Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Rekstrarland er hluti af Olís Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR VINNA VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk háþrýstidælur eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með öflugri háþrýstidælu vinnur þú verk á svip- stundu sem annars tæki mun lengri tíma. Tölvukerfið Fengur var strax tekið í notkun í sumarbyrjun árið 1991 eins og kom fram í 1. hluta þessa greinaflokks í síðasta Bændablaði. Þetta ferðalag greinahöfundar með Feng hefur staðið yfir allar götur síðan í næstum þrjá áratugi og hafa margir áfangasigrar unnist þar sem margir hafa komið við sögu í fjölmörgum þjóðlöndum. Annar hluti þessa ferðalags birtist nú hér. Fyrstu fjöllin klifin Fyrsta fjallið sem þurfti að klífa á þessu ferðalagi var að byggja upp heildstætt skýrsluhald í hrossarækt á Íslandi með smíði á öflugu, miðlægu tölvu- og gagnavörslukerfi til að skrá, geyma og miðla upplýsingum um hrossarækt á Íslandi. Kerfið yrði eins konar þjóðskrá íslenska hrossastofnsins, og allar opinberar upplýsingar hrossaræktarinnar yrðu tengdar því, eins og Kristinn Hugason, landsráðunautur í hrossarækt, skrifaði í starfsskýrslu sinni til Búnaðarþings 1992 vegna starfsársins 1991. Jafnframt segir þar: ,,Fengs-kerfið hefur töluvert verið kynnt hestafólki og sérfræðingum í tölvumálum og hlotið góða umsögn. Nú hillir loks undir, að stefna sú, sem mörkuð hefur verið um geymslu og birtingu hrossaræktargagna Búnaðarfélags Íslands komist á góðan rekspöl.“ Við þetta má svo bæta að tölvukerfið Fengur var oft nefnt sem dæmi um velheppnað og praktískt lokaverkefni frá Tölvuháskóla Íslands. Annað fjall sem þurfti að klífa samtímis var að opna greiðari aðgang að þessari þjóðskrá íslenska hrossastofnsins fyrir bændur og búnaðarsambönd með aðstoð tölvutækninnar. Þáverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, Jón Helgason frá Seglbúðum, lagði mikla áherslu á að unnið yrði að þessu í hrossarækt sem og öðrum búgreinum. Með uppbyggingu skýrsluhalds í hrossarækt í einkatölvuumhverfinu, sem Fengur keyrði í, hafði stórum áfanga verið náð fyrir hrossaræktina að þessu markmiði. Baráttan við risaeðlurnar Nær öll fjölnotendakerfi voru á þessum tíma skrifuð í stórtölvuumhverfi, m.a. hjá hinu opinbera, og voru hýst og rekin af Skýrsluvélum ríkisins (SKÝRR). Einkatölvur (e. personal computers) voru hins vegar svo til nýkomnar fram á sjónarsviðið með staðarnetum með biðlara/miðlara tæknihögun. Þessi högun gat orðið valkostur við stórtölvuumhverfið. En myndi einkatölvuvæðingin leysa stórtölvurnar af hólmi? Markaðsbaráttan upp á líf og dauða milli einkatölvunnar og risaeðlanna (stórtölvurnar) var sem sagt að hefjast fyrir alvöru á árinu 1991. Tölvuheimurinn skiptist í tvö horn; stórtölvusinna annars vegar og einkatölvusinna hins vegar. Greinarhöfundur var í síðarnefnda hópnum og veðjaði á sigur einkatölvunnar, enda mesta framþróun þar í tölvuheiminum, bæði í hugbúnaðargerð og tækniþróun. Í tölvumálum skiptir sköpum að horfa til framtíðar og hafa kjark til að sleppa taki á fortíðinni. Í tölvuiðnaðinum lágu miklir fjármunirnir í stórtölvunum, enda kostuðu AS/400 tölvur verulega fjármuni og uppfærslur voru dýrar. Í heimi risaeðlanna var allt risavaxið. Á sama tíma voru einkatölvur á hagstæðu verði vegna fjöldaframleiðslu, virkrar samkeppni á markaði og stöðugum tækniframförum á hverju ári. Árið 1991 voru fyrir hendi öflug skýrsluhaldskerfi í sauðfjárrækt og nautgriparækt hjá Búnaðarfélagi Íslands. Tölvukerfin voru í stórtölvuumhverfi og keyrð á öflugum ,,skýrsluvélum“ sem báru nafnið AS/400. Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem sá um greiðslu stuðningsgreiðslna til bænda og hagtölusöfnun í landbúnaði, var einnig til húsa í Bændahöllinni, og rak öfluga skýrsluvélaþjónustu með öflugum AS/400 tölvum. Á þeim bæ veðjuðu menn á stórtölvuna. Fengur reið á vaðið Það var þannig ekki sjálfgefið að Fengur yrði þróaður í einkatölvuumhverfi með miðlara/biðlara tæknihögun, og yrði keyrður með tilkomu einkatölvustaðarnets (Novell net) sem var sett upp í Bændahöllinni á árinu 1991. Fyrir tíma staðarnetsins höfðu aðeins ritarar notað einkatölvur við ritvinnslu, með örfáum undantekningum, og síðan voru útstöðvar fyrir AS/400 stórnotendatölvuna hjá starfsfólki við gagnaskráningu og forritun. Einkatölvustaðarnetið, sem sett var upp hjá starfsfólki Búnaðarfélags Íslands árið 1991, boðaði byltingu í tölvunotkun félagsins, því þar með voru allar einkatölvur samtengdar og gátu átt samskipti sín á milli á staðarnetinu með aðstoð öflugra miðlara. Rétt er að minna á að Internetið var á þessum tíma ekki komið til sögunnar! Þessi forsaga er sögð til að leggja áherslu á að forsvarsmenn Búnaðarfélags Íslands tóku vissulega áhættu með því að byggja upp skýrsluhald í hrossarækt í einkatölvuumhverfi í stað þess að byggja það upp eins og önnur skýrsluhaldskerfi félagsins á þessum tíma í stórtölvuumhverfi. Þannig má benda á að þáverandi landsráðunautur í nautgriparækt, Jón Viðar Jónmundsson, var á sama tíma að smíða nýtt tölvukerfi, sem skrifað var fyrir AS/400 umhverfið, fyrir skýrsluhald í nautgriparækt. Það leysti eldra kerfið af hólmi, sem var í S/36 stórtölvuumhverfi. Samtímis var Framleiðsluráð landbúnaðarins að umskrifa flest tölvukerfi ráðsins úr S/36 í AS/400 umhverfi. Styrkleiki stórtölvunnar lá í miklum afköstum, rekstraröryggi og traustum stuðningi öflugustu tölvufyrirtækjanna á markaði á þessum tíma. Öryggið lá þeim megin, en óvissan og baráttan hinum megin, við að sanna með lausnum að einkatölvan væri komin til að vera. Kristinn Hugason, landsráðunautur í hrossarækt á árunum 1989–1998. „Vitaskuld er gagnabanki Fengs þegar orðinn einstakur í sinni röð sem þjóðskrá hrossa,“ sagði Kristinn í starfsskýrslu til Búnaðarþings 1993. Ferðalag með Feng – 2. hluti HROSS&HESTAMENNSKA Hross í uppsveitum Árnessýslu. Mynd / HKr. Jón Baldur Lorange verkefnisstjóri WorldFengs jbl@mast.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.