Bændablaðið - 24.05.2018, Side 49

Bændablaðið - 24.05.2018, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Hlutverk flutningskerfis raforku er að færa orkuna sem unnin er í virkjun til notenda, oft á milli landshluta. Notendur eru ýmist dreifiveitur á borð við Rarik og HS Veitur sem þjónusta almenning eða stórnotendur á rafmagni á borð við ál-, kísil- eða gagnaver. Birtingarmynd þessa kerfis í hugum margra er hringtenging háspennulína með tilheyrandi möstrum hringinn í kringum landið sem er í daglegu tali nefnd byggðalínan. Byggðalínan forsenda framþróunar Byggðalínan var umfangsmikið samfélagslegt verkefni sem færði minni sveitarfélögum landsins tryggari og hreinni raforku en þau höfðu áður búið við. Bygging byggðalínunnar var lykilatriði í því að færa Ísland frá notkun mengandi orkugjafa á borð við olíu og kol sem víða voru enn notuð við raforkuvinnslu. Byggðalínan var því grundvallarforsenda fyrir þeim árangri sem íslenskt samfélag náði áratugum á undan flestum öðrum löndum. Það að gera raforkukerfið okkar að öllu leyti endurnýjanlegt stórbætti um leið samkeppnishæfni minni sveitarfélaga á landinu. Aðgangur að áreiðanlegri öruggari raforku var stórt byggðaþróunarmál sem leystist að miklu leyti með tilkomu byggðalínunnar sem tekin var í rekstur í áföngum á árunum 1974- 1984. Síðan þá hefur byggðalínan ekki náð að vaxa með samfélaginu . Víða um land er komin upp sú staða að ekki fæst afhent raforka vegna takmarkaðrar flutningsgetu byggðalínunnar. Uppsöfnuð fjárfestingaþörf til þess að geta mætt eftirspurn eftir raforku sem víðast á landinu er orðin veruleg. Staðan sem upp er komin á byggðalínunni og þar með raforkukerfinu í heild er alvarleg. Afleiðing þess að flutningsgeta raflína er þegar eins nærri því að vera fullnýtt og raun ber vitni veldur umtalsverðum kostnaði í þjóðhagslegu og rekstrarlegu samhengi. Í grunninn gerist tvennt. Til skamms tíma minnkar sveigjanleiki kerfisins og það tapar getunni til takast á við erfiðar aðstæður á borð við bilanir, veður og náttúruhamfarir. Til lengri tíma tapast getan til að mæta þeim kröfum sem opinber stefnumótun og breyttar markaðsaðstæður krefjast. Hvort tveggja hefur raungerst á undaförnum árum. Hingað til hefur Landsnet náð eftirtektarverðum árangri í að viðhalda stöðugleika kerfisins með vel þjálfuðu fólki í stjórnstöð og þróun ýmissa lausna á borð við snjallnetið á Austurlandi. Þótt þessar lausnir hafi komið í veg fyrir ótalinn fjölda kostnaðarsamra atvika í kerfinu koma þær ekki stað nauðsynlegrar styrkingar byggðalínunnar. Ef til vill hefur árangur stjórnstöðvarinnar dulið alvarleika stöðunnar fyrir almenningi. Fullnægir ekki þörfum rafrænnar framtíðar Skortur á fjárfestingum birtist í því að stór hluti byggðalínunnar hefur ekki verið endurnýjaður þrátt fyrir mikinn vöxt í eftirspurn eftir raforku. Til dæmis er meðalaldur byggðalínuhringsins norðan frá Borgarfirði og að Sigöldu 40 ár. Afskriftatími flutningslína er 50 ár og því orðið tímabært að hefja endurnýjun og viðbætur. Án endurnýjunar veikist kerfið þar sem búnaður og línur ganga óhjákvæmilega úr sér. Til lengri tíma leiðir svo veikt og ósveigjanlegt flutningskerfi til meiri kostnaðar og hindrar að markmiðum verði náð sem allir vilja stefna að í orði, eins og t.d. rafvæðingu samgangna og jöfnun atvinnutækifæra um landið. Hið síðarnefnda hefur reyndar lengi blasað við mörgum í byggðum landsins eins og sjá má á mynd 1 sem sýnir hversu mikið viðbótarafl er hægt að afhenda á hverjum afhendingarstað Landsnets. Nauðsynlegt er að styrkja flutningskerfi raforku frá því sem nú er. Frá því byggðalínan var reist hefur raforkuvinnsla margfaldast og því þarf að þróa flutningsgetu byggðalínunnar til þess að geta mætt eðlilegri spurn eftir raforku sem víðast um landið. Margt er nú þegar vitað um óvissuþætti og áskoranir sem flutningskerfið mun standa frammi fyrir til lengri tíma. Hagkvæm innleiðing rafrænna samgöngukosta mun að miklu leyti ráðast af því hvort flutningskerfið verður styrkt eða ekki. Mynd 2 sýnir væntanlega stöðu kerfisins árið 2030 að óbreyttu. Ekki verður hægt að auka afhendingu neins staðar á landinu. Ávinningurinn af því að takast á við áskoranirnar áður en þær fara að raungerast er ótvíræður. Það þarf að sýna frumkvæði og hugsa langt fram í tímann. Með samvinnu og lausnamiðuðu hugarfari er hægt að stíga stór framfaraskref – saga byggðalínunnar sýnir það. Jón Skafti Gestsson sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets LESENDABÁS Raforkukerfi á brúninni Jón Skafti Gestsson. Mynd 1. Flutningsgeta til afhendingarstaða Landsnets. Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.