæði ekki síst af góðu aðgengi að háskólamenntun. Háskólafélagið er tæki Sunnlendinga til að vinna að þeim málum. Félagið hefur lagt áherslu á að vera samstarfsmiðað. Það er ekki stórt en hefur sýnt að það getur áorkað ýmsu í samstarfi við aðra. Við fögnum áherslum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í byggðamálum, menntun og nýsköpun og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við stjórnvöld, háskóla, sveitarfélög, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og almenning,“ segir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. /MHH Háskóli Íslands og Háskólafélag Suðurlands í spennandi samstarfsverkefni MÆLT AF MUNNI FRAM Það var örlítill „brundtíðarbragur“ á síðasta þætti ársins 2017. Þegar þessi þáttur er skráður er fengitíminn tæpast alveg liðinn, og því verða tilfærðar nokkrar stökur frá fengitíma. Gamlan húsgang man ég úr minni heimasveit, en veit ekki um höfund. Þetta hefur alla vega verið ort löngu fyrir „Me Too“-byltinguna: Þessi litli labbakútur leitar stíft í kvennager. Fitjar trýn sem friðlaus hrútur í fjárhúsum í desember. Í byrjun þessa árs fékk ég símkall frá Magnúsi Halldórssyni á Hvolsvelli. Við erum skólabræður við Magnús, og kynntumst harla náið og urðum vinir góðir. Samt fannst mér erindið ekki alveg tengt órofa vináttu, einhver ylgja var undirliggjandi. Talið barst eitthvað að vísnagerð, og fann ég fljótt að Magnúsi þótti sinn hlutur skarður þegar kom að birtingu vísna í Bændablaðinu. Ráðin verður bót á því hið snarasta. Magnús heldur nokkurn sauðfjárstofn, ekki þó stóran en nógu stóran þó, til að halda ítarlega fjárbók um fengitímann: Hrúturinn gat ekki‘ en hamraði fast hana, og stangaði‘ í klessu, en kindin „Me Too“-„cool at last“, kumraði undir pressu. Að morgni nýliðins nýársdags orti Magnús, sæmilega sofinn og sáttur: Samþykkjum hvorki væl né vol í veislunni glöddumst saman. mengunin fór yfir mannlegt þol, -mikið var það nú gaman. Magnús er auðvitað uggandi um sinn hag sem sauðfjárbóndi, og þykja tillögur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins harkalegar: Brýnt er að búin hér stækki, best er,- og matið er kalt, að bændum og fénu fækki en fráleitt að skjóta samt allt. Ein vísa Magnúsar um pólitík fær líka að fljóta með. Hún er líka eitthvað svo sönn, en líka mild: Andersen er eflaust skýr, ekki það ég rengi, þó okkur verði ansi dýr ef hún situr lengi. Við þetta hlýtur Magnús að mildast. Það sem lifir þessa þáttar verður helgað Höskuldi Einarssyni frá Vatnshorni. Í síðasta þætti birtust vísur tengdar vinfengi hans og Sigurðar Jónssonar frá Brún. Næsta vísa Höskuldar er sögð til Sigurðar: Ýmsa geymir eilíf þögn, aðrir gæta vandans. Þér hefur miðað alltaf ögn afturábak til fjandans. Höskuldur var fæddur á Finnsstöðum í Köldukinn árið 1906. Sporin gleymast, munir mást, manna eymist gengi, vorin heima, æskuást ýmsa dreymir lengi. Höskuldur var góður hestamaður, og orti næstu vísur til þeirra: Sléttur ísinn blikar blár, bjarmalýsa glæddist. Léttur frísar kvikur klár, -kannski vísa fæðist. Hrekkur neisti fótum frá, frýsar geistu skapi. Stekkur reistur urðir á ólmur hreystigapi. Gripin hrynja hrein og snjöll, hratt þau dynja á beðin. Klakabrynjan kliðar öll, klungrin stynja freðin. Þráin geymist alltaf ung án þess heimur viti. Út að teyma alinn lung, öllu gleyma striti. 193 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Starfsmenn Háskólafélags Suðurlands, frá vinstri, Sigurður Sigursveinsson, Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir. Á myndina vantar Guðlaugu Ósk Svansdóttur sem er starfsmaður á Hvolsvelli. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson LÍF&STARF Kvenfélag Villingaholtshrepps: Gaf Flóaskóla bækur að andvirði 250.000 krónur Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Villingaholtshrepps komu færandi hendi í Flóaskóla fyrir jólin í þeim tilgangi að færa bókasafni bækur að andvirði 250.000 krónur. Gjöfin var gefin í tilefni af 100 ára afmæli félagsins á nýliðnu ári. Nemendur skólans og starfsmenn höfðu sent kvenfélagskonum óskalista um bækur á bókasafnið og var reynt að verða við þeim óskum. Á myndinni er Sólveig Þórðardóttir, formaður kvenfélagsins, að afhenda gjafabréfið að viðstöddum kvenfélagskonum, starfsfólki og nemendum skólans. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.