Bændablaðið - 24.05.2018, Síða 43

Bændablaðið - 24.05.2018, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 LESENDABÁS Strandveiðisumarið 2018 Hinn 26. apríl sl. voru samþykkt á Alþingi lög sem breyta tilhögun strandveiða tímabundið í sumar. Við afgreiðsluna var undirritaður annar tveggja þingmanna sem greiddi atkvæði á móti þessum breytingum og mun ég í þessari grein leitast við að skýra mál mitt. Ég hef verið hlynntur því að auka strandveiðikvótann og með frumvarpinu fylgdi ráðagerð um að ráðherra muni í reglugerð auka þar talsvert við, sem ber auðvitað að fagna. Eftir að ýmsir þingmenn höfðu gagnrýnt frumvarpið harðlega var það lagað í tvígang milli umræðna og var það sannarlega til bóta. Mesti ágalli þessarar tilraunar, er hvorki það að verið sé að auka við strandveiðikvótann né að 700 tonn af ufsa fylgi með utan við hámarksafla, heldur sú misskipting sem fyrirsjáanleg er að verði milli veiðisvæða. Strandveiðikvótinn Strandveiðikvótinn var 2011 tæp 4,2% af heildarþorskafla lands- manna, fór svo niður fyrir 4% og hefur æ síðan, öll þessi sex ár, verið undir 4% og á tímabili var hann 3,3%. Miðað við að kvótinn hefði alltaf verið 4,2% á þessu tímabili er búið að minnka kvóta strandveiði- flotans um rúm 9.200 tonn, sem er tæplega 20% árleg skerðing að með- altali eða sem svarar til eins strand- veiðisumars á þessu sex ára tímabili. Því eru þær raddir sem býsnast nú yfir aukningu afla strandveiðibát- anna að taka heldur djúpt í árina. Þvert á móti er gott að það sé verið að gefa í núna og mætti sannarlega gera getur. Veiðidagar milli svæða Ef sókn flotans er skoðuð síðasta sumar sést að hún hefur alls stað- ar verið meiri en 12 dagar nema á svæði A vegna þess að þar hefur kvótinn verið kláraður á skemmri tíma, á átta dögum fyrstu þrjá mánuði sumarsins. Á því svæði er því verið að fjölga sóknardögum. Á svæðum B, C og D voru sóknardagar strandveiðiflotans 16 til 18 dagar alla mánuði síðasta sumar. Þarna er því í raun verið að fækka sóknardög- um á þeim svæðum um fjóra til sex í hverjum mánuði. Því ber að fagna ef strandveiðimenn geta haft fleiri daga til að sækja sjóinn, en ég fagna því ekki ef veiði og sókn á þremur svæðum er minnkuð. 12 dagar Í lögunum er hverju strandveiði- skipi tryggður réttur til að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar. Síðan er ráðherra veitt heimild til að stöðva strand- veiðarnar þegar stefnir í að heildar- veiði sé náð. Það er því möguleiki og hann ekki ýkja fjarlægur að um miðjan júlí eða í byrjun ágúst verði veiðarnar stöðvaðar og úti er ævin- týri. Það er því engin trygging fyrir því að strandveiðiskipin geti veitt alla þessa 48 daga. Ólympískar veiðar Af ýmsum ástæðum eru svæðin misjöfn, veiði hefst fyrr fyrir vestan, veðurlag er erfiðara fyrir opnu hafi en inn í fjörðum sérstaklega snemma sumars. Þeir veiðimenn sem búa við erfiðari aðstæður hafa í byrjun júlí mögulega ekki náð nema hluta af afla fyrri ára, einmitt þegar hætta skapast á að öllum veiðisvæðum verði lokað þar sem heildaraflamarkinu er náð. Eitt af markmiðum frumvarpsins og laganna nr. 19/2018 er að koma í veg fyrir ólympískar veiðar. Að sjó- menn fari ekki út í hvaða veðri sem er til þess að tryggja sinn hlut áður en veiðisvæðum er lokað. Markmiðið er afskaplega gott og líka nauðsynlegt svo öryggi sjómanna sé eins og best verður á kosið. Því miður er ekki girt fyrir að þetta geti gerst, því sú staða getur hæglega komið upp strax í júlí að fyrirsjáanlegt verði að strandveiði- kvótinn sé að klárast og ekki bara á einu svæði heldur allt í kringum landið, því strandveiðimiðin verða eitt svæði í þessu tilliti og er viðbúið að slíkt ástand geti skapast, jafnvel talsvert áður en veiðum á að ljúka. Veiðar sumarið 2017 Enda þótt of snemmt sé að spá um veiðina í sumar, er ekki unnt að skilja svo við þetta mál en að líta á fylgi- skjal með frumvarpinu, um áætlaðar veiðar strandveiðiflotans miðað við 48 daga, þ.e. 12 daga í mánuði í fjóra mánuði. Þá kemur í ljós, miðað við óbreyttan bátafjölda frá því í fyrra, að veiði á svæði A yrði um 5.000 tonn, tæp 2.000 á svæðum B og C og tæp 1.200 tonn á svæði D. Hvað þýðir þetta borið saman við tölur frá því í fyrra? Það þýðir að veiðin á svæði D minnkar um 330 tonn, á svæði C minnkar veiðin um 360 tonn og á svæði B minnkar veiðin um 240 tonn. Á svæði A eykst veiðin um tæp 1.400 tonn. Auðvitað fagna ég því að sjómenn geta veitt meira, en ég vil ekki að það komi niður á einhverjum öðrum. Fyrirsjáanlega verða færri dagar og minni veiði á svæðum B, C og D og þess vegna greiddi ég atkvæði gegn þessu frumvarpi. Lokaorð Við verðum að efla strandveiðar um allt land og til þess þarf að auka kvóta strandveiðiflotans og skipta honum réttlátlega milli landshluta. Það hefur sýnt sig að strandveiðarnar færa líf í byggðir um allt land. Það er ekki boðlegt þegar heildarkvóti er aukinn að veiðihlutfall þessara báta sitji eftir. Ég óska sjómönnum á strandveiðunum góðra gæfta hvar á landinu sem þeir eru. Verkefnið í haust er að bæta strandveiðikerfið enn frekar og læra af reynslunni. Karl Gauti Hjaltason alþingismaður Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is Karl Gauti Hjaltason 551 5000 Ármúla 15, 108 Reykjavík - www.proventus.is - proventus@proventus.is TIL FJÖLBREYTTRA STARFA UM LENGRI EÐA SKEMMRI TÍMA Útvegum starfsmenn Nánari upplýsingar í síma 551 5000 eða sendið fyrirspurn á netfangið proventus@proventus.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS ENGINN AÐGANGSEYRIR. SKRÁNING Á VEFNUM WWW.SI.IS ÁBYRG MATVÆLAFRAMLEIÐSLA ÍSLAND OG HEIMSMARKMIÐ SÞ M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR HARPA, KALDALÓN FIMMTUDAGINN 31. MAÍ KL. 13.00–16.00 Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu í Hörpu fimmtudaginn 31. maí þar sem fjallað verður um íslenska matvælaframleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. DAGSKRÁ Kl. 13.00 SETNING OG AFHENDING VERÐLAUNA ECOTROPHELIA ÍSLAND Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra MATVÆLALANDIÐ ÍSLAND: SAMKEPPNISFORSKOT Á GRUNNI ÁBYRGÐAR OG UPPLÝSINGAGJAFAR Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís THE SUSTAINABLE DEVELOPMENT GOALS: OPPORTUNITIES FOR THE ICELANDIC FOOD INDUSTRY Serena Brown, director, Sustainable Development KPMG International ÁFRAM VEGINN Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola European Partners á Íslandi ÁBYRGAR FISKVEIÐAR Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS REYNSLUSÖGUR ÚR ÝMSUM ÁTTUM Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss FUNDARSTJÓRI: ELÍN HIRST fjölmiðlakona

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.