Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 „Ef þetta verkefni verður ekki sett inn í beinu framhaldi af Skriðdalsbotni á 4 ára áætlun fyrir komandi haustþing jafngildir það stríðsyfirlýsingu,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, og vísar þar til uppbyggingar heilsársvegar um Öxi með fullri þjónustu líkt og gildir um aðra vegi. Andrés segir að miðað við reiknilíkön þau sem notuð eru innan Vegagerðarinnar hafi verið sýnt fram á að heilsársvegur um Öxi muni greiða sig upp á þremur til fjórum árum. Ástand vegarins er verulega slæmt nú á vordögum, forarvað og djúpir drullupyttir gera að verkum að bílar beinlínis sitja fastir. Axarvegur liggur á milli Djúpavoghrepps og Fljótsdalshéraðs og var fyrsti vegslóðinn um Öxi ruddur af miklum vanefnum á sjöunda áratug liðinnar aldar. Þar fór Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri frá Berufirði, fremstur í fylkingu, þannig að í orðsins fyllstu merkingu ruddi hann brautina. Lengi vel var vegurinn einungis ruddur slóði og lækir óbrúaðir, en um síðustu aldamót var bragarbót gerð á Axarvegi, m.a. var ekið í hann fínna efni og hann þannig úr garði gerður að hann var vel fær öllum fólksbílum. Mesti veghalli á mjög afmörkuðu svæði upp úr botni Berufjarðar er um 20% sem gerir að verkum að erfitt er að halda uppi þjónustu á veginum yfir veturinn. 16 þúsund bílar fóru yfir í ágúst í fyrra Andrés bendir á að vegna þeirrar miklu vegstyttingar sem í boði er á milli Suðausturlands og Miðausturlands um Axarveg hafi umferð farið stigvaxandi með árunum. Hvergi sé heldur önnur eins stytting í boði á öllum hringveginum, um 71 kílómetri miðað við svonefnda Fjarðaleið. Í ágústmánuði í fyrra fóru um 16 þúsund bílar um Axarveg, þrátt fyrir að vegurinn standist engan veginn nútímakröfur sem til vega eru almennt gerðar. „Miðað við þá miklu eftirspurn sem er eftir þessari vegstyttingu af hálfu samfélaga innan svæðisins og ekki síður almennra vegfarenda má furðu sæta að ekki skuli vera búið að ljúka uppbyggingu vegarins,“ segir Andrés. Settur inn í flýtiframkvæmd fyrir 11 árum Hann segir að árið 2007 hafi nýr Axarvegur verið á meðal þeirra 11 samgönguverkefna sem þá sitjandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að setja á dagskrá undir yfirskriftinni „Flýtiframkvæmdir“ og var þá stefnt að því að nýr Axarvegur yrði tilbúinn árið 2012. Nú er svo málum komið að öllum þeim framkvæmdum sem nefndar voru í Flýtiframkvæmdaverkefnunum er lokið nema Axarvegi. Þó hefur Samband sveitarfélaga á Austurlandi lagt ofuráherslu á Axarveg sem forgangsframkvæmd í samþykktum sínum um árabil. Axarvegur er meginvegtenging íbúa í Djúpavogshreppi við helsta þjónustukjarnann á Austurlandi, Egilsstaði. „Hver einn og einasti íbúi í hreppnum ekur ekki aðra leið þegar Axarvegur er fær, því er einkennilegt að þegar fer að snjóa, á þessu annars snjólétta svæði er yfirleitt beitt svokallaðri G-reglu innan Vegagerðarinnar sem þýðir að vegurinn fær enga þjónustu yfir langt tímabil,“ segir Andrés. Stóraukin umferð og vegurinn þolir ekki álagið Auk þess sem umferð fólksbíla um Axarveg hefur stóraukist undanfarin ár gildi það sama um umferð stórra bifreiða eins og hópferðabíla og vöruflutningabíla með tengivagna, sem mjög hefur fjölgað á þessum slóðum. Við það geta að sögn Andrésar skapast háskalegar aðstæður, enda er vegurinn fjarri því að vera í fullri breidd. „Vor og haust þurfa vegfarendur að búa við það vegna hins mikla umferðarþunga að vegurinn þolir ekki álagið og hleypur allur upp í forarvað og djúpa drullupytti, þannig að bílar eiga það beinlínis til að sitja fastir. Þá skrapa menn botninn úr bílunum þegar háir hryggir verða í djúpum hjólförum. Þrátt fyrir að sama sagan endurtaki sig á hverju vori með leysingum og djúpum drullupyttum fara að jafnaði um 200 bílar um veginn á hverjum degi. Það gera menn vegna vegstyttingarinnar og segir það eitt og sér hver þörfin fyrir nýframkvæmd þarna er orðin brýn,“ segir Andrés. Vegstyttingin skiptir íbúa á Djúpavogi, á ferð til Egilsstaða, verulegu máli, en leiðin yfir Öxi styttir leiðina í heild um 142 kílómetra í allt. Að sumarlagi fara að jafnaði á milli fjögur og fimm hundruð bílar yfir Öxi á hverjum degi. Samgöngur eru forsendur sameiningar Andrés segir að nú í haust muni ráðherra samgöngumála leggja fram nýja samgönguáætlun bæði til lengri og skemmri tíma. Ljóst sé, miðað við samþykktir SSA og áherslur landshlutans í samgöngumálum, að enginn afsláttur verði gefinn fyrir því að koma heilsársvegi um Öxi inn í 5 ára áætlunina. „Það eru uppi vísbendingar um að á allra næstu árum geti komið til sameiningar sveitarfélaga í landshlutanum, m.a. er horft til Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs í þeim efnum ásamt mögulega fleiri sveitarfélögum. Íbúar virðast hafa áhuga á að láta á frekari sameiningar reyna. Forsendur fyrir slíkum sameiningum eru augljóslega bættar samgöngur og þá er bara um eina leið að ræða til að leysa þann vanda og ber allt að sama brunni, engin önnur leið né betri er í boði heldur en heilsársvegur yfir Öxi,“ segir Andrés. Kostnaður um 2,8 milljarðar Hann bendir á að þingmenn kjördæmisins hafi lýst yfir stuðningi við framkvæmdina, en samkvæmt kostnaðargreiningu er talið að hún muni kosta um 2,8 milljarða króna. Samstaða sé einnig í breiðari hópi þingmanna um nauðsyn verkefnisins og því sé í hæsta máta sérkennilegt að ekki skuli enn vera búið að ljúka þessari langbrýnustu nýframkvæmd í vegagerð á Austurlandi. Þessa dagana er vegstubbur í Skriðdalsbotni að fara í útboð, sú framkvæmd er í raun fyrsti áfangi að nýjum heilsársvegi yfir Öxi segir Andrés og telur einsýnt að samgönguráðherra verði að setja framhald vegarins yfir Öxi inn í áætlunina í beinu framhaldi af þeim framkvæmdum sem senn fara í gang. /MÞÞ Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Beint frá býli sem haldinn var á Brjánslæk á Barðaströnd 14. apríl. Þann 15. maí skipti stjórn með sér verkum og er Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nýr formaður. Aðrir í stjórn með henni eru Sölvi Arnarsson, ferðaþjónustubóndi í Efstadal 2 í Bláskógabyggð, og ritari er Sigrún Helga Indriðadóttir, bóndi og listakona, Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Svipaður félagafjöldi frá ári til árs Félagar í Beint frá býli hafa, að sögn Petrínu, frá stofnun verið í kringum 80–90 talsins. „Félagatal hefur haldist nokkuð vel í jafnvægi, nokkrir fara út aðrir koma inn á hverju ári. Það má segja að með Beint frá býli hafi heilmikið unnist síðustu tíu ár fyrir lítil matvinnslufyrirtæki bænda sem vinna úr eigin vörum. Litlar matvælavinnslur hafa verið skilgreindar og gefnar hafa verið út nýjar reglugerðir um þær. Einnig hefur verið gefin út gæðahandbók sem félagsmenn geta nýtt sér,“ segir Petrína. Áfram unnið að góðum málum „Það sem hefur áunnist eru stór skref fyrir bændur. Margt fleira á eftir að gera í þessum málaflokki til að skilgreina litlar einingar frá þeim stóru – og mun ný stjórn fara yfir alla þá hluti og reyna að vinna áfram það góða starf sem fyrri stjórnir hafa unnið. Mikil endurnýjun er í stjórn Beint frá býli og því er þó nokkuð verk fram undan fyrir nýja stjórnarmenn að koma sér inn í þau mál sem eru þegar á borðinu – sérstaklega vegna þess að félagið fagnar tíu ára afmæli í ár. Að sögn Petrínu snerist fundurinn 15. maí eingöngu um stjórnarskiptin, en fundur nýrrar stjórnar verður haldinn að loknum sauðburði og vorverkum. /smh Petrína nýr formaður Beint frá býli Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Ráðstefna um ábyrga matvælaframleiðslu Samstarfsvettvangur um Mat- væla landið Ísland efnir til ráð- stefnu um ábyrga matvæla- framleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, fimmtu- daginn 31. maí í Hörpu í Reykjavík kl. 13.00–16.00. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um hvernig fyrirtæki í matvælageiranum geta tileinkað sér ábyrga framleiðsluhætti, t.d. þegar kemur að minni sóun, hagkvæmni, umgengni við auðlindir, aukinni sjálfbærni, orkunotkun og bættri umgengni við umhverfið. Tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur Serena Brown, stjórnandi hjá KPMG á Englandi, heldur erindi þar sem hún fjallar um sjálfbæra þróun og tækifæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, ræðir um samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar og Einar Snorri Magnússon hjá Coca Cola European Partners segir frá starfsemi síns fyrirtækis í málaflokknum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS segir frá ábyrgum fiskveiðum og í seinni hluta ráðstefnunnar verða sagðar reynslusögur úr ýmsum áttum, m.a. úr landbúnaði, brugggeiranum, iðnaði, hótelrekstri og landgræðslu. Heimsmarkmið SÞ boða framfarir á heimsvísu Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eða heimsmarkmiðin, sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2015, boða framfarir á heimsvísu. Þau snúa að samfélaginu í víðasta skilningi, s.s. framleiðsluháttum, notkun á orku, samvinnu, útrýmingu á fátækt og hungri og eiga að tryggja góða heilsu og vellíðan svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðin eru sautján að tölu ásamt 169 undirmarkmiðum og ber ríkjum heims að ná þeim fyrir árið 2030. Á ráðstefnunni verður krufið til mergjar hvernig markmiðin snerta íslenska matvælaframleiðslu, allt frá stefnumörkun til aðgerða sem fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld koma að. Leitast verður við að varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem markmiðin hafa á íslenska matvælaframleiðslu. Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Matarauður Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum og hann er öllum opinn. Fundarstjóri er Elín Hirst fjölmiðlakona. Skráning er á vefnum si.is. /TB FRÉTTIR Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korn- grís í Laxárdal er nýr formaður Beint frá býli. Vor og haust þurfa vegfarendur að búa við það að vegna hins mikla umferðarþunga þolir vegurinn ekki álagið og hleypur allur upp í forarvað og djúpa drullupytti, þannig að bílar eiga það beinlínis til að sitja fastir. Þá skrapa menn botninn úr bílunum þegar háir hryggir verða í djúpum hjólförum. Myndir / Andrés Skúlason Háskalegar aðstæður skapast jafnan á veginum yfir Öxi á vorin: Þolir ekki umferðarálagið og hleypur upp í forarvað og djúpa drullupytti – Stríðsyfirlýsing, segir oddviti, verði verkefnið ekki sett inn í samgönguáætlun RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.