Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018
Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
SMÁRATORGI | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNA
Rúmföt, lök, sængur, koddar, handklæði, svuntur,
dúkar og púðar. Fáðu tilboð hjá okkur.
sala@lindesign.is, sími 533 2220
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími 552-2002
ÓDÝR
Gleraugu með
glampa- og rispuvörn
Verð 19.900 kr
Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.
Húnavatnshreppur:
Styrkir veittir vegna
framkvæmda
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps
hefur samþykkt að veita styrki
vegna rekstrar, framkvæmda eða
starfsemi félaga í sveitarfélaginu
á næsta ári. Þetta var samþykkt á
hreppsnefndarfundi nýverið.
Meðal þeirra sem fá styrki á
komandi ári eru Hestamannafélagið
Neisti, Ungmennafélagið Geisli,
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps,
Farskól inn, sóknarnefnd
Þingeyrarklausturskirkju og
Textílsetur Íslands.
Textílsetur Íslands fær úthlutað
einni milljón króna vegna
þjónustusamnings um rekstur
fyrir árið 2018. Sóknarnefnd
Þingeyraklausturskirkju fær 500
þúsund krónur vegna sumaropnunar
kirkjunnar næsta sumar en forsenda
styrksins er að opið verði frá 1. júní
til og með 31. ágúst.
Reiðveganefnd Hestama nna-
félagsins Neista fær 400 þúsund
krónur vegna framkvæmda
nefndarinnar á næsta ári,
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
fær 300 þúsund krónur vegna
starfsemi kórsins árið 2018 og
Ungmennafélagið Geisli fær 280
þúsund krónur vegna starfsemi
félagsins á næsta ári.
Þá var samþykkt að greiða
svokallað vildargjald til Farskólans
vegna ársins 2018 að fjárhæð
79.000 krónur og þá fær mótanefnd
Hestamannafélagsins Neista 30.000
króna styrk vegna Ísmótsins
Svínavatn 2018.