Bændablaðið - 24.05.2018, Page 20

Bændablaðið - 24.05.2018, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Áhrifafólk í pólitík og efnahags- umræðunni hefur verið gjarnt á að stökkva á misvísandi hugmyndir í umhverfismálum sem það telur vera vænlegar til vinsælda. Þegar grannt er skoðað eru það svo oftast lausnir sem keyrðar eru áfram af grímulausum peningahagsmunum fremur en skynsemi. Þar er sannarlega ekki öll vitleysan eins og oft virðist þar harla lítið fara fyrir gagnrýnni hugsun. Þannig verða töfralausnir sem stokkið er á í dag kannski dæmdar af sama fólki með öllu óhæfar á morgun. Í öllu óðagotinu kjósa menn svo að líta framhjá langstærstu póstunum, nefnilega mengun frá iðnaði, orkuverum, flugvélum og skipum sem eru gjarnan utan sviga. Þar hefur samt verið bent á að 15 stærstu farþegaskipin menga meira en allir bílar heimsins samanlagt. Auk mengunar koltvísýrings er brennisteinsvetnis- og sótmengunin frá þessum skipum gríðarleg. Fyrir hvert framleitt tonn af áli er brennt yfir 1,5 tonnum af kolum. Ekki er staðan skárri hjá kísilmálmverksmiðjum. Reglu- gerðarsmiðir ESB halda svo áfram að ganga í skrokk á venjulegu launafólki með enn meiri kröfum á venjulega fjölskyldubíla. Ekki vegna þess að þeir mengi mest heldur af því að þeir þora greinilega ekki að hrófla við áhrifamiklum stórfyrirtækjum og útgerðum mengunarmestu risaskipanna. Venjulegt launafólk verður svo látið borga brúsann – eins og alltaf – með auknum gjöldum og sköttum, en ekki mestu mengunarvaldarnir Kannski væri farsælla að beita örlítilli gagnrýnni hugsun fremur en að hlaupa eftir öllu sem rétt er að okkur í þessum efnum. Einu sinni þóttu dísilbílarnir umhverfisvænstir Rekinn var mjög harður áróður fyrir því fyrir nokkrum árum að fólk keypti dísilbíla vegna þess að þeir væru sparneytnari en bensínbílar og skiluðu því minna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Slíkur áróður var líka hart rekinn á Íslandi, m.a. af fólki sem taldi sig mikla umhverfissinna og hvatti fólk til að skipta yfir í dísilbíla. Nú er meira horft á losun nituroxíðs NOX fremur en koltvísýrings og því beri helst að banna dísilbíla. Þegar hafa verið innleiddir kolefnisskattar á dísilbíla á Íslandi vegna þessa og þá á að hækka um 100%. Nýjustu dísilvélarnar eru samt mun sparneytnari og menga mun minna en þær vélar sem yfirvöld sumra borga í Evrópu hafa áður notað sem rök fyrir að banna dísilvélarnar. Vetnið og hauggasið Fyrir nokkrum árum áttu vetnis- knúnir bílar og skip að leysa allan mengunarvanda þjóðarinnar. Blásið var í lúðra og ráðherrar stilltu sér upp fyrir framan myndavélar. Lítið heyrist nú af þeim málum. Sama skrautsýningin var sett í gang þegar allir áttu að kaupa sér gasknúnar bifreiðar og keyra á hauggasi sem búið var til úr sorpi. Afar hægt hefur hins vegar gengið við að byggja upp innviði vegna vetnis- og gasknúinna bifreiða á Íslandi þótt þær séu mik- ilvirkara innlegg í umhverfismálum en rafbílavæðingin. Sniðugu tvinnbílarnir ekki sniðugir lengur Tilkoma svonefndra tvinnbíla (hybrid), með rafmótor og bensínvél var talin hrein snilld og góð millileið inn í hreina rafbílavæðingu. Nú horfa menn fram á að bílar eins og Toyota Prius og Mitsubishi Outlander PHEV kunni að vera bannaðir á götunum í Bretlandi fyrir árið 2040 ásamt um 50 öðrum tegundum tvinnbíla. Bæði hreinum tvinnbílum og tvinn-tengibílum samkvæmt frétt í Autocar 4. maí sl. Er það sagður hluti af áætlun umhverfismálaráðuneytis Breta (DEFRA) frá því í júlí 2017. Breskir bílaframleiðendur hafa brugðist ókvæða við þessum áformum bresku ríkisstjórnarinnar og segja að þau gangi hreinlega ekki upp. Rök breskra yfirvalda eru að mælingar sýni að tvinnbílar eyði meiru eldsneyti og mengi meira á langkeyrslu en sambærilegir bens- ínknúnir bílar. Ástæðan er einföld eðlisfræði sem ræðst af hlutfallslega meiri þyngd tvinnbíla en sambæri- legra bíla sem eingöngu ganga fyrir bensíni. Það fer einfaldlega meiri orka í að aka þyngri bíl sem og að umbreyta bensíni yfir í raforku. Þá hefur líka verið bent á að fram- leiðsla tvinnbíla skilji eftir sig stærra kolefnisspor en framleiðsla bíla með hefðbundnum vélbúnaði. Eins skilur framleiðsla á lithium-rafhlöðum eftir sig talsverða mengun gróðurhúsa- lofttegunda og spillir jarðvegi og grunnvatni á framleiðslustað. Nú eru það „umhverfisvænu“ rafbílarnir Nýjasta vinsældaútspilið á hinum pólitíska vettvangi í umhverfis- umræðunni er innleiðing rafbíla. Allir eru hvattir til að skipta yfir í rafbíla af umhverfisástæðum og helst í gær. Það má engan tíma missa og að leggja fram gagnrýnar spurningar um þau mál jaðrar helst við guðlast. Það hefur miðað hratt og örugglega í uppbyggingu rafhleðslustöðva vítt og breitt um landið þannig að innviðauppbyggingin ætti ekki að trufla frekari innleiðingu rafbíla. Rafbílarnir eru vissulega umhverfisvænni en hefðbundnir bílar á notkunarstað vegna drifbúnaðarins. Á móti kemur að framleiðsla þeirra skilur eftir sig stærra kolefnisspor en hefðbundinna bíla. Á Íslandi er raforka að mestu framleidd á umhverfisvænan hátt, en svo er ekki víða um lönd þar sem rafmagn er gjarnan framleitt með kolum, gasi, olíu eða kjarnorku. Því hafa sumir fræðimenn sett varnagla við fullyrðingum um að heildaráhrif af notkun rafbíla skili minni loftmengun á jörðinni. Mismunun beitt til að flýta innleiðingu rafbíla Þetta rafmagnsbílaútspil virðist hafa heppnast vel því rafknúnir bílar njóta ört vaxandi vinsælda á Íslandi þrátt fyrir að þeir séu mun dýrari í innkaupum en hefðbundnir bílar. Rafbílarnir virðast líka rökrétt lausn fyrir Íslendinga í ljósi vistvænnar raforkuframleiðslu sem hér er. Rafbílar skila ekki frá sér koltvísýringi á notkunarstað. Þeir henta því afskaplega vel í þéttsetnum borgum þar sem loftgæði eru af skornum skammti. Vaxandi kaup á slíkum faratækjum hér á landi stafa þó ekki síður af þeirri staðreynd að beitt er niðurfellingu á gjöldum. Það felur í sér verulega mismunun í gegnum niðurfellingu á innflutningsgjöldum og rekstrar- kostnaði eins og þungaskatti, miðað við hefðbundin ökutæki með sprengihreyflum. Þarna getur munað mörg hundruð þúsundum. Samt eru rafbílarnir enn mun dýrari í innkaupum en hefðbundnir bílar með sprengihreyfli. Hvað með framlag rafbíla til slits á vegum? Hlutfallsleg fjölgun rafbíla skapar óleystan vanda í ríkisrekstrinum þegar fram í sækir. Það er vegna þess að tekjur ríkisins af aðflutningsgjöldum og þungaskatti af ökutækjum minnka til að standa straum af kostnaði vegna slits á vegum. Engar pólitískar áætlanir hafa verið viðraðar hvernig ríkið hyggst mæta slíku tekjutapi. Sjálfbær geymsla á raforku enn óleyst vandamál Þróunin í hönnun rafbíla hefur vissulega verið hröð, en fjöldi vandamála er samt enn óleystur varðandi rafhlöðurnar eins og sjálfbær geymsla á raforku. Rafbílavæðingin gæti því allt eins lent í ógöngum eins og allar hinar umhverfisvænu ökutækjainnleiðingarnar. Það sem gleymst hefur í öllu óða- gotinu er að framleiðsla á lithium- FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Umhverfisvænst þótti fyrir fáum árum að kaupa dísilbíla, svo hauggasbíla, vetnisbíla, tvinnbíla og nú síðast rafbíla: Stokkið á skyndilausnir í samgöngumálum sem þykja vænlegar til vinsælda – Vísindamenn segja að ganga muni hratt á hráefnið í lithium-rafhlöðurnar og aðkallandi að finna nýja geymslutækni fyrir raforku Hver myndi ekki vilja aka um á svona glæsilegri Tesla-rafmagnsbifreið? Tesla hefur verið í fararbroddi í hönnun rafbíla á síðustu árum og komið fram með margar snjallar lausnir. Það dugði þó ekki til að halda í trú fjárfesta á fyrirtækið. Þannig seldi Toyota alla hluti sína í Tesla sumarið 2017. Þar hóf Toyota samstarf í maí 2010 að kaupum búnaði krefst öruggrar þjónustu. Því mun ekki vera að heilsa á Íslandi varðandi Tesla og trúlega ekki sérlega Eitt af því sem þykir tær snilld í Tesla-bílunum er drifbúnaðurinn. Engin olíusullandi vél, bara rafmótorar, en þeir gera samt ekkert ef þeir fá ekki nægt rafmagn. Iveco hefur sett á markað fyrsta stóra rafmagnssendibílinn. Flutningsgetan er þó mun minni en í sams konar bíl með gasvél eða dísilvél. Metangasbíllinn er Metangas verður til í náttúrunni, verri lofttegund með tilliti til Það er því afar áhrifarík leið til að minnka þá mengun að brenna metaninu í bílvélum. Metan er hægt að framleiða á tiltölulega einfaldan hátt, m.a. í sveitum. Metan er líka föstu formi eins og hér sést og gríðarmiklum mæli.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.