Bændablaðið - 11.01.2018, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018
MATVÆLI&MARKAÐSMÁL
Afar vel heppnaður fundur á Hellu um markaðssetningu lambakjöts:
Mikil bjartsýni á framtíð
íslenska lambakjötsins
Á þrettándanum 6. janúar var
blásið til opins fundar á Hellu um
markaðssetningu á lambakjöti.
Aðsóknin var mjög góð og mættu
á fjórða hundrað manns á fundinn
víða að af landinu.
Forsprakkinn að þessari
fundarboðun var alþingismaðurinn
Ásmundur Friðriksson og var
hann að vonum ánægður með
mætinguna. Fékk hann IKEA,
Kjötkompaníið, Markaðsráð
kindakjöts, Bændasamtök Íslands,
Bændablaðið og sauðfjárbændur á
Suðurlandi til liðs við sig. Fjögur
erindi voru flutt á fundinum.
Ræðumenn voru Oddný Steina
Valsdóttir, formaður Landssambands
sauðfjárbænda, Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri IKEA á
Íslandi, Jón Örn Stefánsson,
framkvæmdastjóri og eigandi
Kjötkompanísins, og Svavar
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Markaðsráðs kindakjöts.
Við komuna á fundinn var gestum
boðið upp á ástarpunga og kleinur frá
IKEA sem bakaðar eru samkvæmt
gamalli íslenskri uppskrift og steikt
í íslenskri tólg.
Eftir ræðuhöld var fundargestum
svo boðið í lambaréttaveislu að hætti
IKEA og Kjötkompanísins.
Hlustum á þarfir og vilja
neytenda
Oddný Steina Valsdóttir sagði
m.a. í ræðu sinni á fundinum að
skoða þyrfti verðmyndunarferlið
í sauðfjárræktinni niður í kjölinn
og skoða alla möguleika.
Sauðfjárbændur þyrftu stöðugt
að vera að minna sig á og helst
af öllu að sækja fram hvað varðar
vöruþróun og framsetningu.
„Við þurfum stöðugt að minna
okkur á að hlusta eftir þörfum
og vilja neytenda og haga okkar
framleiðslu í takt við það.“
Hún sagði að sauðfjárbændur
tækju fagnandi þeim fjölmörgu
ábendingum sem þeir hafi fengið
í almennum umræðum sem
sköpuðust í ræðu og riti um vanda
sauðfjárbænda í haust.
„Þennan kraft þarf að nýta áfram
og þess vegna er svo gleðilegt að vera
hér í dag þar sem áherslan er á það
sem verið er að gera í framsetningu
og sölu á vörunni okkar.“
Sagði hún sauðfjárbændur þurfa
að einhenda sér í þetta verkefni.
„Ef við vinnum af metnaði og
krafti, höfum vönduð vinnubrögð og
göngum í takt, þá mun okkur takast
að ná árangri í því starfi.“
Hefur þrítugfaldað sölu á
íslenskum landbúnaðarafurðum
á 12 árum
Á fundinum lýsti Þórarinn
Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA
á Íslandi, því hvað gert hafi verið þar
á bæ til að stórauka sölu á réttum
úr kindakjöti á veitingastað IKEA í
Garðabæ. Hann talaði hispurslaust
og á mannamáli um sína sýn á hvað
þyrfti að gera til að ná árangri í sölu
á lambakjöti.
Sagðist hann almennt vera þeirrar
skoðunar að það hljóti að vera betra
fyrir alla að nýtt séu matvæli sem
framleidd eru sem næst þeim stað þar
sem þeirra er neytt, eða með öðrum
orðum að takmarka innflutning á
mat sé þess kostur.
Þórarinn tók við rekstri IKEA árið
2005 og hefur þrjátíufaldað veltuna
í veitingarekstri fyrirtækisins á 12
árum. Þá var veltan á veitingasviði
verslunarinnar 48 milljónir króna og
innlend hráefniskaup 14 milljónir
fyrir utan virðisaukaskatt. Á síðasta
ári, 2017, var veltan 1.400 milljónir
og innlent hráefni, þ.e. kjötvörur,
grænmeti, mjólkurvörur og fiskur,
var keypt fyrir 400 milljónir króna.
IKEA á Íslandi er einkarekið
fyrirtæki sem rekið er undir leyfi
hins alþjóðlega sænska fyrirtækis
IKEA Group. Rekstur hófst á Íslandi
árið 1981 sem deild í Hagkaup í
Skeifunni.
Sænska fyrirtækið var stofnað
í Smálöndunum í Svíþjóð árið
1943. Nú er IKEA með rekstur um
allan heim, bæði verslanir, eigin
hönnunarstofur og verksmiðjur.
Rekur fyrirtækið nú 400 verslanir og
þar af um 250 í Evrópu og er í örum
vexti. Hugmyndafræðin byggir á að
framleiða og selja vörur sem flestir
hafi ráð á að kaupa. Segir Þórarinn
að þetta séu ekki innantóm orð og
þetta eigi einnig við verðlagningu á
veitingastað IKEA.
Ætlar að selja 250 þúsund
skammta af lambakjöti 2020
„Ég sé fyrir mér að árið 2020 verði
veltan á veitingasviði komin í tvo
milljarða gangi mínar hógværu
væntingar eftir.“
Sagði Þórarinn að á árinu 2015
hafi verið seldir 14 þúsund skammtar
af lambakjötsréttum á veitingastað
IKEA. Á árinu 2016 var talan komin
í 66 þúsund skammta og 84 þúsund
skammta á árinu 2017.
„Ég hef tekið þá ákvörðun,
byggða á umhverfissjónarmiðum,
ættjarðarást, samfélagsábyrgð,
viðskiptalegum sjónarmiðum,
en síðast en ekki síst á viðtökum
viðskiptavina IKEA, að leggja aukna
áherslu á lambakjöt á því ári sem
var að byrja.
Ég er þeirrar skoðunar að sumpart
fyrir tilviljun þá hafi IKEA dottið
þarna niður á eitthvað stórmerkilegt.
Eitthvað sem gæti, ef rétt er haldið
á spöðum, breytt landslaginu fyrir
íslenska sauðfjárbændur.
Á árinu 2018 ætla ég að selja 150
þúsund skammta af lambakjöti. Árið
2020 ætla ég að selja 250 þúsund
skammta af lambakjöti.“
Með plön um að stækka IKEA
verulega í Garðabæ
„Í dag erum við í 26 þúsund
fermetrum í Kauptúni og það er allt
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Forsprakkinn að þessari fundarboðun var alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson og var hann að vonum ánægður með mætinguna. Myndir / HKr.
Uppskar hann mikið lófatak um 350 fundargesta fyrir þau orð, sem hann varpaði upp á tjald og sjá má á myndinni
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts, lýsti því
einnig frá nýlegri könnun meðal ferðamanna, sem sagt er frá á bls. 10.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, kall-
aði eftir samvinnu bænda, metnaði,
krafti og vönduðum vinnubrögðum.