Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 21

Bændablaðið - 11.01.2018, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 kolefnismengun vegi meira eftir brunann en eldsneytið vigtaði upphaflega áður en því var brennt. Mörgum finnst þetta fjarstæða þar sem menn búa ekki til efni úr engu. Til að einfalda þetta má kannski segja að þarna sé verið að vigta rúmtak á gastegundinni CO2 sem verður til við brunann. Við myndun á því gasi bætist við verulegt hlutfall af súrefni sem búið er að umbreyta við brunann í sprengihreyflum með íblöndun kolefnis í kolefisdíoxíð. Það er því ekki einhver kolefnisklumpur í föstu formi sem verður til við brunann, heldur fislétt lofttegund sem talin er orsaka innilokun hitageisla frá sólinni í neðrihluta lofthjúps jarðarinnar. Þetta er þó ekki frekar en annað í þessum fræðum óumdeilt og hafa sumir bent á þá þversagnakenndu staðreynd að oft hafi kólnað í kjölfar stórra eldgosa eins og á Íslandi. Misvísandi niðurstöður gera útreikninga mjög erfiða Aðferðarfræðin sem yfirleitt er miðað við er flókin og alls ekki óumdeild. Enda hefur þróun í gerð sprengihreyfla á liðnum árum með betri bruna eldsneytis breytt miklu hvað varðar hlutfall efna í útblæstri. Fjöldi rannsókna og skýrslna hefur verið gefinn út þar sem reynt er að meta kolefnisútblástur frá ólíkum flutningatækjum. Niðurstöðurnar eru nánast eins ólíkar og rannsóknirnar eru margar. Kemur þetta m.a. berlega fram í skýrslu rannsóknamiðstöðvar flutninga hjá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg. Mismunur á tölum t.d. varðandi mengun frá flugi er oft mjög mikill, líka varðandi flutningabíla og önnur tæki, enda hafa miklar breytingar orðið vegna tækniþróunar í vélsmíði. Sem dæmi þá getur sama bifreið mengað mjög mismunandi mikið og fer það mest eftir aksturslagi og hver situr undir stýri. Nær óframkvæmanlegt er því að gera nákvæma raunútreikninga á loftmengun frá bílum sem nota mætti sem samnefnara fyrir allar bifreiðar. Virðast því allar tölur í þessum efnum byggja ótrúlega mikið á mati vísindamanna eða líkum fremur en beinhörðum staðreyndum. Í framhaldi af þessu er svo tekin pólitísk afstaða þjóða á milli á einhverjum tímapunkti og ákveðið hver hinn opinberi sannleikur skuli vera. Það sem langflestir virðast þó sammála um er að notkun jarðefnaeldsneytis skilji eftir sig kolefnisfótspor í andrúmsloftinu sem hafi farið ört stækkandi á liðnum áratugum með alvarlegum afleiðingum. Þotur menga langmest samkvæmt gögnum Maersk Í gögnum danska skipafélagsins Maersk er Boeing 747-400 þota að skilja eftir sig CO2 sem nemur 552 grömm á hvern tonnkílómetra. Það segir ekki alla söguna því þotan er líka að skilja eftir sig í andrúmsloftinu 5,69 grömm af tærandi brennisteinsoxíði SO2 á hvern tonnkílómetra og 0,17 grömm af sótögnum og nituroxíð NOx. Til samanburðar segja tölur Maersk að 11 þúsund gámaeininga flutningaskip af (S-type) skilji eftir sig 8,35 grömm af CO2 á tonnkílómetra, 0,21 grömm af SO2 og 0,162 grömm af NOx. Hafa ber í huga að þessar tölur Maersk um skip eru mun lægri en það meðaltal sem fram kemur í skýrslu sem unnin var í Tækniháskólanum í Aþenu. Þá er stór flutningatrukkur í Maersk- gögnunum sagður skilja eftir sig 50 grömm af CO2 á tonnkílómetra, 0,31 gramm af SO2 og 0,00005 grömm af NOx. Mengunarmælikvarði Evrópusambandsins Tölur sem Evrópusambandið hefur miðað við í sínum leiðbeiningum eru frá 1. mars 2011 og ættaðar úr smiðju Alan McKinnon. Þær telja að CO2 útblástur frá skipum á lengri vegalendum nemi að meðaltali 14 grömmum á tonnkílómetra og 16 grömmum á tonnkílómetra í styttri ferðum. Þar er líka talað um 8,4 grömm á tonnkílómetra hjá gámaskipum og 5 grömm af CO2 á tonnkílómetra hjá úthafs tankskipum. Varðandi flutningabíla er miðað við 62 grömm á tonnkílómetra miðað við 80% meðalhleðslu flutningarýmis og að bílunum sé ekið tómum í 25% af aksturstímanum. Varðandi flugið eru tölur ESB sláandi en grunngögnin sem reiknað er útfrá eru frá árunum 2003 til 2005. Þar er miðað við 1.025 til 1.580 grömm af CO2 á tonnkílómetra á stuttum flugleiðum. Þá er miðað við 673 til 800 grömm á tonnkílómetra á millilöngum leiðum og 570 til 633 grömm á tonnkílómetra í langflugi allt að 7.000 kílómetra. Í viðmiðun ESB er einnig talað um fleiri þætti eins og járnbrautalestir sem að meðaltali eru taldar losa 62 grömm af CO2 á tonnkílómetra. Flutningar á vökva um leiðslur er líka reiknaður inn í kolefnisdæmið og er talið skila 5 grömmum af CO2 á tonnkílómetra, en í eldri gögnum var viðmiðið 10 grömm. Mikil loftmengun af flugi Samkvæmt tölum flugyfirvalda í Hamborg þá er þota af gerðinni Boeing 747 að skilja eftir sig að meðaltali 2.234 kg af CO2 á hverja 100 flogna kílómetra. Þar af skilur flugvélin eftir sig 37 kg af CO2 eftir hvern farþega, miðað við 300 manns um borð. Sem dæmi, þá er bein fluglína frá Keflavíkurflugvelli til London 1.908.2 km og tekur um 2,24 klst. að fljúga þá vegalengd miðað við 800 km hraða á klukkustund. Lagt er upp með 23,5 tonn af eldsneyti og eftir 500 km flug hefur hún skilið eftir sig 11.170 kg af CO2 og nærri 30.500 kg á flugleiðinni frá Keflavík til London. Mest er eyðslan í flugtaki og klifri og verða þá eftir 6.800 kg af CO2 að meðaltali á hverja 100 kílómetra. Augljóslega er því hlutfallslega umhverfisvænna að fljúga sem lengst í hverri ferð án millilendinga. Þannig reiknast mönnum til að mengun frá þotunni minnki að meðaltali úr 2.234 kg á hverja 100 kílómetra í 500 kílómetra löngu flugi í 1.533 kg á hverja 100 km í 2.000 km löngu flugi og í 1.393 kg á 100 km miðað við 5.000 km flug Mengun frá skipum er gríðarleg samkvæmt skýrslu WMU Í skýrslu WMU Journal of Maritime Affairs frá 2009 sem unnin var af Harilaos N. Psaraftis og Christos A. Kontovas í samvinnu við rannsóknarstofu í sjóflutningum hjá Tækniháskólanum í Aþenu í Grikklandi, var reynt að meta CO2 útblástur frá skipaflota heimsins. Er það að verulegu leyti byggt á skipagögnum Lloyds frá 2007. Er í skýrslu WMU reynt að meta CO2 útblástur í grömmum á hvert tonn sem flutt er einn kílómetra. Samkvæmt þeirri úttekt eru gámaskip af ýmsum stærðum að menga sem nemur 12,1 grammi af CO2 á hvern tonnkílómetra. Það þýðir um 1.200 grömm á hvert tonn á hverja 100 kílómetra sem er gríðarlega mikið. Elstu flutningaskipin með lélegasta vélbúnaðinn eru sum að menga allt að sexfalt meira. Hefðbundin alhliða flutningaskip er sögð vera að blása 13,6 grömmum af CO2 á hvern siglda tonnkílómetra eða 1.360 grömmum á hverja 100 kílómetra. Í skýrslu WMU Journal of Maritime Affairs 2009 er sagt að kaupskipafloti heimsins hafi þá verið 45.620 skip. Metin eru 36.538 skip af ýmsum stærðum og gerðum þar á meðal alls konar gáma- og þurrvöruflutningaskip, olíuskip, gasflutningaskip og farþegaskip. Áætlað er að þau skilji samtals eftir sig 838.950.000 tonn af CO2 á ári. Eigum langt í land til að ná markmiðum Heildarlosun CO2 á Íslandi er samkvæmt nýjustu skýrslu Umhverfis stofnunar 2017 talin nema um 5,9 milljónum tonna að meðaltali á ári, en var metin rúmlega 3,7 milljónir tonna í gögnum sem lögð voru fram vegna Kyoto-samkomulagsins 2008. Vegna iðnaðaruppbyggingar fékk Ísland svigrúm til að auka losun gróðurhúsalofttegunda, en mátti þó ekki fara yfir 8.000 tonn. Samkvæmt langtímamarkmiðum íslenskra yfirvalda er nú gert ráð fyrir að draga úr kolefnislosun um 50 til 75% fyrir 2050. Þá er miðað við stöðuna 1990 þegar losunin var metin 3.541 milljón tonn. Hún var 4.538 milljónir tonna árið 2015 og hafði þá aukist um 28% á 25 árum. Þarna er verið að tala um allar gróðurhúsalofttegundir, ekki einungis CO2. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti losunar gróðurhúsalofttegunda er vegna iðnaðar og orkuframleiðslu. Þótt Íslendingar framleiði megnið af sinni orku með umhverfisvænum hætti þá er losun greinarinnar samt umtalsverð þegar allt er tínt til, ekki síst frá jarðhitaorkuverum. Þegar litið er til losunar á CO2 er stóriðjan stórtækust og stóð árið 2015 fyrir 51% heildarlosunarinnar á meðan öll umferð var með 24%, fiskveiðar 13%, jarðhitavirkjanir með 5%, byggingariðnaður með 3%, varaafl og önnur staðbundin notkun með 2% og annað óskilgreint með 2%. Stóraukin umferð vegna ferðamanna Mikil aukning á komu ferðamanna til landsins hefur augljóslega margfaldað umferð um vegi landsins og þar með útblástur CO2. Sem dæmi stækkaði bílaflotinn frá 1990 til 2015 um 78% og útblástur CO2 frá umferðinni jókst á þessu tímabili um 59%. Fjölgun landsmanna skýrir aðeins hluta af þessari aukningu. Hefur bílaflotinn síðan vaxið verulega og ferðamönnum hefur einnig fjölgað. Stórhækkun kolefnisgjalds breytir þarna engu, nema að það verði nýtt til að gera vegi greiðfærari og stytta vegalengdir sem og að auka trjárækt. Ekkert af þessu er í sjónmáli ef marka má nýsamþykkt fjárlög ríkisins. Vænlegast að hvetja til aukinnar neyslu innlendrar fæðu Það eina sem nú er fast í hendi út frá loftslagsumræðunni er sú augljósa staðreynd að það skiptir miklu máli að ferðamenn borði sem mest af mat sem framleiddur er í nágrenni við áningastaði þeirra. Stjórnvöld ættu því að hvetja mjög til neyslu á fæðu sem framleidd er á Íslandi og draga þar með úr kolefnisfótspori sem hlýst af innflutningi. Varasamt að treysta öllu sem slegið er fram Að öllu samanlögðu er þó vert að setja alla fyrirvara og hafa í huga að mjög misvísandi upplýsingar og viðmiðanir eru notaðar í umræðunni um kolefnissporið. Ljóst er við skoðun fjölmargra útreikninga að í sumum tilfellum hafa menn verið að taka upp hver eftir öðrum misvísandi viðmiðanir og hugtök eins og grömm og kíló. Þarna er munurinn þúsundfaldur. Það segir manni hvað varasamt getur verið að treysta umræðunni sem oft er í hástemmdum frösum og erfitt fyrir venjulegt fólk að meta hvort réttar forsendur liggi þar að baki. Calculation Template for CO2-Emissions from Freight Transport Operations (activity-based approach) Heimild: Alan McKinno Heimild: Alan McKinno - Guidelines for Measuring and Managing CO 2 Emission from Freight Transport Operations Reiknistuðlar úblásturs (Recommended Average Emission Factors)

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.