Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 42

Bændablaðið - 11.01.2018, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Skammt frá sænska bænum Ljusdal í Hälsingland voru nú í byrjun vetrar teknir í notkun 18 nýir Lely mjaltaþjónar. Kúabú þetta, Vallens gård, varð þar með stærsta mjaltaþjónabú Norðurlanda. Vallens gård er rekið sem hlutafélag og er í eigu feðganna Jan-Erik Hansson og Henrik Rosenqvist. Hröð uppbygging Uppbygging Vallens gård hefur verið hreint ótrúlega hröð síðustu tvo áratugi en um aldamótin síðustu var kúabúið þegar nokkuð stórt á sænskan mælikvarða, með 140 Holstein mjólkurkýr. Síðan þá hefur búið stækkað jafnt og þétt og frá árinu 2006 hefur nánast verið tekin ný bygging í notkun á búinu á hverju ári fram til dagsins í dag! Nú er kúabúið með nærri tífalt fleiri gripi en fyrir tuttugu árum og velta búsins hefur aukist um rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna á þessum sama tíma. Til búsins heyra svo 800 hektarar af skógi auk korn- og grasframleiðslu á 1.200 hekturum sem bæði eru í eigu búsins og í leigu. Sáu tækifæri í lægðinni Árið 2015 var kúabúið komið með 750 mjólkurkýr og voru þær mjólkaðar í hefðbundnum hraðútgangs mjaltabás með 40 tækjum. Mikill tími fór í mjaltir, eða um 18 klukkustundir á dag. Á búinu var á annan tug starfsmanna og sá hluti þeirra um mjaltirnar. Þegar afurðastöðvaverðið víða í Evrópu, og víðar í heiminum, tók dýfu um mitt árið 2015 tóku feðgarnir Jan- Erik og Henrik ákvörðun um að skipta mjaltatækninni út og hætta í hefðbundnum mjöltum og skipta yfir í mjaltaþjóna. Þetta er nokkuð óvenjulegt og sér í lagi ef litið er til Svíþjóðar þar sem kúabúum hefur verið að fækka verulega undanfarið, lítið verið um fjárfestingar og mjólkurframleiðslan átt í vök að verjast. Aðspurðir að því af hverju ákvörðunin hafi verið tekin á þessum tíma segir Jan-Erik að hafi maður bolmagn til að fjárfesta á annað borð sé langbest að gera það þegar fáir aðrir fjárfesta. Þá séu söluaðilar mun viljugri til að gefa afslætti og góða þjónustu. Þetta sé í raun hluti af fjárfestingastefnu Vallens gård, að fjárfesta helst ekki nema á niðursveiflutímum. Afurðastöðvaverðið sveiflist reglulega upp og niður og best sé að fjárfesta þegar verðið sé á niðurleið svo fjárfestingin sé tilbúin þegar verðið er á uppleið á ný. Þetta virðist hafa gengið allvel eftir hjá þeim, enda hefur afurðaverðið verið nokkuð hátt það sem af er vetri. Rúmt ár leið Eftir góðan undirbúning og að fengnum tilboðum gengu þeir vorið 2016 að tilboði frá mjaltaþjónaframleiðandanum Lely og pöntuðu 18 mjaltaþjóna! Svo var þegar hafist handa við að undirbúa komu mjaltaþjónanna, en reiknað var með því að búið gæti tekið við mjaltaþjónunum sumarið 2017. Framkvæmdin dróst reyndar aðeins á langinn og fram í byrjun vetrar. Það var því rúmt ár sem leið frá því að ákvörðun var tekin og gengið frá pöntun, þar til kúabúið tók fjárfestinguna í notkun. Á þessum tíma var kúabúið þegar búið að byggja upp þrjú samsíða legubásafjós fyrir mjólkandi kýr og í hverju þeirra voru rétt rúmlega 300 legubásar, þ.e. pláss fyrir 900 mjólkandi. Auk þess var á búinu aðstaða fyrir geldkýr, uppeldi og burðaraðstaða. Hvert þessara legubásafjósa var með tveimur aðskildum kúahópum enda fjósin með miðstæðum fóðurgangi og þrjár legubásaraðir á hvora hönd. Það lá því beint við að byggja sérstaka tengibyggingu við endann á þessum þremur samsíða fjósum og í þessari tengibyggingu, sem ein og sér er 1.500 fermetrar að stærð, var svo mjaltaþjónunum komið fyrir. Hver þeirra mun því, Plöntur sem ljósgjafar: Verði ljós Plöntur sem gefa frá sér ljós gefa hugtakinu ljóstillífun nýja merkingu. Hópur vísindamanna við MIT-háskóla í Bandaríkjunum hefur gert tilraunir með og fundið leið til að láta plöntur gefa frá sér ljós. Þrátt fyrir að tilraunirnar séu enn á frumstigi eru bundnar miklar vonir við að einn daginn muni pottaplöntur lýsa upp heimili okkar og tré og runnar götur og torg. Kostir plöntulýsingar af þessu tagi eru augljós. Þær binda kolefni og umbreyta koltvísýringi í súrefni og eftir að þær drepast brotna þær niður og breytast í jarðveg og næringarefni, öðrum plöntum til hagsbóta. Sjálflýsandi tóbaksplanta Tilraunir MIT-manna eru ekki þær fyrstu til að gera plöntur sjálflýsandi. Árið 2010 tókst plöntuerfðaverkfræðingi að búa til sjálflýsandi tóbaksplöntu. Ekki tókst að markaðssetja plöntuna vegna vandræða við að fjöldaframleiða hana og ágreinings um hvort genabreyting hennar væri hættulaus. Aðferðin til að fá plöntur til að lýsa sig og umhverfi sitt upp er að þessu sinni öðruvísi. Í stað þess að eiga við gen plantnanna er fiktað við nanóeindir í þeim sem hver fyrir sig ber í sér möguleika til að valda efnabreytingum í sykrum í plöntufrumum og framkalla ljós. Kál og klettasalat sem ljósgjafar Með nanótækninni hefur tekist að fá vatnakarsa, káljurtir, spínat og klettasalat til að gefa frá sér ljós. Birtan sem plönturnar gefa frá sér er að vísu enn sem komið er takmarkað og dauft, eins og náttljós sem stundum er haft í barnaherbergjum, en um leið og efnabreytingarnar í plöntunum byrja getur ljósið enst í allt að þrjár og hálfa klukkustund. Ekkert er þó talið því til fyrirstöðu að áður en langt er um liðið verði bæði hægt að auka birtustigið og lengja birtutímann. Einnig er talið að hægt verði að stilla efnabreytingarnar í plöntunum þannig að ekki kvikni á þeim fyrr en birtustigið umhverfis þær hefur minnkað ákveðið. Lesið við plöntuljós Gangi hugmyndir MIT-manna eftir er talið að í framtíðinni verði hægt að úða efnahvötum á laufblöð hvaða plöntu sem er til að kveikja á þeim og lesa við birtu þeirra. /VH Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Kostir plöntulýsingar af þessu tagi eru augljós. Þær binda kolefni og umbreyta koltvísýringi í súrefni og eftir að þær drepast brotna þær niður og breytast í jarðveg og næringarefni, öðrum plöntum til hagsbóta. Þjóðfræði og grasnytjar: Frumskógurinn sem nytjagarður Sjö innfæddir Perú-indíánar hafa tekið sig saman og safnað upplýsingum og ætla að gefa út á prenti bók um lækningamátt og aðrar nytjar jurta. Þekkingin sem þeir eru að safna er víða að glatast með eldra fólki og grasalæknum og það sem meira er að margar af plöntunum sem þeir fjalla um eru að nálgast útrýmingu. Samkvæmt lýsingu frumbyggja í Amason-frumskóginum litu þeir yfirleitt á skóginn sem garð. Stóran garð sem veitti þeim lífsviðurværi, mat og plöntur til lækninga. Vitað er að þjóðflokkar í Amason stunduðu ræktun þar sem þeir plöntuðu út alls kyns nytja- og lækningaplöntum í kringum þorp. Þessar plöntur gátu og geta skipt þúsundum á nokkur hundruð fermetrum og geta garðarnir litið út eins og villt svæði í augum þeirra sem ekki þekkja til. Margir af þessum görðum og þekkingin um notkun plantnanna sem í þeim vaxa er víða að hverfa á sama tíma og fólk flytur til borga. Garðarnir vaxa úr sér og víða eru þeir felldir og landið notað fyrir einsleita sojarækt eða til beita. /VH Frumbyggjar litu á skóginn í kringum sig sem nytjagarð. Þessi mynd er úr einu af fjósunum í Vallens gård-búinu sem er stærsta mjaltaþjónabú á Norðurlöndum með 18 mjaltaþjóna. Þetta er hefðbundið legubásafjós með þremur legubásaröðum. Myndir / Helge Kroman Stærsta mjaltaþjónabú Norðurlanda er Vallens gård og er staðsett skammt frá bænum Ljusdal í Hälsingland. Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Stærsta mjaltaþjónabú Norðurlanda

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.